Enginn handtekinn í sérsveitaraðgerð í Vogahverfi Sérsveitin var kölluð til í lögregluaðgerð í Vogahverfi í Reykjavík í dag. Innlent 7. ágúst 2024 16:56
Alvarlegt vinnuslys í Grindavík Alvarlegt vinnuslys varð í Ægi sjávarfangi í Grindavík á ellefta tímanum í morgun. Starfsmaður festi hönd í vinnuvél. Innlent 7. ágúst 2024 13:44
Grafalvarlegt mál og viðkomandi hvattur til að gefa sig fram Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi lítur það mjög alvarlegum augum að allt bendi til þess að útkall í Kerlingarfjöllum í fyrrakvöld hafi verið gabb. Hann segir alla skilja eftir sig slóð á Internetinu sem nú verði rakin. Hann hvetur viðkomandi til að stíga fram og viðurkenna mistök sín. Innlent 7. ágúst 2024 13:05
Gabbútköll skapi mjög alvarlega stöðu fyrir þyrlusveitina Landhelgisgæslan lítur það mjög alvarlegum augum ef útkall í Kerlingarfjöllum á mánudag reynist gabb. Vegna reglna um hvíldartíma geti gæslan ekki alltaf viðhaft fulla þjónustu úti á sjó þegar fara þurfi í útkall, og blóðugt að slík staða komi upp vegna útkalla sem reynist ekki á rökum reist. Innlent 7. ágúst 2024 12:02
Piltar undir sakhæfisaldri á bak við skemmdarverkin Tveir ungir piltar reyndust á bak við umfangsmikil skemmdarverk sem unnin voru á Húnaskóla á Blönduósi í gærnótt. Vilhjálmur Stefánsson, lögreglufulltrúi á Norðurlandi vestra segir að piltarnir séu ljúfir, og þeir hafi ekki endilega ætlað sér að vinna skemmdarverk. Þeir séu mjög ungir. Innlent 7. ágúst 2024 11:01
Sterkar vísbendingar um falsboð Sterkar vísbendingar eru um að tilkynning um að tveir ferðamenn hafi fests í helli sem barst neyðarlínu í gærkvöldi hafi verið falsboð. Tilkynningin varð til þess að viðbragðsaðilar fóru í umfangsmikla leit sem ekki hefur skilað árangri. Innlent 6. ágúst 2024 18:42
Telja bílinn ekki á vegum ferðamannanna Bílaleigubíll sem fannst yfirgefinn á bílastæði við tjaldstæði í Kerlingarfjöllum er ekki talinn vera á vegum ferðamannanna tveggja sem tilkynntu að þeir væru fastir í helli. Innlent 6. ágúst 2024 17:36
Maður grunaður um tilefnislausa stunguárás í varðhaldi síðan í janúar Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur á hendur karlmanni á fimmtugsaldri sem er grunaður um tilraun til manndráps í janúar á þessu ári. Hann hefur verið ákærður fyrir að stinga annan mann af tilefnislausu á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar í Reykjavík. Innlent 6. ágúst 2024 17:26
Óvíst hvort ferðamennirnir séu á yfirgefna bílaleigubílnum Ekki er víst að bílaleigubíll sem fannst yfirgefinn á bílastæði við tjaldstæði í Kerlingarfjöllum sé á vegum ferðamanna sem tilkynntu Neyðarlínunni í netspjalli í gær að þeir væru fastir í helli. Innlent 6. ágúst 2024 16:19
Leitarsvæðið torsótt og erfitt yfirferðar Leitarsvæðið við Kerlingarfjöll er mjög torsótt og erfitt yfirferðar fyrir göngufólk, hjól og jeppa, en björgunarsveitir hafa sett mikinn kraft í leit með drónum. Landslagið er síbreytilegt vegna snjóa, rigningar og drullu. Leit hefur staðið yfir að ferðamönnum sem taldir eru fastir í helli við Kerlingarfjöll síðan í gærkvöldi. Innlent 6. ágúst 2024 14:52
Fórnarlamb stunguárásar útskrifað af sjúkrahúsi Karlmaður sem stunginn var með hnífi á Akureyri um helgina var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Einn hefur réttarstöðu sakbornings í málinu og miðar rannsókn ágætlega, að sögn lögreglu. Innlent 6. ágúst 2024 13:56
Fundu tóman bílaleigubíl og ræsa út leitarhunda Björgunarsveitir hafa fundið það sem þau telja fyrstu vísbendinguna sem hægt er að vinna eftir, í leit að tveimur ferðamönnum sem talið er að séu fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum. Bílaleigubíll sem skráður er á tvo ferðamenn fannst við tjaldstæði. Enginn á svæðinu kannast við að bera ábyrgð á bílnum. Kallað hefur verið til leitarhunda. Innlent 6. ágúst 2024 13:51
Víkka út leitarsvæðið án nokkurra nýrra vísbendinga Leitin að ferðamönnunum sem gengið var út frá að væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum hefur enn engan árangur borið. Búið er að leita á þeirri staðsetningu sem gefin var upp í upphaflegu tilkynningunni án þess að nokkrar vísbendingar hafi fundist. Nú er verið að víkka út leitarsvæðið. Innlent 6. ágúst 2024 12:29
„Ekki skemmtilegt að koma svona til baka fyrsta vinnudag eftir sumarfrí“ Umfangsmikil eignaspjöll voru unnin á Húnaskóla á Blönduósi í nótt. Allar rúður voru brotnar í eldhúsi og smíðastofu grunnskólans og þar framin töluverð skemmdarverk. Lögregla rannsakar nú málið. Innlent 6. ágúst 2024 11:19
Sendu skilaboð á Neyðarlínuna en enginn fundist á svæðinu Ferðamenn sem leitað hefur verið að nærri Kerlingarfjöllum á miðhálendinu síðan í gærkvöldi höfðu samband við netspjall Neyðarlínunnar og gáfu upp staðsetningarhnit. Netspjallið lokaðist í framhaldinu og enginn hefur fundist nálægt þeirri staðsetningu sem gefin var upp. Innlent 6. ágúst 2024 10:13
Björgunarsveitir sækja slasaðan ferðamann á Baulu Björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í kvöld vegna ferðamanns sem hafði slasast á fjallinu Baulu í Borgarfirði. Innlent 6. ágúst 2024 00:11
Útkall vegna ferðamanna sem segjast lokaðir inni í helli Björgunarsveitir á Suðurlandi og rústabjörgunarhópar á höfuðborgarsvæði hafa verið kallaðar út vegna tilkynningar um ferðamenn sem hafi fest sig inni í helli á Suðurlandi. Um stórt útkall er að ræða en lélegt skyggni á svæðinu hjálpar ekki til. Innlent 5. ágúst 2024 23:04
Fundinn heill á húfi Maðurinn, sem lögregla lýsti eftir fyrr í kvöld, er fundinn heill á húfi. Innlent 5. ágúst 2024 22:11
Ekið á búfé og keyrt ofan í læk Frá hádegi í gær til hádegis í dag hafa sex ökumenn verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur og níu fyrir ölvun við akstur á Suðurlandi en mikil umferð er á vegum þar vegna ferðalanga á leið sinni heim í bæinn eftir verslunarmannahelgina. Innlent 5. ágúst 2024 16:18
Ekkert tilkynnt kynferðisbrot og minna af fíkniefnum Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að lögregla hafi enn ekki fengið kynferðisbrot á borð til sín. Sömu sögu er að segja um alvarlegar líkamsárásir og minna er um fíkniefni. Innlent 4. ágúst 2024 19:37
Helgi er fundinn heill á húfi Helgi Ingimar Þórðarson sem hefur verið saknað frá því snemma í morgun er fundinn heill á húfi. Umfangsmikil leit að honum hefur staðið yfir í dag og hefur lögreglan og björgunarsveitarmenn komið að henni. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og björgunarbáturinn Þór sömuleiðis ræstur út. Innlent 4. ágúst 2024 14:38
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til aðstoðar við leitina Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út til aðstoðar við leitina að hinum tvítuga Helga Ingimar Þórðarsyni í Vestmannaeyjum sem hefur verið saknað síðan snemma í morgun. Innlent 4. ágúst 2024 13:25
Björgunarbátur ræstur út til leitar að Þjóðhátíðargesti Leit stendur yfir í Vestmannaeyjum að Helga Ingimar Þórðarsyni en hans hefur verið saknað síðan snemma í morgun. Björgunarbáturinn Þór hefur verið ræstur út til leitar á sjó. Innlent 4. ágúst 2024 11:50
Sérsveitin sat um hús í Mosfellsbæ í þrjá tíma Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í útkall í Flugumýri í Mosfellsbæ í gærkvöldi vegna tilkynningar um skothvelli sem barst á tíunda tímanum. Fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru á vettvangi ásamt samningamanni á vegum ríkislögreglustjóra í langan tíma og lokað var fyrir umferð um Skarhólabraut til um eitt í nótt. Innlent 4. ágúst 2024 10:40
Lögregla lýsir eftir Helga Lögreglan í Vestmannaeyjum lýsir eftir Helga Ingimar Þórðarsyni. Helgi er 21 árs gamall, 192 cm á hæð og sást síðast klæddur í svartar buxur, svarta hettupeysu og dökkgrænan bomberjakka. Innlent 4. ágúst 2024 10:10
Laus úr haldi eftir hnífsstungu á Akureyri Ungur karlmaður sem grunaður um að stinga annan með hnífi í miðbæ Akureyrar í fyrrinótt er laus úr haldi ásamt öðrum sem voru handteknir. Varðstjóri segir rannsókn málsins nánast lokið. Innlent 4. ágúst 2024 08:48
Bíll alelda á Hellisheiði Bíll er alelda á Suðurlandsvegi við Kambana á Hellisheiði. Þrír voru í bílnum þegar eldurinn kviknaði en þeir komust allir út af sjálfsdáðum. Lögregla er á leið á vettvang. Innlent 3. ágúst 2024 16:26
Ber á því að ekið sé á sauðfé á Vesturlandi Töluverð umferð hefur verið í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi það sem af er helgi. Lögreglan segir að borið hafi á því að ekið sé á sauðfé í umdæminu. Innlent 3. ágúst 2024 14:06
Fimm í fangaklefa þegar mest lét í Eyjum Engar meiriháttar líkamsárásir eða kynferðisbrot hafa komið upp á þjóðhátið í Vestmannaeyjum til þessa, að sögn lögreglustjórans þar. Fimm sitja í fangaklefa eftir nóttina fyrir ölvun og ólæti. Fólk er byrjað að hæla niður tjöld fyrir hvassviðri sem á að ganga yfir Eyjar í dag. Innlent 3. ágúst 2024 11:08
Ekki talinn í lífshættu eftir hnífsstungu á Akureyri í nótt Hnífstungumál á miðbæjarsvæðinu er til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri eftir fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar þar. Sá slasaði er ekki talinn í lífshættu. Töluvert af fólki var í bænum en að öðru leyti hefur allt gengið vel, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni. Innlent 3. ágúst 2024 09:11