„Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. desember 2025 17:00 Kenýumaðurinn David Munuya skrifaði söguna síðdegis. Andrew Redington/Getty Images Kenýumaðurinn David Munuya kom sá og sigraði á HM í pílukasti síðdegis. Hann var fyrsti Kenýumaðurinn í sögunni til að stíga á stokk í Alexandra Palace en var ekki mættur til þess eins að taka þátt. Munuya var bersýnilega stressaður þegar hann mætti Belganum Mike De Decker, sem er sextándi á heimslista. Munuya fékk sína sénsa en stressaðist upp þegar útkastið bauðst og lenti 2-0 undir í settum og virtist ljóst að honum yrði sópað úr leik. Another class Walk-on at the Palace 🤩David Munyua bringing the moves on his debut 🕺Will the Kenyan be the first to win on the Ally Pally stage? pic.twitter.com/HX2d04wKq9— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2025 Þá mistaldi hann oftar en einu sinni eftir því sem pressan jókst, auk þess að verða fyrir árás geitungsins fræga í höllinni. WHAT IS HAPPENING HERE? David Munyua has won a set, hit six perfect darts, miscounted twice and been attacked by the Ally Pally wasp in the space of five minutes!RIDICULOUS! 📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R1 pic.twitter.com/6WugIMzlOy— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2025 Það er hins vegar mikið í Kenýumanninn spunnið. Hann hélt sínu striki og fékk stúkuna með sér á sitt band. De Decker missti hausinn eftir að óþekkti mótherjinn komst á flug og Munuya vann leikinn 3-2 eftir hreint ótrúlega skemmtun á Sýn Sport Viaplay í síðdegið. MUNYUA MAKES HISTORY! 🇰🇪INCREDIBLE!David Munyua produces one of the biggest shocks in World Championship history to dump out Mike De Decker!What a moment for Kenyan darts!#WCDarts | R1 pic.twitter.com/XRkKcaErfd— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2025 „Þetta er ein stærsta sagan á HM í pílukasti. Þetta er eitt stærsta sjokkið í sögu mótsins. Þetta er eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er. David Munyua – hneigðu þig!“ sagði enski lýsandinn þegar sigur Munuya var vís. Kenýumaðurinn var ekki sá eini sem kom á óvart í dag en lítt þekktur Japani að nafni Motomu Sakai sópaði Frakkanum Thibault Tricole, sem hlaut silfur á HM 2022, úr keppni með 3-0 sigri í settum. HM í pílukasti er hvergi nærri lokið í dag. Þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen mætir til leiks í kvöld líkt og Englendingurinn Dave Chisnall, ásamt fleirum. Viðureignir kvöldsins eru: Jermaine Wattimena (Holland) - Dominik Grullich (Þýskaland) Dave Chisnall (England) - Fallon Sherrock (England) Michael van Gerwen (Holland) - Mitsuhiko Tatsunami (Japan) Krzysztof Ratajaski (Pólland) - Alexis Toylo (Filippseyjar) Bein útsending frá HM í pílukasti hefst klukkan 18:55 í kvöld á Sýn Sport Viaplay. Pílukast Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Sjá meira
Munuya var bersýnilega stressaður þegar hann mætti Belganum Mike De Decker, sem er sextándi á heimslista. Munuya fékk sína sénsa en stressaðist upp þegar útkastið bauðst og lenti 2-0 undir í settum og virtist ljóst að honum yrði sópað úr leik. Another class Walk-on at the Palace 🤩David Munyua bringing the moves on his debut 🕺Will the Kenyan be the first to win on the Ally Pally stage? pic.twitter.com/HX2d04wKq9— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2025 Þá mistaldi hann oftar en einu sinni eftir því sem pressan jókst, auk þess að verða fyrir árás geitungsins fræga í höllinni. WHAT IS HAPPENING HERE? David Munyua has won a set, hit six perfect darts, miscounted twice and been attacked by the Ally Pally wasp in the space of five minutes!RIDICULOUS! 📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R1 pic.twitter.com/6WugIMzlOy— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2025 Það er hins vegar mikið í Kenýumanninn spunnið. Hann hélt sínu striki og fékk stúkuna með sér á sitt band. De Decker missti hausinn eftir að óþekkti mótherjinn komst á flug og Munuya vann leikinn 3-2 eftir hreint ótrúlega skemmtun á Sýn Sport Viaplay í síðdegið. MUNYUA MAKES HISTORY! 🇰🇪INCREDIBLE!David Munyua produces one of the biggest shocks in World Championship history to dump out Mike De Decker!What a moment for Kenyan darts!#WCDarts | R1 pic.twitter.com/XRkKcaErfd— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2025 „Þetta er ein stærsta sagan á HM í pílukasti. Þetta er eitt stærsta sjokkið í sögu mótsins. Þetta er eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er. David Munyua – hneigðu þig!“ sagði enski lýsandinn þegar sigur Munuya var vís. Kenýumaðurinn var ekki sá eini sem kom á óvart í dag en lítt þekktur Japani að nafni Motomu Sakai sópaði Frakkanum Thibault Tricole, sem hlaut silfur á HM 2022, úr keppni með 3-0 sigri í settum. HM í pílukasti er hvergi nærri lokið í dag. Þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen mætir til leiks í kvöld líkt og Englendingurinn Dave Chisnall, ásamt fleirum. Viðureignir kvöldsins eru: Jermaine Wattimena (Holland) - Dominik Grullich (Þýskaland) Dave Chisnall (England) - Fallon Sherrock (England) Michael van Gerwen (Holland) - Mitsuhiko Tatsunami (Japan) Krzysztof Ratajaski (Pólland) - Alexis Toylo (Filippseyjar) Bein útsending frá HM í pílukasti hefst klukkan 18:55 í kvöld á Sýn Sport Viaplay.
Pílukast Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Sjá meira