Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2026 14:03 Snorri Másson segir það æskilegt markmið að koma í veg fyrir að fólk utan EES-svæðisins komi til Íslands. Vísir/Lýður Valberg Varaformaður Miðflokksins vill að nánast verði alfarið komið í veg fyrir að fólk utan evrópska efnahagssvæðisins komi til Íslands. Fyrir því séu meðal annars „menningarlegar“ ástæður. Ummælin lét Snorri Másson, varaformaður Miðflokksins, falla í umræðum um frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga og atvinnuréttindi þeirra á Alþingi í gær. Frumvarpið á að auka skilvirkni og fyrirsjáanleika í afgreiðslu tímabundinna dvarlar- og atvinnuleyfa með því að flytja afgreiðslu atvinnuleyfa frá Vinnumálastofnun til Útlendingastofnunar. Einnig á að gera erlendum námsmönnum auðveldara fyrir að vinna á meðan þeir dvelja á landinu en á sama tíma herða skilyrði fyrir að þeir fái áfram leyfi eftir að námi líkur og um heimild til fjölskyldusameiningar. Snorri fagnaði því að með þessu ætti að koma í veg fyrir misnotkun á dvarleyfum á grundvelli háskólanáms. Það væri vonandi fyrsta skrefið af mörgum sem þyrfti að stíga til að ná því markmiði sem hann teldi æskilegt: „Að nánast loka alfarið fyrir komu fólks hingað utan EES eins og við mögulega getum. Horfa á alla þá þætti sem við getum mögulega skrúfað niður og reynt að taka rétt skref í þá átt. Ég er ekki sammála því að það sé skynsamlegt í stórum stíl að hafa opið hér inn fyrir fólk utan EES,“ sagði þingmaðurinn. Hefur talað um útskipti þjóðarinnar Vísaði Snorri meðal annars til menningarlegra ástæðna um hvers vegna hann teldi að íslensk stjórnvöld ættu að reyna að koma í veg fyrir að útlendingar utan EES kæmu til landsins. „Pólitískum ástæðum, menningarlegum ástæðum, samhengi hlutanna í heildarsýn útlendingamála til lengri tíma. Það er einfaldlega sýnin og þetta skref gæti hjálpað í þá átt,“ sagði Snorri. Varaformaðurinn hefur að undanförnu endurómað hugmyndir evrópskra fjarhægrihreyfinga og hvítra þjóðernissinna um að vestræn siðmenning sé í útrýmingarhættu vegna fjölgunar innflytjenda. Þannig hefur hann sagt að verið sé að „skipta út þjóðinni“. Í viðtali við Vísi í nóvember sagði Snorri að það væru íslensk stjórnvöld sem stæðu að því með stefnu sinni í innflytjendamálum. Hann sló í og úr um hvort hann aðhylltist fjarhægri samsæriskenningu sem kennd er við „útskiptin miklu“. Hún gengur út á að ákveðin öfl vinni markvisst að því að „skipta út“ vestrænum þjóðum fyrir innflytjendur af öðrum kynþætti eða trúarbrögðum. „En er kenningin þá eitthvað annað en lýsing á athæfi? Út á hvað gengur kenning þá ef þetta er það sem er gert? Er þá kenning í sjálfu sér að líta á það og segja fullum fetum hvað er gert? Ég er ekki að segja að það sé búið að gera þetta en ef þetta verður niðurstaðan þegar öll kurl verða komin til grafar mun þetta hvorki hafa verið kenning né neitt slíkt heldur bara eitthvað sem gerðist,“ sagði Snorri í viðtalinu. Flytja inn orðræðu frá fjarhægrihreyfingum í Evrópu Félagar Snorra í Miðflokknum hafa einnig talað um fjöldabrottvísanir útlendinga í anda þeirra sem fjarhægriflokkar eins og Valkostur fyrir Þýskaland, Umbótaflokkurinnr í Bretlandi og Vox á Spáni hafa sett á stefnuskrá sína. Varaþingmaður flokksins notaði meðal annars hugtakið „endurflutninga“ í þessu samhengi í færslu á samfélagsmiðli. Með fylgdi mynd af karlmönnum af erlendum uppruna en að minnsta kosti einum Íslendingi sem er dökkur á hörund. Endurflutningar eru hugtak sem sumir þessar jaðarhægrihópa í Evrópu hafa notað um brottvísanir fólks af erlendum uppruna en í sumum tilfellum ná þeir yfir ríkisborgara lands sem eru ekki taldir hafa aðlagast samfélaginu nægilega vel. Alþingi Innflytjendamál Miðflokkurinn EES-samningurinn Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Ummælin lét Snorri Másson, varaformaður Miðflokksins, falla í umræðum um frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga og atvinnuréttindi þeirra á Alþingi í gær. Frumvarpið á að auka skilvirkni og fyrirsjáanleika í afgreiðslu tímabundinna dvarlar- og atvinnuleyfa með því að flytja afgreiðslu atvinnuleyfa frá Vinnumálastofnun til Útlendingastofnunar. Einnig á að gera erlendum námsmönnum auðveldara fyrir að vinna á meðan þeir dvelja á landinu en á sama tíma herða skilyrði fyrir að þeir fái áfram leyfi eftir að námi líkur og um heimild til fjölskyldusameiningar. Snorri fagnaði því að með þessu ætti að koma í veg fyrir misnotkun á dvarleyfum á grundvelli háskólanáms. Það væri vonandi fyrsta skrefið af mörgum sem þyrfti að stíga til að ná því markmiði sem hann teldi æskilegt: „Að nánast loka alfarið fyrir komu fólks hingað utan EES eins og við mögulega getum. Horfa á alla þá þætti sem við getum mögulega skrúfað niður og reynt að taka rétt skref í þá átt. Ég er ekki sammála því að það sé skynsamlegt í stórum stíl að hafa opið hér inn fyrir fólk utan EES,“ sagði þingmaðurinn. Hefur talað um útskipti þjóðarinnar Vísaði Snorri meðal annars til menningarlegra ástæðna um hvers vegna hann teldi að íslensk stjórnvöld ættu að reyna að koma í veg fyrir að útlendingar utan EES kæmu til landsins. „Pólitískum ástæðum, menningarlegum ástæðum, samhengi hlutanna í heildarsýn útlendingamála til lengri tíma. Það er einfaldlega sýnin og þetta skref gæti hjálpað í þá átt,“ sagði Snorri. Varaformaðurinn hefur að undanförnu endurómað hugmyndir evrópskra fjarhægrihreyfinga og hvítra þjóðernissinna um að vestræn siðmenning sé í útrýmingarhættu vegna fjölgunar innflytjenda. Þannig hefur hann sagt að verið sé að „skipta út þjóðinni“. Í viðtali við Vísi í nóvember sagði Snorri að það væru íslensk stjórnvöld sem stæðu að því með stefnu sinni í innflytjendamálum. Hann sló í og úr um hvort hann aðhylltist fjarhægri samsæriskenningu sem kennd er við „útskiptin miklu“. Hún gengur út á að ákveðin öfl vinni markvisst að því að „skipta út“ vestrænum þjóðum fyrir innflytjendur af öðrum kynþætti eða trúarbrögðum. „En er kenningin þá eitthvað annað en lýsing á athæfi? Út á hvað gengur kenning þá ef þetta er það sem er gert? Er þá kenning í sjálfu sér að líta á það og segja fullum fetum hvað er gert? Ég er ekki að segja að það sé búið að gera þetta en ef þetta verður niðurstaðan þegar öll kurl verða komin til grafar mun þetta hvorki hafa verið kenning né neitt slíkt heldur bara eitthvað sem gerðist,“ sagði Snorri í viðtalinu. Flytja inn orðræðu frá fjarhægrihreyfingum í Evrópu Félagar Snorra í Miðflokknum hafa einnig talað um fjöldabrottvísanir útlendinga í anda þeirra sem fjarhægriflokkar eins og Valkostur fyrir Þýskaland, Umbótaflokkurinnr í Bretlandi og Vox á Spáni hafa sett á stefnuskrá sína. Varaþingmaður flokksins notaði meðal annars hugtakið „endurflutninga“ í þessu samhengi í færslu á samfélagsmiðli. Með fylgdi mynd af karlmönnum af erlendum uppruna en að minnsta kosti einum Íslendingi sem er dökkur á hörund. Endurflutningar eru hugtak sem sumir þessar jaðarhægrihópa í Evrópu hafa notað um brottvísanir fólks af erlendum uppruna en í sumum tilfellum ná þeir yfir ríkisborgara lands sem eru ekki taldir hafa aðlagast samfélaginu nægilega vel.
Alþingi Innflytjendamál Miðflokkurinn EES-samningurinn Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira