Fótbolti

Börsungar sluppu fyrir horn

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Fermin Lopez skoraði fyrra mark Barcelona. 
Fermin Lopez skoraði fyrra mark Barcelona.  Alex Caparros/Getty Images

Barcelona lenti í vandræðum en vann á endanum 2-0 gegn Racing Santander í sextán liða úrslitum spænska konungsbikarsins.

Börsungar voru, eins og búist var við gegn liði úr næstefstu deild, mun betri aðilinn. Þeim tókst samt ekki að brjóta ísinn fyrr en miðjan seinni hálfleik þegar Fermín Lopéz skoraði á 66. mínútu.

Þá fór Racing Santander hins vegar að ógna mikið og framherji þeirra, Manex Lozano, kom boltanum tvisvar í netið, en bæði mörkin voru dæmd ógild.

Lamine Yamal skoraði svo í uppbótartíma, eftir stoðsendingu, til að gulltryggja Börsungum sigurinn.

Börsungar gerðust ekki sekir um sömu mistök og erkifjendur þeirra frá Madríd gerðu í gærkvöldi. Barcelona stillti upp mjög sterku liði sem vann öflugan sigur og komst áfram í átta liða úrslit, en Real Madrid er úr leik eftir tap gegn liði úr B-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×