Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum

Sindri Sverrisson skrifar
Eitt mark frá Erling Haaland dugði skammt í kvöld.
Eitt mark frá Erling Haaland dugði skammt í kvöld. Getty/Mike Egerton

Manchester City gerði sitt þriðja jafntefli í röð þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Brighton á heimavelli 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Þetta þýðir að City er fimm stigum á eftir toppliði Arsenal sem á svo stórleikinn við Liverpool annað kvöld til góða.

Erling Haaland kom Manchester City yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik, eftir að brotið var á Jeremy Doku, og var staðan 1-0 í hálfleik. Norðmaðurinn hafði ekki skorað í síðustu þremur deildarleikjum en er nú kominn með 150 mörk í búningi Manchester City.

Gestirnir frá Brighton jöfnuðu metin hins vegar á 60. mínútu, gegn City-vörnini sem saknar lykilmanna. Kaoru Mitoma kom á ferðinni og lét vaða rétt utan teigs, og skoraði neðst í hægra hornið.

Diego Gómez klúðraði svo ótrúlegu dauðafæri, alveg við mark City, þegar hann hefði getað komið Brighton yfir, og Haaland fékk einnig dauðafæri til að koma City yfir, á 80. mínútu, eftir að Rayan Cherki vann boltann í vítateig Brighton en skot Norðmannsins var varið.

Niðurstaðan því jafntefli og Brighton situr sem stendur í 10. sæti með 29 stig en City er með 43 stig í 2. sæti, jafnt Aston Villa að stigum en Villa-menn gerðu markalaust jafntefli við Crystal Palace í kvöld.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira