Fletcher fékk blessun frá Ferguson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2026 08:30 Darren Fletcher við hlið Sir Alex Ferguson á blaðamannafundi á árum áður þegar Fletcher var leikmaður og Ferguson stjóri Manchester United. Getty/Clint Hughes Darren Fletcher mun stýra liði Manchester United í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið mætir Burnley á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Fletcher segist hafa leitað blessunar fyrrverandi stjóra síns hjá Manchester United, Sir Alex Ferguson, áður en hann tók við sem bráðabirgðastjóri á Old Trafford. United er samt að leita að knattspyrnustjóra til að klára þetta tímabil en Fletcher mun líklega einnig vera á hliðarlínunni í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar gegn Brighton á sunnudag. Þessi fyrrum Englandsmeistari með United tók við starfinu eftir að hafa rætt við hinn 84 ára gamla Sir Alex Ferguson, sem var á Elland Road í síðasta leik Ruben Amorim þegar United gerði 1-1 jafntefli við Leeds. Eftir þann leik hélt Amorim fréttamannafundinn sem varð til þess að hann var látinn fara. Ég á í mjög góðu sambandi við Sir Alex „Ég vil ekki taka neinar stórar ákvarðanir án þess að tala við Sir Alex,“ sagði hinn 41 árs gamli Fletcher. Darren Fletcher says he got Sir Alex Ferguson’s blessing before taking interim charge at Man Utd ❤️ pic.twitter.com/fJ2oHlrx6D— Match of the Day (@BBCMOTD) January 6, 2026 „Ég á í mjög góðu sambandi við Sir Alex, svo ég vildi tala við hann fyrst og að lokum fá blessun hans, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Mér finnst hann eiga þá virðingu skilið,“ sagði Fletcher. Hann tók undir hugmyndir mínar „Ég vildi bera þetta undir hann og hann tók undir hugmyndir mínar. Þegar þú ert starfsmaður félagsins er það þitt hlutverk að gera þitt besta fyrir Manchester United. Það er eitthvað sem ég reyni að lifa eftir,“ sagði Fletcher. Ein af afdráttarlausum athugasemdum Amorim í reiðilestri hans á Leeds var sú skoðun hans að yfirmenn á Old Trafford tækju of mikið mark á athugasemdum sparkspekinga, þar á meðal fyrrverandi fyrirliðans Gary Neville. Fletcher deildi búningsklefa með flestum þeirra og telur þá enn vini sína. Sem einhver sem var mikið gagnrýndur þegar hann var að komast í lið United fyrir tveimur áratugum, telur hann að þetta sé eitthvað sem núverandi leikmannahópur verður að lifa með. Eiga rétt á sinni skoðun og þeir eru virkilega góðir „Þú getur ekki beðið þá um að fara mildari höndum [um okkur] því þeir eru ástríðufullir menn, þeir eiga rétt á sinni skoðun og þeir eru virkilega góðir,“ sagði Fletcher. 🔴🗣️ Darren Fletcher also revealed that he called Sir Alex Ferguson after being offered the interim position at the club. ❤️#MUFC pic.twitter.com/gRva0mTrif— All For United (@AllForUnited) January 6, 2026 „Þeir eru áhugaverðir. Það er gott að hlusta á þá. Ég naut þess að hlusta á þá í búningsklefanum í mörg ár og sat og meðtók allt. Umgjörðin er erfið að eiga við því þessir leikmenn hafa unnið allt,“ sagði Fletcher. Þeir hafa náð árangri og unnið titla „Þeir hafa náð árangri og unnið titla. Það er erfitt að gagnrýna þá til baka því þeir hafa verðlaunapeningana sína á borðinu. En það er það sem fylgir því að vera leikmaður Manchester United. Sættu þig við það, lærðu hvernig þú ætlar að takast á við það og taktu áskoruninni,“ sagði Fletcher. Fletcher segir að vegna tímaskorts síðan hann tók við hafi hann ekki fengið tækifæri til að tala við leikmenn sína í einrúmi. Þess í stað takmarkaði hann samtöl sín við fyrirliðann Bruno Fernandes og nýju, eldri leikmennina. Fletcher hefur fundað með Matheus Cunha og Benjamin Sesko í þessari viku, eftir að hafa talað við markvörðinn Senne Lammens í síðustu viku. Bryan Mbeumo, annar stór leikmaður sem United keypti í sumar, hefur ekki fengið tækifæri til að tala við Fletcher þar sem hann er á Afríkumótinu með Kamerún. Hefur reynt að ná í Amorim Ekkert samtal hefur heldur átt sér stað við Amorim, sem gaf syni Fletchers, Jack, sinn fyrsta leik í síðasta mánuði og setti hinn tvíburann, Tyler, á bekkinn í síðustu þremur leikjum United. „Ég hef reynt að ná í hann en hef ekki náð sambandi enn, sem er skiljanlegt. Hann hefur augljóslega mikið á sinni könnu og ég hef verið mjög upptekinn,“ sagði Fletcher. „Ég myndi gjarnan vilja það því ég átti gott samband við Ruben og hann var frábær við mig. Það er mikilvægt að halda fljótt áfram. Fótbolti er grimmur leikur, svo það er mikilvægt að við reynum að skapa smá orku og smá anda. Vonandi sjáum við meira af því á morgun [í kvöld],“ sagði Fletcher. Enski boltinn Manchester United Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Sjá meira
