Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2026 10:32 Robert Sanchez reynir að kýla boltann frá í leik Chelsea og Arsenal á Stamford Bridge í gærkvöldi. Getty/Alex Pantling Liam Rosenior, nýr knattspyrnustjóri Chelsea, segist vera sjálfur „ábyrgur“ fyrir mistökum Robert Sanchez og varði markvörð sinn eftir 3-2 tap í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins gegn Arsenal í gærkvöldi. Þessi 28 ára spænski landsliðsmarkvörður gerði mistök í tveimur fyrstu mörkum Arsenal á Stamford Bridge. Sanchez náði ekki að grípa hornspyrnu Declan Rice þegar fyrsta markið var skorað á sjöundu mínútu, sem gerði Ben White kleift að skalla boltann í netið. Fyrirgjöf rann svo í gegnum hendur markvarðarins og Viktor Gyökeres skoraði af stuttu færi á 49. mínútu. Martin Zubimendi hjá Arsenal skoraði einnig en varamaðurinn Alejandro Garnacho hjá Chelsea skoraði tvö mörk og hélt þar með liði sínu inni í einvíginu. 🗣️ Liam Rosenior: "I think the first goal was disappointing. That's a team goal, that's not on Rob. I'm asking Rob to do things he hasn't done before.When my players make mistakes, I'm accountable. He made a save in the second-half that was absolutely world-class. That would… pic.twitter.com/JYVkiyTPKd— Vince™ (@Blue_Footy) January 14, 2026 Í fyrsta heimaleik sínum sem stjóri Chelsea sagði Rosenior að hann væri að vinna að nýrri taktískri nálgun fyrir Sanchez. Þetta er ekki bara Rob að kenna „Þetta er liðsmark, þetta er ekki bara Rob [Sanchez] að kenna,“ sagði hann. „Ég er að biðja Rob um að gera hluti sem hann hefur ekki gert áður. Ég sagði við hann fyrir leikinn og ég tók það skýrt fram, að þegar leikmenn mínir gera mistök, þá er það á mína ábyrgð,“ sagði Liam Rosenior. „Hann varði skot í seinni hálfleik sem var algjör heimsklassavarsla. Það hefði getað slegið okkur út úr einvíginu. Hann mun bæta sig hvað varðar skilning sinn á því sem ég vil sjá,“ sagði Rosenior. Ég hef aðeins unnið með honum í tvo daga „Þetta er fyrsti leikur Rob með mér, ég hef aðeins unnið með honum í tvo daga. Ég þarf að setja mitt mark á liðið. Þess vegna er ég hér. Ég vil ekki gera það á kostnað úrslitanna en ég þarf að tryggja að við vinnum núna en höldum áfram að bæta okkur til að ná þangað sem við viljum komast á þessu tímabili. Þetta er mjög fín lína,“ sagði Rosenior. „Það er margt jákvætt í frammistöðu Rob. Það sem þið vitið um mig er að ég ver leikmenn mína. Ég er að biðja hann um að gera ákveðna hluti. Ef hann gerir mistök við að gera það sem ég bið hann um, þá er það á mína ábyrgð,“ sagði Rosenior. Mitt starf er að hjálpa þeim „Ég hef mikla trú á því að til lengri tíma litið munum við bæta okkur sem lið með þeim skilaboðum sem við erum að gefa honum í öllum leikatriðum. Mitt starf er að hjálpa þeim, ekki að kenna þeim um,“ sagði Rosenior. Liam Rosenior talking about his management philosophy 👀:🗣️ "In English, 'manage', if you split the two words is 'man' and 'age', so 'you're 'ageing men'Am I a manager or a coach? I'm both. Coaching is educating. Coaching is wanting to improve players on a technical and… pic.twitter.com/yroYi6QIwy— ESPN UK (@ESPNUK) January 14, 2026 Enski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Þessi 28 ára spænski landsliðsmarkvörður gerði mistök í tveimur fyrstu mörkum Arsenal á Stamford Bridge. Sanchez náði ekki að grípa hornspyrnu Declan Rice þegar fyrsta markið var skorað á sjöundu mínútu, sem gerði Ben White kleift að skalla boltann í netið. Fyrirgjöf rann svo í gegnum hendur markvarðarins og Viktor Gyökeres skoraði af stuttu færi á 49. mínútu. Martin Zubimendi hjá Arsenal skoraði einnig en varamaðurinn Alejandro Garnacho hjá Chelsea skoraði tvö mörk og hélt þar með liði sínu inni í einvíginu. 🗣️ Liam Rosenior: "I think the first goal was disappointing. That's a team goal, that's not on Rob. I'm asking Rob to do things he hasn't done before.When my players make mistakes, I'm accountable. He made a save in the second-half that was absolutely world-class. That would… pic.twitter.com/JYVkiyTPKd— Vince™ (@Blue_Footy) January 14, 2026 Í fyrsta heimaleik sínum sem stjóri Chelsea sagði Rosenior að hann væri að vinna að nýrri taktískri nálgun fyrir Sanchez. Þetta er ekki bara Rob að kenna „Þetta er liðsmark, þetta er ekki bara Rob [Sanchez] að kenna,“ sagði hann. „Ég er að biðja Rob um að gera hluti sem hann hefur ekki gert áður. Ég sagði við hann fyrir leikinn og ég tók það skýrt fram, að þegar leikmenn mínir gera mistök, þá er það á mína ábyrgð,“ sagði Liam Rosenior. „Hann varði skot í seinni hálfleik sem var algjör heimsklassavarsla. Það hefði getað slegið okkur út úr einvíginu. Hann mun bæta sig hvað varðar skilning sinn á því sem ég vil sjá,“ sagði Rosenior. Ég hef aðeins unnið með honum í tvo daga „Þetta er fyrsti leikur Rob með mér, ég hef aðeins unnið með honum í tvo daga. Ég þarf að setja mitt mark á liðið. Þess vegna er ég hér. Ég vil ekki gera það á kostnað úrslitanna en ég þarf að tryggja að við vinnum núna en höldum áfram að bæta okkur til að ná þangað sem við viljum komast á þessu tímabili. Þetta er mjög fín lína,“ sagði Rosenior. „Það er margt jákvætt í frammistöðu Rob. Það sem þið vitið um mig er að ég ver leikmenn mína. Ég er að biðja hann um að gera ákveðna hluti. Ef hann gerir mistök við að gera það sem ég bið hann um, þá er það á mína ábyrgð,“ sagði Rosenior. Mitt starf er að hjálpa þeim „Ég hef mikla trú á því að til lengri tíma litið munum við bæta okkur sem lið með þeim skilaboðum sem við erum að gefa honum í öllum leikatriðum. Mitt starf er að hjálpa þeim, ekki að kenna þeim um,“ sagði Rosenior. Liam Rosenior talking about his management philosophy 👀:🗣️ "In English, 'manage', if you split the two words is 'man' and 'age', so 'you're 'ageing men'Am I a manager or a coach? I'm both. Coaching is educating. Coaching is wanting to improve players on a technical and… pic.twitter.com/yroYi6QIwy— ESPN UK (@ESPNUK) January 14, 2026
Enski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira