Enski boltinn

Bestu mörkin: Sjáðu glæsi­legan hjól­hest gríska táningsins

Sindri Sverrisson skrifar
Charalampos Kostoulas brosti breitt eftir glæsimarkið sem hann skoraði í gærkvöld.
Charalampos Kostoulas brosti breitt eftir glæsimarkið sem hann skoraði í gærkvöld. Getty/Gareth Fuller

Enska úrvalsdeildin hefur tekið saman laglegustu mörkin í 22. umferðinni og þar stendur hjólhestaspyrna gríska táningsins Charalampos Kostoulas upp úr.

Öll sund virtust hafa lokast fyrir Brighton í leiknum gegn Bournemouth í gærkvöld, þar sem Marcus Tavernier hafði komið gestunum yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik, þar til komið var fram í uppbótartíma.

Þá stökk hinn 18 ára gamli Kostoulas upp í loftið og skoraði með frábærri hjólhestaspyrnu sem sjá má í samantektinni hér að neðan yfir bestu mörkin úr 22. umferð.

Klippa: Bestu mörkin úr 22. umferð

Brighton náði þar með í 1-1 jafntefli við Bournemouth í lokaleik umferðarinnar og er liðið í 12. sæti með 30 stig. Bournemouth mistókst að komast upp fyrir Tottenham og er í 15. sæti með 27 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×