United er samt að leita að knattspyrnustjóra til að klára þetta tímabil en Fletcher mun líklega einnig vera á hliðarlínunni í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar gegn Brighton á sunnudag. Þessi fyrrum Englandsmeistari með United tók við starfinu eftir að hafa rætt við hinn 84 ára gamla Sir Alex Ferguson, sem var á Elland Road í síðasta leik Ruben Amorim þegar United gerði 1-1 jafntefli við Leeds. Eftir þann leik hélt Amorim fréttamannafundinn sem varð til þess að hann var látinn fara. Ég á í mjög góðu sambandi við Sir Alex „Ég vil ekki taka neinar stórar ákvarðanir án þess að tala við Sir Alex,“ sagði hinn 41 árs gamli Fletcher. Darren Fletcher says he got Sir Alex Ferguson’s blessing before taking interim charge at Man Utd ❤️ pic.twitter.com/fJ2oHlrx6D— Match of the Day (@BBCMOTD) January 6, 2026 „Ég á í mjög góðu sambandi við Sir Alex, svo ég vildi tala við hann fyrst og að lokum fá blessun hans, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Mér finnst hann eiga þá virðingu skilið,“ sagði Fletcher. Hann tók undir hugmyndir mínar „Ég vildi bera þetta undir hann og hann tók undir hugmyndir mínar. Þegar þú ert starfsmaður félagsins er það þitt hlutverk að gera þitt besta fyrir Manchester United. Það er eitthvað sem ég reyni að lifa eftir,“ sagði Fletcher. Ein af afdráttarlausum athugasemdum Amorim í reiðilestri hans á Leeds var sú skoðun hans að yfirmenn á Old Trafford tækju of mikið mark á athugasemdum sparkspekinga, þar á meðal fyrrverandi fyrirliðans Gary Neville. Fletcher deildi búningsklefa með flestum þeirra og telur þá enn vini sína. Sem einhver sem var mikið gagnrýndur þegar hann var að komast í lið United fyrir tveimur áratugum, telur hann að þetta sé eitthvað sem núverandi leikmannahópur verður að lifa með. Eiga rétt á sinni skoðun og þeir eru virkilega góðir „Þú getur ekki beðið þá um að fara mildari höndum [um okkur] því þeir eru ástríðufullir menn, þeir eiga rétt á sinni skoðun og þeir eru virkilega góðir,“ sagði Fletcher. 🔴🗣️ Darren Fletcher also revealed that he called Sir Alex Ferguson after being offered the interim position at the club. ❤️#MUFC pic.twitter.com/gRva0mTrif— All For United (@AllForUnited) January 6, 2026 „Þeir eru áhugaverðir. Það er gott að hlusta á þá. Ég naut þess að hlusta á þá í búningsklefanum í mörg ár og sat og meðtók allt. Umgjörðin er erfið að eiga við því þessir leikmenn hafa unnið allt,“ sagði Fletcher. Þeir hafa náð árangri og unnið titla „Þeir hafa náð árangri og unnið titla. Það er erfitt að gagnrýna þá til baka því þeir hafa verðlaunapeningana sína á borðinu. En það er það sem fylgir því að vera leikmaður Manchester United. Sættu þig við það, lærðu hvernig þú ætlar að takast á við það og taktu áskoruninni,“ sagði Fletcher. Fletcher segir að vegna tímaskorts síðan hann tók við hafi hann ekki fengið tækifæri til að tala við leikmenn sína í einrúmi. Þess í stað takmarkaði hann samtöl sín við fyrirliðann Bruno Fernandes og nýju, eldri leikmennina. Fletcher hefur fundað með Matheus Cunha og Benjamin Sesko í þessari viku, eftir að hafa talað við markvörðinn Senne Lammens í síðustu viku. Bryan Mbeumo, annar stór leikmaður sem United keypti í sumar, hefur ekki fengið tækifæri til að tala við Fletcher þar sem hann er á Afríkumótinu með Kamerún. Hefur reynt að ná í Amorim Ekkert samtal hefur heldur átt sér stað við Amorim, sem gaf syni Fletchers, Jack, sinn fyrsta leik í síðasta mánuði og setti hinn tvíburann, Tyler, á bekkinn í síðustu þremur leikjum United. „Ég hef reynt að ná í hann en hef ekki náð sambandi enn, sem er skiljanlegt. Hann hefur augljóslega mikið á sinni könnu og ég hef verið mjög upptekinn,“ sagði Fletcher. „Ég myndi gjarnan vilja það því ég átti gott samband við Ruben og hann var frábær við mig. Það er mikilvægt að halda fljótt áfram. Fótbolti er grimmur leikur, svo það er mikilvægt að við reynum að skapa smá orku og smá anda. Vonandi sjáum við meira af því á morgun [í kvöld],“ sagði Fletcher.
Enski boltinn Manchester United Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Sjá meira