Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar 16. janúar 2026 07:01 Þann 22. janúar verða tvær konur dregnar fyrir héraðsdóm. Þær eru ákærðar fyrir að hafa hafa farið um borð í hvalveiðiskip Hvals hf og komið sér fyrir í útsýnismöstrum skipanna í byrjun september árið 2023. Þar sátu þær í rúmar 30 klukkustundir og töfðu þannig hvalveiðibátana, sem áttu að halda á veiðar daginn sem þær klifruðu upp í möstrin. Ákærurnar eru tvær - að farið hafi verið með leyfisleysi um borð í skipin auk þess að þær hafia ekki hlýtt fyrirmælum lögreglunnar þegar þær voru beðnar að fara niður úr möstrunum. Þessar konur sem heita Anahita Babaei og Elissa Phillips eru báðar virkar í dýraverndaunarbaráttumálum víðas vegar um heiminn. Ekki veitir af því við sem mannkyn erum ekki að fara vel með dýr. Villtum dýrum hefur fækkað um 73% á rúmum 50 árum og húsdýrahald er nú að mestu leyti stundað í þröngum verksmiðjubúum. Að stöðva hvalveiðibátana með þessum hætti var ósérhlífin ákvörðun sem kom til vegna þeirrar hugsjónar að vernda beri dýr sem ekki geta varið sig sjálf. Það var sum sé hugsjónin sem dró þær upp í möstrin, síðasta neyðarrúrræði sem þær gátu gripið til eftir að stjórnvöld brugðust dýrunum með því að heimila að nýju veiðar sem þau höfðu stöðvað tveim mánuðum fyrr vegna þess að veiðiaðferðir uppfylla ekki lög um dýravelferð. Mótmælaaðgerðin var með öllu friðsamleg og engar skemmdir urðu á bátunum. Það er sérstaklega athyglivert að ákæran kemur ekki frá Hval hf, heldur frá ríkisvaldinu. Friðsamleg mótmæli eru stjórnarskrárvarin réttindi borgara. Hvalveiðar sem atvinnugrein hafa verið bannaðar af Alþjóðahvalveiðiráðinu síðan árið 1986. Ísland hefur frá upphafi 9. áratugar síðustu aldar vöðlast áfram undir yfirskyni „rannsóknaveiða“ – sem standast enga skoðun. Hvalir eru verkfræðingar hafanna Hvalir eru vitsmunaverur sem hafa sín eigin tungumál og ala upp kálfana sína í hópum. Ef kálfur hverfur (t.d. tekinn til að sýna í dýragarði) leitar fjölskyldan að þeim svo vikum skiptir. Hvalir synda á milli heimshluta og eru kallaðir verkfræðingar hafsins, því þeir ná sér í fæðu á miklu dýpi – allt að 3 km - í höfunum og koma síðan upp á yfirborð til að anda og skilja um leið eftir næringarefni í formi saurs og þvags. Úrgangsefnin eru rík af takmarkandi efnum fyrir líf í hafi, þar á meðal köfnunarefni, fosfór, járn og snefilmálmar. Nýjustu rannsóknir á áhrifum hvala á næringarefnishringrás Rannsókn Freitas og fl. (2025) í norður Atlantshafi sýnir að næringarefni frá skíðishvölum eins og langreyðum örva vöxt svifþörunga, sérstaklega yfir sumarið þegar yfirborðssjór er næringarsnauður vegna lagskiptingar. Á flestum svæðum og yfir árið í heild eru áhrifin hófleg - um eða innan við ~2%. Hins vegar, á úthafssvæðum fjarri algengum næringaruppsprettum, og sérstaklega á sumrin, getur viðbót næringarefna frá hvölum aukið nettó frumframleiðslu um allt að ~10%. Rannsóknin bendir til þess að endurheimt hvalastofna geti styrkt náttúrulega kolefnisbindingu hafsins, sérstaklega á svæðum sem eru fjarri öðrum næringarefnauppsprettum. Þótt áhrifin á kolefnisupptöku séu ekki mikil á heimsvísu, geta staðbundin áhrif á mikilvægum árstímum verið umtalsverð og aukið getu hafsins til að taka upp CO₂. Næringarefnahringrás hvala stuðlar að seiglu vistkerfa og hjálpar til við að viðhalda skilvirkni líffræðilegrar kolefnisniðurdælingar í hafinu. Grein Freitas o.fl. undirstrikar að hlutverk hvala í næringarefnahringrás og kolefnisferlum hafi verið vanmetið í alþjóðlegum lífefnafræðilegum líkönum. Vernd og endurheimt hvalastofna gæti því haft jákvæð áhrif á loftslag umfram vernd líffræðilegrar fjölbreytni, með því að styðja við og efla frumframleiðslu í hafinu sem og langtímakolefnisbindingu. Hvalveiðar og mannréttindabrot Vanræksla íslenskra stjórnvalda á að binda enda á atvinnuhvalveiðar leiðir til hættu á áframhaldandi mannréttindabrotum sem tengjast umhverfisspjöllum og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni heimsins. Ég hef undir höndum bréf frá „Ocean Vision Legal,“ sem vinnur að verndun hafanna, sem er að skrifa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og biðja það að hvetja íslensk stjórnvöld til að standa við mannréttindaskuldbindingar sínar og koma í veg fyrir frekara tjón í tengslum við hvalveiðar. Niðurstaða Skíðishvalir losa næringarefni sem auka staðbundinn vöxt svifþörunga og þar með kolefnisupptöku hafsins, sérstaklega í næringarsnauðum sjó og yfir sumarið. Því geta hvalir, þótt í hóflegum mæli sé, stuðlað að kolefnisbindingu og dregið úr loftslagsbreytingum með því að styrkja líffræðilegau kolefnisdælu hafsins. Ég vil benda stjórnvöldum á að hvalveiðar eru iðnaður 16.-19. aldarinnar. Við erum nú á 21. öldinni! Það er mannréttindabrot við komandi kynslóðir að standa ekki með þeim þannig að þau geti notið náttúrunnar og lífvænlegs loftslags. Það er auðvelt að gera með því því að vernda líffræðilega fjölbreytni sem inniber alla líffæðukeðju hafanna frá svifi til hvala og styðja við stækkun hvalastofna sem hafa áhrifáhfrif á að draga kolefni úr andrúmsloftinu og minnka áhættu hamfarahlýnunar. Framkvæmdavaldið bið ég um að sjá til þess að þær tvær hugjónasanakonur sem eru að fara fyrir dóm fái málefnalega meðferð. Ég hvet einnig atvinnuvegaráðherra sem fer með löggjafavaldið að taka upp hvalveiðifrumvarp sem var lagt fram á síðasta þingi og banna hvaðveiðar. Þannig yrði orðspori Íslands borgið. Höfundur er prófessor emerita og meðlimur í stjórn Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Dómsmál Hvalir Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Sjá meira
Þann 22. janúar verða tvær konur dregnar fyrir héraðsdóm. Þær eru ákærðar fyrir að hafa hafa farið um borð í hvalveiðiskip Hvals hf og komið sér fyrir í útsýnismöstrum skipanna í byrjun september árið 2023. Þar sátu þær í rúmar 30 klukkustundir og töfðu þannig hvalveiðibátana, sem áttu að halda á veiðar daginn sem þær klifruðu upp í möstrin. Ákærurnar eru tvær - að farið hafi verið með leyfisleysi um borð í skipin auk þess að þær hafia ekki hlýtt fyrirmælum lögreglunnar þegar þær voru beðnar að fara niður úr möstrunum. Þessar konur sem heita Anahita Babaei og Elissa Phillips eru báðar virkar í dýraverndaunarbaráttumálum víðas vegar um heiminn. Ekki veitir af því við sem mannkyn erum ekki að fara vel með dýr. Villtum dýrum hefur fækkað um 73% á rúmum 50 árum og húsdýrahald er nú að mestu leyti stundað í þröngum verksmiðjubúum. Að stöðva hvalveiðibátana með þessum hætti var ósérhlífin ákvörðun sem kom til vegna þeirrar hugsjónar að vernda beri dýr sem ekki geta varið sig sjálf. Það var sum sé hugsjónin sem dró þær upp í möstrin, síðasta neyðarrúrræði sem þær gátu gripið til eftir að stjórnvöld brugðust dýrunum með því að heimila að nýju veiðar sem þau höfðu stöðvað tveim mánuðum fyrr vegna þess að veiðiaðferðir uppfylla ekki lög um dýravelferð. Mótmælaaðgerðin var með öllu friðsamleg og engar skemmdir urðu á bátunum. Það er sérstaklega athyglivert að ákæran kemur ekki frá Hval hf, heldur frá ríkisvaldinu. Friðsamleg mótmæli eru stjórnarskrárvarin réttindi borgara. Hvalveiðar sem atvinnugrein hafa verið bannaðar af Alþjóðahvalveiðiráðinu síðan árið 1986. Ísland hefur frá upphafi 9. áratugar síðustu aldar vöðlast áfram undir yfirskyni „rannsóknaveiða“ – sem standast enga skoðun. Hvalir eru verkfræðingar hafanna Hvalir eru vitsmunaverur