Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 19:45 Gerandinn í stunguárásinni á menningarnótt var handtekinn skömmu eftir árásina. Hann hefur verið ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps og er nú í varðhaldi. Vísir/Bjarni Forráðamenn drengsins, sem er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á menningarnótt, voru handteknir og grunaðir um að hafa komið sönnunargögnum undan við rannsókn málsins. Foreldrar Bryndísar Klöru sem lést eftir árásina segja sorgina óbærilega en vona að hennar saga verði til þess að bjarga mannslífum. Stunguárásin á menningarnótt skók þjóðina og mikil umræða spratt upp um andlega líðan ungmenna og vopnaburð. Gerandinn sem þá var sextán ára gamall veittist með hníf að unglingum sem sátu saman í bíl við Skúlagötu og voru á heimleið eftir tónleika á Arnarhóli. Þrjú börn voru stungin og þeirra á meðal var Bryndís Klara sem lést af sárum sínum tæpri viku eftir árásina, aðeins sautján ára gömul. Gerandinn var fyrrverandi kærasti einnar stúlkunnar í bílnum og hafði elt hana í gegnum staðsetningarapp í síma hennar. „Það er aðdragandi þarna á milli aðila sem var gjörsamlega fyrir utan Bryndísi. Hún vissi ekkert um aðdragandann og hafði aldrei hitt gerandann,“ segir Birgir Karl Óskarsson, faðir Bryndísar. „Þessi árás byrjar í framsætinu og Bryndís og vinkona hennar fara út úr bílnum, koma sér í skjól og gerandinn kemur þá aftur fyrir og inn um dyrnar þar og er að byrja að ráðast á stelpu. Bryndís fer til baka og er að toga hann út úr bílnum þegar hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað.“ Iðunn Eiríksdóttir og Birgir Karl Óskarsson, foreldrar Bryndísar Klöru.Vísir Gerandinn var handtekinn skömmu eftir árásina á heimili sínu og hefur verið ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps. Forráðamenn hans voru einnig handteknir fyrir að hafa komið sönnunargögnum undan og grunaðir um hylmingu. Þau sendu drenginn í sturtu þegar hann kom heim, settu föt hans í þvottavél og komu undan hnífnum sem notaður var í árásinni. Samkvæmt heimildum fann lögregla hnífinn í bakpoka í skottinu á bíl forráðamanna hans. Mál þeirra var sent til héraðssaksóknara en síðar fellt niður vegna fjölskyldutengsla við drenginn en slíkt er refsilaust þegar um nána vandamenn er að ræða. Foreldrar Bryndísar Klöru segja hana hafa verið einstaka stelpu. Sorgin sé óbærileg en þau reyna nú að beina henni í kærleiksríkan farveg í gegnum minningarsjóð sem þau hafa stofnað. Bryndís Klara ásamt móður sinni Iðunni.vísir „Þetta hafði áhrif á svo rosalega marga sem þekktu okkur ekki neitt vegna þess að þetta hefði getað verið hver sem er og maður trúir því aldrei að maður lendi í svona sjálfur. En með sjóðnum getum við haldið hennar minningu á lofti og komið einhverju góðu til leiðar,“ segir Iðunn Eiríksdóttir, móðir Bryndísar. Birgir tekur undir. „Okkar eina ljós er að þetta geti orðið til einhvers. Það er ekkert annað gott sem getur komið út úr þessu nema að þetta muni bjarga einhverjum mannslífum.“ Foreldrar Bryndísar Klöru voru í ítarlegu og opinskáu viðtali í Kompás. Í spilaranum ofar í fréttinni má sjá þáttinn í heild sinni. Kompás Stunguárás við Skúlagötu Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Stunguárásin á menningarnótt skók þjóðina og mikil umræða spratt upp um andlega líðan ungmenna og vopnaburð. Gerandinn sem þá var sextán ára gamall veittist með hníf að unglingum sem sátu saman í bíl við Skúlagötu og voru á heimleið eftir tónleika á Arnarhóli. Þrjú börn voru stungin og þeirra á meðal var Bryndís Klara sem lést af sárum sínum tæpri viku eftir árásina, aðeins sautján ára gömul. Gerandinn var fyrrverandi kærasti einnar stúlkunnar í bílnum og hafði elt hana í gegnum staðsetningarapp í síma hennar. „Það er aðdragandi þarna á milli aðila sem var gjörsamlega fyrir utan Bryndísi. Hún vissi ekkert um aðdragandann og hafði aldrei hitt gerandann,“ segir Birgir Karl Óskarsson, faðir Bryndísar. „Þessi árás byrjar í framsætinu og Bryndís og vinkona hennar fara út úr bílnum, koma sér í skjól og gerandinn kemur þá aftur fyrir og inn um dyrnar þar og er að byrja að ráðast á stelpu. Bryndís fer til baka og er að toga hann út úr bílnum þegar hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað.“ Iðunn Eiríksdóttir og Birgir Karl Óskarsson, foreldrar Bryndísar Klöru.Vísir Gerandinn var handtekinn skömmu eftir árásina á heimili sínu og hefur verið ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps. Forráðamenn hans voru einnig handteknir fyrir að hafa komið sönnunargögnum undan og grunaðir um hylmingu. Þau sendu drenginn í sturtu þegar hann kom heim, settu föt hans í þvottavél og komu undan hnífnum sem notaður var í árásinni. Samkvæmt heimildum fann lögregla hnífinn í bakpoka í skottinu á bíl forráðamanna hans. Mál þeirra var sent til héraðssaksóknara en síðar fellt niður vegna fjölskyldutengsla við drenginn en slíkt er refsilaust þegar um nána vandamenn er að ræða. Foreldrar Bryndísar Klöru segja hana hafa verið einstaka stelpu. Sorgin sé óbærileg en þau reyna nú að beina henni í kærleiksríkan farveg í gegnum minningarsjóð sem þau hafa stofnað. Bryndís Klara ásamt móður sinni Iðunni.vísir „Þetta hafði áhrif á svo rosalega marga sem þekktu okkur ekki neitt vegna þess að þetta hefði getað verið hver sem er og maður trúir því aldrei að maður lendi í svona sjálfur. En með sjóðnum getum við haldið hennar minningu á lofti og komið einhverju góðu til leiðar,“ segir Iðunn Eiríksdóttir, móðir Bryndísar. Birgir tekur undir. „Okkar eina ljós er að þetta geti orðið til einhvers. Það er ekkert annað gott sem getur komið út úr þessu nema að þetta muni bjarga einhverjum mannslífum.“ Foreldrar Bryndísar Klöru voru í ítarlegu og opinskáu viðtali í Kompás. Í spilaranum ofar í fréttinni má sjá þáttinn í heild sinni.
Kompás Stunguárás við Skúlagötu Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels