Innlent

Sjald­gæf af­sögn þing­manns og leik­skóla lokað að ó­breyttu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um mál Guðbrands Einarssonar sem hefur sagt af sér þingmennsku vegna tilraunar sem hann gerði til þess að kaupa vændi.

Við ræðum við varaformann Viðreisnar um málið en Guðbrandur hefur setið á þingi fyrir Viðreisn frá árinu 2021. 

Einnig fjöllum við áfram um Grænland og stöðu mála í deilu Dana og Bandaríkjamanna en menn virðast vera ósammála um hlutverk vinnufundanna sem framundan eru á milli ríkjanna. 

Að auki heyrum við álit ráðherra á ólgunni á meðal kennaraliðs Bifrastar og segjum frá vandræðum einkarekins leikskóla í Grafarvogi sem að óbreyttu mun loka í sumar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×