Sport

Kýldi mót­herja eftir tap í úr­slita­leik

Sindri Sverrisson skrifar
Mark Fletcher Jr. í loftinu eftir tæklingu frá Jamari Sharpe í leiknum í gærkvöld.
Mark Fletcher Jr. í loftinu eftir tæklingu frá Jamari Sharpe í leiknum í gærkvöld. Getty/Doug Murray

Á meðan að leikmenn Indiana Hoosiers fögnuðu því að hafa orðið meistarar í amerískum fótbolta í gærkvöld fékk einn þeirra hnefahögg frá súrum leikmanni tapliðsins.

Mark Fletcher Jr., leikmaður Miami Hurricanes, var skiljanlega sár og svekktur eftir 27-21 tapið í úrslitaleiknum sem færði Indiana-háskólanum fyrsta meistaratitil sinn í amerískum fótbolta.

Hann þoldi tapið svo illa að hann endaði á að kýla Tyrique Tucker úr liði Indiana eins og sást í útsendingu ESPN.

Óljóst er hvað olli því að Fletcher lét reiði sína bitna á Tucker en starfsmaður Miami var fljótur að skilja þá í sundur og ekki kom til frekari átaka.

Fletcher hafði átt stórleik sem litlu munaði að skilaði Miami fyrsta titlinum síðan árið 2001. Hann sat svo fyrir á mynd sem Holly Rowe, fréttakona ESPN, tók af honum með Fernando Mendoza, leikstjórnanda Indiana, eftir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×