Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Kristján Már Unnarsson skrifar 13. janúar 2026 12:12 Borpallurinn Deepsea Stavanger hitti á mikla olíulind í sumar á Yggdrasils-svæðinu um 180 kílómetra frá Bergen. Þar var borað niður á yfir tíu kílómetra dýpi. Odfjell Drilling Nýliðið ár reyndist eitt það gjöfulasta í sögu olíuleitar á norska landgrunninu í seinni tíð. Miðað við undanfarinn áratug var aðeins árið 2021 betra í magni nýrra olíu- og gasfunda. Þörf er hins vegar á frekari olíu- og gasleit ef draga á úr yfirvofandi framleiðsluminnkun. Þetta kemur fram í árlegri samantekt Landgrunnsstofnunar Noregs, sem áður hét Olíustofnun Noregs. Þar segir forstöðumaður stofnunarinnar, Torgeir Stordal, það hvetjandi að sjá að enn sé mögulegt að ná árangri í leit á landgrunnssvæðum sem þegar séu vel nýtt og þróuð. Kort frá Landgrunnsstofnun Noregs yfir olíu- og gasfundi í lögsögu Noregs á árinu 2025.Sokkeldirektoratet „Margar og nokkrar mikilvægar uppgötvanir hafa verið gerðar. Nokkrar af uppgötvunum eru afleiðing þess að ný og háþróuð tækni hefur verið tekin í notkun. Meðal annars hafa verið boraðar borholur á yfir tíu kílómetra dýpi,“ segir stofnunin. Boraðar voru alls 49 holur í lögsögu Noregs á árinu. Af þeim reyndist 21 hola geyma olíu eða gas. Bráðabirgðatölur áætla að þær geti skilað 67 milljónum rúmmetra olíuígilda, sem samsvarar 424 milljónum olíutunna. Tvöfalt meira fannst af olíu en gasi. Langstærsti fundurinn var í ágúst á Yggdrasils-svæðinu í Norðursjó um 180 kílómetra vestur af Bergen í verkefni sem kallast Omega Alfa. Olíufélagið Aker BP metur olíufundinn þar upp á 96 til 134 milljónir olíutunna og segir hann einn þann stærsta við Noreg í áratugi. Þar fór borinn niður á 10,7 kílómetra dýpi. Næstmesti olíu- og gasfundurinn var í mars á svæði sem kallast Kjøttkake, eða Kjötbolla. Það svæði er um 27 kílómetra frá Troll C-gasvinnslusvæðinu, sem er um 65 kílómetra vestur af Sognfirði. Fundurinn er metinn á 39 til 75 milljónir olíutunna. Borpallurinn Deepsea Yantai fann olíu- og gaslindina á Kjøttkake-svæðinu.odfjell drilling Bæði framleiðsla og fjárfestingar norska olíuiðnðarins reyndust mjög miklar á árinu 2025. Olíuvinnslan, upp á 106 milljónir rúmmetra, reyndist sú mesta frá árinu 2009 en lítilsháttar samdráttur varð í gasvinnslu frá metárinu 2024. Samtals voru um 120 milljarðar rúmmetra af gasi seldir. Framleiðsla á norska landgrunninu skiptist nokkurn veginn jafnt á milli olíu og gass. „Við búumst við að gasvinnsla haldist á þessu stigi næstu þrjú til fjögur árin. Norskt gas nemur um 30 prósentum af gasnotkun Evrópusambandsins og Noregur er stærsti birgir Evrópu eftir að gas hætti að berast frá Rússlandi,“ segir Stordal. Þróun olíu- og gasvinnslu Norðmanna. Hún náði hámarki árið 2004 og hefur haldist nokkuð stöðug síðan. Mismunandi sviðsmyndir sýna mikinn samdrátt eftir árið 2027, þó minni ef hert verður á olíuleit.Sokkeldirektoratet Norska landgrunnsstofnunin áætlar að fjárfestingar í leit og vinnslu á árinu 2026 verði um 256 milljarðar norskra króna. Það sé 6,5 prósentum minna en á síðasta ári. Jafnframt er því spáð að fram til ársins 2030 muni fjárfestingarstigið smám saman minnka sem og heildarframleiðsla. Því þurfi að taka ákvarðanir um meiri leit á olíusvæðum Noregs innan skamms tíma ef hægja eigi á yfirvofandi framleiðsluminnkun. „Mikilvægt er að viðhalda mikilli leit. Skortur á fjárfestingum mun leiða til verulegs samdráttar í olíuiðnaðinum,“ segir Landgrunnsstofnun Noregs. Noregur Bensín og olía Olíuleit á Drekasvæði Jarðefnaeldsneyti Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Orkumálaráðherra Noregs, Terje Aasland, opnaði nyrsta olíuvinnslusvæði Norðmanna formlega í gær með því að klippa á stálkeðju. Svæðið er lengst norðan heimskautsbaugs í Barentshafi um 240 kílómetra norðan bæjarins Hammerfest. 9. ágúst 2025 10:22 Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Þetta kemur fram í árlegri samantekt Landgrunnsstofnunar Noregs, sem áður hét Olíustofnun Noregs. Þar segir forstöðumaður stofnunarinnar, Torgeir Stordal, það hvetjandi að sjá að enn sé mögulegt að ná árangri í leit á landgrunnssvæðum sem þegar séu vel nýtt og þróuð. Kort frá Landgrunnsstofnun Noregs yfir olíu- og gasfundi í lögsögu Noregs á árinu 2025.Sokkeldirektoratet „Margar og nokkrar mikilvægar uppgötvanir hafa verið gerðar. Nokkrar af uppgötvunum eru afleiðing þess að ný og háþróuð tækni hefur verið tekin í notkun. Meðal annars hafa verið boraðar borholur á yfir tíu kílómetra dýpi,“ segir stofnunin. Boraðar voru alls 49 holur í lögsögu Noregs á árinu. Af þeim reyndist 21 hola geyma olíu eða gas. Bráðabirgðatölur áætla að þær geti skilað 67 milljónum rúmmetra olíuígilda, sem samsvarar 424 milljónum olíutunna. Tvöfalt meira fannst af olíu en gasi. Langstærsti fundurinn var í ágúst á Yggdrasils-svæðinu í Norðursjó um 180 kílómetra vestur af Bergen í verkefni sem kallast Omega Alfa. Olíufélagið Aker BP metur olíufundinn þar upp á 96 til 134 milljónir olíutunna og segir hann einn þann stærsta við Noreg í áratugi. Þar fór borinn niður á 10,7 kílómetra dýpi. Næstmesti olíu- og gasfundurinn var í mars á svæði sem kallast Kjøttkake, eða Kjötbolla. Það svæði er um 27 kílómetra frá Troll C-gasvinnslusvæðinu, sem er um 65 kílómetra vestur af Sognfirði. Fundurinn er metinn á 39 til 75 milljónir olíutunna. Borpallurinn Deepsea Yantai fann olíu- og gaslindina á Kjøttkake-svæðinu.odfjell drilling Bæði framleiðsla og fjárfestingar norska olíuiðnðarins reyndust mjög miklar á árinu 2025. Olíuvinnslan, upp á 106 milljónir rúmmetra, reyndist sú mesta frá árinu 2009 en lítilsháttar samdráttur varð í gasvinnslu frá metárinu 2024. Samtals voru um 120 milljarðar rúmmetra af gasi seldir. Framleiðsla á norska landgrunninu skiptist nokkurn veginn jafnt á milli olíu og gass. „Við búumst við að gasvinnsla haldist á þessu stigi næstu þrjú til fjögur árin. Norskt gas nemur um 30 prósentum af gasnotkun Evrópusambandsins og Noregur er stærsti birgir Evrópu eftir að gas hætti að berast frá Rússlandi,“ segir Stordal. Þróun olíu- og gasvinnslu Norðmanna. Hún náði hámarki árið 2004 og hefur haldist nokkuð stöðug síðan. Mismunandi sviðsmyndir sýna mikinn samdrátt eftir árið 2027, þó minni ef hert verður á olíuleit.Sokkeldirektoratet Norska landgrunnsstofnunin áætlar að fjárfestingar í leit og vinnslu á árinu 2026 verði um 256 milljarðar norskra króna. Það sé 6,5 prósentum minna en á síðasta ári. Jafnframt er því spáð að fram til ársins 2030 muni fjárfestingarstigið smám saman minnka sem og heildarframleiðsla. Því þurfi að taka ákvarðanir um meiri leit á olíusvæðum Noregs innan skamms tíma ef hægja eigi á yfirvofandi framleiðsluminnkun. „Mikilvægt er að viðhalda mikilli leit. Skortur á fjárfestingum mun leiða til verulegs samdráttar í olíuiðnaðinum,“ segir Landgrunnsstofnun Noregs.
Noregur Bensín og olía Olíuleit á Drekasvæði Jarðefnaeldsneyti Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Orkumálaráðherra Noregs, Terje Aasland, opnaði nyrsta olíuvinnslusvæði Norðmanna formlega í gær með því að klippa á stálkeðju. Svæðið er lengst norðan heimskautsbaugs í Barentshafi um 240 kílómetra norðan bæjarins Hammerfest. 9. ágúst 2025 10:22 Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Orkumálaráðherra Noregs, Terje Aasland, opnaði nyrsta olíuvinnslusvæði Norðmanna formlega í gær með því að klippa á stálkeðju. Svæðið er lengst norðan heimskautsbaugs í Barentshafi um 240 kílómetra norðan bæjarins Hammerfest. 9. ágúst 2025 10:22
Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent