Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. janúar 2026 09:12 Björg Magnúsdóttir vill verða oddviti Viðreisnar í Reykjavík. aðsend mynd Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra Framsóknarflokksins, gefur kost á sér í oddvitasæti Viðreisnar í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta staðfestir Björg nú í morgun en þegar hefur verið sterkur orðrómur uppi um að hún hygðist taka oddvitaslaginn fyrir Viðreisn í borginni. „Eftir vandlega íhugun hef ég ákveðið að gefa kost á mér sem oddviti Viðreisnar og leiða listann í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor,” segir í tilkynningu frá Björgu. Þegar hafa Róbert Ragnarsson, sérfræðingur í stjórnsýslu og fyrrverandi bæjarstjóri í Grindavík, og Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og formanns flokksins, gefið kost á sér í 1. sætið hjá flokknum í Reykjavík, en sitjandi oddviti flokksins í borginni, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, hyggst ekki gefa kost á sér áfram í vor. Prófkjör Viðreisnar í borginni fer fram þann 31. janúar. Björg hefur jafnframt birt myndband þar sem hún greinir frá framboðinu og áherslum sínum í Reykjavík. „Íbúar Reykjavíkur vilja breytingar. Kerfið er dýrt, flækjustigið er mikið og lögbundin grunnþjónusta er höfuðborginni ekki sæmandi. Fjármál borgarinnar eru ósjálfbær og mælingar sýna síendurtekið að traust til borgarstjórnar er afar lítið. Þetta er sorgleg staða sem ég brenn fyrir að breyta en ég fékk innsýn í kerfið þegar ég starfaði í Ráðhúsinu þar til síðasta vor sem aðstoðarmaður borgarstjóra. Vðreisn er flokkur sem lætur verkin tala. Flokkur sem stendur fyrir frjálslyndi, fagleg vinnubrögð og framfarir,” segir Björg ennfremur í tilkynningunni. Það sé að hennar mati hlutverk borgarfulltrúa að fara vel með útsvarstekjur borgarbúa og forgangsraða. Þá eigi pólitíkin að hafa skýra sýn um stóru málin sem brenni hvað mest á borgarbúum. „Þetta hlutverk verður að taka alvarlega og nauðsynlegt er að hugsa vel hvaða verkefni eru mikilvægust og hvar takmarkaðir fjármunir nýtast almenningi best. Þjóna verkefnin tilgangi sínum og er réttlætanlegt að verja í þau skattfé? Einfalda þau Reykvíkingum lífið? Ég vil vera hluti af nýrri kynslóð í borgarstjórn sem er réttu megin við núllið og sinnir vel lögbundnum verkefnum og grunnþjónustu. Setur fókus á leik- og grunnskóla, stöðugt lóðaframboð, raunhæf tækifæri fyrir ungt fólk til að kaupa íbúð og einfaldar eins og hægt er leikreglur fyrir uppbyggingaraðila húsnæðis og fólk sem gerist svo djarft að stofna fyrirtæki eða veita þjónustu í borginni Ég er fertug fjölskyldukona í smáíbúðarhverfinu með börn á öllum skólastigum og þekki vel daglegt líf barnafjölskyldna í borginni. Stjórnmálafræðingur með MA í hagnýtri menningarmiðlun en á háskólaárum var ég formaður Stúdentaráðs fyrir Röskvu. Ég hef starfað í fjölmiðlum stærsta hluta ævinnar; á fréttastofum, í útvarpi og sjónvarpi. Hef líka skrifað bækur og sjónvarpsþætti, m.a. Ráðherrann og Vigdísi og er athafnastjóri hjá Siðmennt,“ segir að lokum í tilkynningu Bjargar sem um leið minnir á prófkjörið þann 31. janúar. Fréttin hefur verið uppfærð. Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði Sjá meira
„Eftir vandlega íhugun hef ég ákveðið að gefa kost á mér sem oddviti Viðreisnar og leiða listann í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor,” segir í tilkynningu frá Björgu. Þegar hafa Róbert Ragnarsson, sérfræðingur í stjórnsýslu og fyrrverandi bæjarstjóri í Grindavík, og Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og formanns flokksins, gefið kost á sér í 1. sætið hjá flokknum í Reykjavík, en sitjandi oddviti flokksins í borginni, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, hyggst ekki gefa kost á sér áfram í vor. Prófkjör Viðreisnar í borginni fer fram þann 31. janúar. Björg hefur jafnframt birt myndband þar sem hún greinir frá framboðinu og áherslum sínum í Reykjavík. „Íbúar Reykjavíkur vilja breytingar. Kerfið er dýrt, flækjustigið er mikið og lögbundin grunnþjónusta er höfuðborginni ekki sæmandi. Fjármál borgarinnar eru ósjálfbær og mælingar sýna síendurtekið að traust til borgarstjórnar er afar lítið. Þetta er sorgleg staða sem ég brenn fyrir að breyta en ég fékk innsýn í kerfið þegar ég starfaði í Ráðhúsinu þar til síðasta vor sem aðstoðarmaður borgarstjóra. Vðreisn er flokkur sem lætur verkin tala. Flokkur sem stendur fyrir frjálslyndi, fagleg vinnubrögð og framfarir,” segir Björg ennfremur í tilkynningunni. Það sé að hennar mati hlutverk borgarfulltrúa að fara vel með útsvarstekjur borgarbúa og forgangsraða. Þá eigi pólitíkin að hafa skýra sýn um stóru málin sem brenni hvað mest á borgarbúum. „Þetta hlutverk verður að taka alvarlega og nauðsynlegt er að hugsa vel hvaða verkefni eru mikilvægust og hvar takmarkaðir fjármunir nýtast almenningi best. Þjóna verkefnin tilgangi sínum og er réttlætanlegt að verja í þau skattfé? Einfalda þau Reykvíkingum lífið? Ég vil vera hluti af nýrri kynslóð í borgarstjórn sem er réttu megin við núllið og sinnir vel lögbundnum verkefnum og grunnþjónustu. Setur fókus á leik- og grunnskóla, stöðugt lóðaframboð, raunhæf tækifæri fyrir ungt fólk til að kaupa íbúð og einfaldar eins og hægt er leikreglur fyrir uppbyggingaraðila húsnæðis og fólk sem gerist svo djarft að stofna fyrirtæki eða veita þjónustu í borginni Ég er fertug fjölskyldukona í smáíbúðarhverfinu með börn á öllum skólastigum og þekki vel daglegt líf barnafjölskyldna í borginni. Stjórnmálafræðingur með MA í hagnýtri menningarmiðlun en á háskólaárum var ég formaður Stúdentaráðs fyrir Röskvu. Ég hef starfað í fjölmiðlum stærsta hluta ævinnar; á fréttastofum, í útvarpi og sjónvarpi. Hef líka skrifað bækur og sjónvarpsþætti, m.a. Ráðherrann og Vigdísi og er athafnastjóri hjá Siðmennt,“ segir að lokum í tilkynningu Bjargar sem um leið minnir á prófkjörið þann 31. janúar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði Sjá meira