sem hafa sín eigin tungumál og ala upp kálfana sína í hópum. Ef kálfur hverfur (t.d. tekinn til að sýna í dýragarði) leitar fjölskyldan að þeim svo vikum skiptir. Hvalir synda á milli heimshluta og eru kallaðir verkfræðingar hafsins, því þeir ná sér í fæðu á miklu dýpi – allt að 3 km - í höfunum og koma síðan upp á yfirborð til að anda og skilja um leið eftir næringarefni í formi saurs og þvags. Úrgangsefnin eru rík af takmarkandi efnum fyrir líf í hafi, þar á meðal köfnunarefni, fosfór, járn og snefilmálmar. Nýjustu rannsóknir á áhrifum hvala á næringarefnishringrás Rannsókn Freitas og fl. (2025) í norður Atlantshafi sýnir að næringarefni frá skíðishvölum eins og langreyðum örva vöxt svifþörunga, sérstaklega yfir sumarið þegar yfirborðssjór er næringarsnauður vegna lagskiptingar. Á flestum svæðum og yfir árið í heild eru áhrifin hófleg - um eða innan við ~2%. Hins vegar, á úthafssvæðum fjarri algengum næringaruppsprettum, og sérstaklega á sumrin, getur viðbót næringarefna frá hvölum aukið nettó frumframleiðslu um allt að ~10%. Rannsóknin bendir til þess að endurheimt hvalastofna geti styrkt náttúrulega kolefnisbindingu hafsins, sérstaklega á svæðum sem eru fjarri öðrum næringarefnauppsprettum. Þótt áhrifin á kolefnisupptöku séu ekki mikil á heimsvísu, geta staðbundin áhrif á mikilvægum árstímum verið umtalsverð og aukið getu hafsins til að taka upp CO₂. Næringarefnahringrás hvala stuðlar að seiglu vistkerfa og hjálpar til við að viðhalda skilvirkni líffræðilegrar kolefnisniðurdælingar í hafinu. Grein Freitas o.fl. undirstrikar að hlutverk hvala í næringarefnahringrás og kolefnisferlum hafi verið vanmetið í alþjóðlegum lífefnafræðilegum líkönum. Vernd og endurheimt hvalastofna gæti því haft jákvæð áhrif á loftslag umfram vernd líffræðilegrar fjölbreytni, með því að styðja við og efla frumframleiðslu í hafinu sem og langtímakolefnisbindingu. Hvalveiðar og mannréttindabrot Vanræksla íslenskra stjórnvalda á að binda enda á atvinnuhvalveiðar leiðir til hættu á áframhaldandi mannréttindabrotum sem tengjast umhverfisspjöllum og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni heimsins. Ég hef undir höndum bréf frá „Ocean Vision Legal,“ sem vinnur að verndun hafanna, sem er að skrifa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og biðja það að hvetja íslensk stjórnvöld til að standa við mannréttindaskuldbindingar sínar og koma í veg fyrir frekara tjón í tengslum við hvalveiðar. Niðurstaða Skíðishvalir losa næringarefni sem auka staðbundinn vöxt svifþörunga og þar með kolefnisupptöku hafsins, sérstaklega í næringarsnauðum sjó og yfir sumarið. Því geta hvalir, þótt í hóflegum mæli sé, stuðlað að kolefnisbindingu og dregið úr loftslagsbreytingum með því að styrkja líffræðilegau kolefnisdælu hafsins. Ég vil benda stjórnvöldum á að hvalveiðar eru iðnaður 16.-19. aldarinnar. Við erum nú á 21. öldinni! Það er mannréttindabrot við komandi kynslóðir að standa ekki með þeim þannig að þau geti notið náttúrunnar og lífvænlegs loftslags. Það er auðvelt að gera með því því að vernda líffræðilega fjölbreytni sem inniber alla líffæðukeðju hafanna frá svifi til hvala og styðja við stækkun hvalastofna sem hafa áhrifáhfrif á að draga kolefni úr andrúmsloftinu og minnka áhættu hamfarahlýnunar. Framkvæmdavaldið bið ég um að sjá til þess að þær tvær hugjónasanakonur sem eru að fara fyrir dóm fái málefnalega meðferð. Ég hvet einnig atvinnuvegaráðherra sem fer með löggjafavaldið að taka upp hvalveiðifrumvarp sem var lagt fram á síðasta þingi og banna hvaðveiðar. Þannig yrði orðspori Íslands borgið. Höfundur er prófessor emerita og meðlimur í stjórn Landverndar.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun