Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Craig Pedersen hefur skorið íslenska landsliðshópinn fyrir EuroBasket niður um einn leikmann. Jaka Brodnik fer ekki með í æfingaferðina til Portúgal. Þrettán leikmenn eru nú eftir en aðeins tólf þeirra munu fara á EuroBasket. Körfubolti 12.8.2025 14:01
Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Meðan NBA stjörnur á borð við Luka Doncic, Nikola Jokic og Lauri Markkanen æfa og spila æfingaleiki með sínum landsliðum í undirbúningi fyrir EuroBasket hefur Giannis Antetokounmpo ekki tekið þátt í undirbúningi Grikklands, sem er talið vera vegna þess að hann er ótryggður hjá gríska körfuknattleikssambandinu. Körfubolti 11.8.2025 14:16
Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Liðin sem leika á Evrópumeistaramótinu í körfuknattleik sem hefst í lok mánaðar eru á fullu í undirbúningi sínum. Þýskaland lagði Slóvena öðru sinni um helgina og Ísraelar lögðu Grikki af velli. Körfubolti 10.8.2025 22:45
Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu 14 leikmenn íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fara með liðinu til Ítalíu um helgina að taka þátt í æfingamóti fyrir komandi Evrópumót. Þrír í 17 manna æfingahópi Íslands verða því eftir á Íslandi. Körfubolti 31. júlí 2025 14:06
Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Félagið Ísland-Palestína skorar á Körfuknattleikssamband Íslands að sniðganga landsleik Íslands við Ísrael á komandi Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket. Liðin eigast við 28. ágúst næstkomandi. Körfubolti 31. júlí 2025 11:54
„Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir það jákvætt að svo margir leikmenn séu nálægt því að komast í lokahópinn fyrir EM sem fram fer í Kýpur, Finnlandi, Póllandi og Lettlandi. Hann segist ekki hafa séð viðtalið sem Kristófer Acox fór í og hafði lítið um það að segja. Körfubolti 29. júlí 2025 19:31
Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Æfingahópur karlalandsliðsins í körfubolta hefur verið skorinn niður um fimm leikmenn frá þeim hópi sem opinberaður var í síðustu viku. 17 leikmenn eru eftir í hópnum. Körfubolti 29. júlí 2025 14:07
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer Acox segir að félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta hafi kallað eftir kröftum hans í einkasamtölum í sumar. Þeir hafi boðist til að eiga orð við landsliðsþjálfarann Craig Pedersen vegna stöðu hans. Körfubolti 27. júlí 2025 08:01
Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Kristófer Acox, leikmaður Vals og lengi vel landsliðsins í körfubolta, hefur opnað sig um ágreining við landsliðsþjálfarann Craig Pedersen. Kristófer fer ekki á EM í haust og segist Pedersen aldrei ætla að velja hann aftur. Körfubolti 26. júlí 2025 07:58
Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Kristófer Acox er ekki í æfingahópi íslenska landsliðsins fyrir komandi Evrópumót sem hefst í lok ágúst. Tíðindin koma mörgum á óvart en þó ekki honum sjálfum. Landsliðsþjálfarinn tjáði honum í febrúar að hann myndi aldrei velja hann aftur. Körfubolti 25. júlí 2025 10:01
Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Craig Pedersen landsliðsþjálfari tilkynnti í dag æfingahóp sinn fyrir EuroBasket sem hefst í Póllandi í lok næsta mánaðar. Körfubolti 24. júlí 2025 12:01
Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Ísland verður með á Eurobasket mótinu í körfubolta í haust og Ísland fékk sjálfan Evrópumeistarabikarinn í heimsókn í tilefni af því. Körfubolti 4. júlí 2025 21:33
Rúnar Birgir á EuroBasket Rúnar Birgir Gíslason verður eftirlitsmaður á EuroBasket karla í haust en í íslenska karlalandsliðið er að fara á mótið. Körfubolti 18. júní 2025 15:03
Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfuboltamaðurinn Kári Jónsson er ekki með slitið krossband í hné eins og óttast var. Hann meiddist í leik Vals og Grindavíkur í fyrradag og verður að öllum líkindum frá næstu mánuðina. Körfubolti 4. apríl 2025 15:52
„Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Martin Hermannsson, segir marga hafa haft samband við sig eftir að hann lýsti óvenjulegri lausn á meiðslum sem höfðu verið að plaga hann. Fólk sem hafði sömu sögu að segja. Körfubolti 4. apríl 2025 10:30
Sabonis ekki með Litháen á EM NBA stjarnan Domantas Sabonis, leikmaður Sacramento Kings, mun væntanlega ekki leika með Litháen á Evrópumóti karla í körfubolta síðsumars en Sabonis hefur verið að glíma við þrálát meiðsli í vetur. Körfubolti 29. mars 2025 07:04
Miðasalan á EM er hafin Miðasala á leiki Íslands á Evrópumóti karla í körfubolta, sem fram fara í Katowice í Póllandi í lok ágúst og byrjun september, hófst klukkan 11 í dag. Körfubolti 28. mars 2025 10:48
Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Íslenska karlalandsliðið í körfubolta var í pottinum þegar dregið var í riðla fyrir EM í gær. Riðillinn er snúinn að mati stjörnuleikmannsins Martins Hermannssonar einn af lykilmönnum íslenska liðsins, fékk það lið sem hann vildi helst forðast. Körfubolti 28. mars 2025 10:32
Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Nú liggur fyrir hvernig leikjadagskráin verður hjá íslenska karlalandsliðinu í körfubolta á EM. Liðið byrjar á að mæta Ísrael fimmtudaginn 28. ágúst. Körfubolti 27. mars 2025 15:35
Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Dregið var í riðla í lokakeppni Evrópumóts karla í körfubolta í beinni útsendingu frá Riga í Lettlandi í dag. Körfubolti 27. mars 2025 14:02
Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Skýrari mynd er nú komin á það hvernig miðasölu verður háttað fyrir EM karla í körfubolta. Íslenskir stuðningsmenn gætu þurft að hafa hraðar hendur í lok mars. Körfubolti 20. mars 2025 10:02
NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ NBA stjarnan Luka Dončić, leikmaður Los Angeles Lakers, mun ekki koma hingað til lands með landsliði Slóveníu í aðdraganda EM í haust eins og plön gerðu ráð fyrir. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri KKÍ. Körfubolti 5. mars 2025 11:28
Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Samningaviðræður á milli Póllands og Íslands eru í höfn og verða þjóðirnar saman í D-riðli á EM í körfubolta í lok ágúst. Framkvæmdastjóri KKÍ segir þetta þýða einfaldara skipulag, lægri reikning og betri aðstöðu fyrir Ísland. Það er jafnframt ljóst að Ísland verður í riðli með Luka Doncic og félögum frá Slóveníu. Körfubolti 5. mars 2025 11:01
Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Viðræður eru enn í fullum gangi á milli Körfuknattleikssambands Íslands og Pólverja um samstarf í lokakeppni EM karla sem hefst 27. ágúst. Niðurstaða gæti fengist í dag en líklegt þykir að Ísland spili í pólsku borginni Katowice og mæti þar NBA-stórstjörnunni Luka Doncic. Körfubolti 28. febrúar 2025 11:02