Erlent

Tveir látnir eftir á­rekstur strætis­vagna

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Slysið átti sér stað fyrir norðan Árósa á austurhluta Jótlands.
Slysið átti sér stað fyrir norðan Árósa á austurhluta Jótlands. Getty

Tveir eru látnir eftir að tveir strætisvagnar skullu saman á sveitavegi í Danmörku í morgun. Átta voru fulltrui á sjúkrahús.

Slysið átti sér stað fyrir norðan Árósa á austurhluta Jótlands, samkvæmt umfjöllun TV2. Tveir karlmenn, 32 ára og 52 ára, létust í slysinu. Meðal þeirra átta sem fluttir voru á sjúkrahús eru ökumenn beggja strætisvagnanna.

Tilkynning barst um slysið klukkan hálf tíu að dönskum tíma, hálf níu á íslenskum tíma. Lokað hefur verið fyrir umferð um veginn í báðar áttir á meðan lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir vinna á vettvangi.

Á myndum sem TV2 hefur undir höndum má sjá að strætisvagnarnir eru báðar illa farnar. Orsök slyssins liggja ekki fyrir en að sögn lögreglu er svikahálka á svæðinu.

Um er að ræða strætisvagna rekna af GoCollective en í eigu Midttrafik.

Fréttin var uppfærð eftir að upplýsingar um líðan farþega lágu fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×