Besta deild karla

Besta deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Hef ekki verið nægi­lega góður í sumar“

    Jónatan Ingi Jónsson réði úrslitum þegar Valur vann mikilvægan 3-2 sigur á Stjörnunni á Hlíðarenda í Bestu deild karla í kvöld. Hann skoraði sín fyrstu mörk frá því í ágúst og kveðst meðvitaður um að hafa verið slakur að undanförnu.

    Íslenski boltinn

    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Upp­gjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi

    Á dögunum var lýst eftir 26 ára gömlum manni. Dökkhærðum, smágerðum, örvfættum og illviðráðanlegum hægri kantmanni að nafni Jónatan Ingi Jónsson. Leitin hefur staðið yfir um hríð. Allar götur síðan 22. Ágúst, þegar hann skoraði síðast mark fyrir Val í Bestu deildinni. Hann fannst á Hlíðarenda í kvöld og skilaði liði sínu einkar mikilvægum 3-2 sigri á Stjörnunni sem skýtur Val í Evrópu að ári.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Heimir yfir­gefur FH að tíma­bilinu loknu

    Heimir Guðjónsson mun hætta sem þjálfari FH þegar tímabilinu í Bestu deild karla í fótbolta lýkur. Frá þessu greinir félagið á samfélagsmiðlum sínum nú í kvöld, þriðjudag. Samningur Heimis rennur út að tímabilinu loknu og hefur verið ákveðið að framlengja hann ekki.

    Íslenski boltinn