Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Jón Þór Stefánsson skrifar 18. febrúar 2025 14:01 Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur sem rennur út í dag. Vísir/Vilhelm Maður sem er grunaður um tvær líkamsárásir sætir gæsluvarðhaldi vegna þeirra en líka vegna ólöglegrar dvalar hans hér á landi. Önnur árásanna er sögð hafa verið tilefnislaus og ofsafengin. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hefur verið staðfestur af Landsrétti. Gæsluvarðhaldið rennur út í dag, en ekki liggur fyrir hvort það verði framlengt. Fyrri árásin sem maðurinn er grunaður um er sögð hafa átt sér stað í lok ágústmánaðar. Fram kemur að maðurinn hafi dvalið hjá unnustu sinni í búsetuúrræði, en þar er hann grunaður um að hafa ráðist á konu í úrræðinu veitt henni áverka. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir þá árás, en henni er ekki lýst nánar í úrskurðinum. Brotaþoli lá bólginn og blóðugur Seinni árásin mun hafa átt sér stað 1. febrúar síðastliðinn, en nokkrum dögum áður var manninum tilkynnt að íslensk stjórnvöld hygðust hlutast til um flutning hans frá landinu. Þá var honum gert að sinna tilkynningarskyldu á lögreglustöð alla virka daga næstu 28 daga. Maðurinn er sagður hafa sinnt tilkynningarskyldunni fyrstu þrjá dagana, en svo sagst ekki geta komist vegna veikinda og slæms veðurs. Daginn eftir var óskað eftir aðstoð lögreglu á dvalarstað mannsins. Þegar lögreglu bar að garði lýstu vitni því að maðurinn hefði gengið í skrokk á öðrum manni sem dvaldi þar líka. Hinn grunaði er sagður hafa verið sjáanlega undir áhrifum áfengis og hann hafi streist gríðarlega á móti handtöku. Fram kemur að föt mannsins og hendur hans hafi verið blóðugar. Á meðan hafi maðurinn sem varð fyrir meintri árás legið í herbergi sínu alblóðugur og bólginn í andlitinu. Umrætt herbergi hafi verið í rúst og ýmsir munir brotnir. Hinn grunaði var handtekinn samdægurs en sleppt að lokinni skýrslutöku daginn eftir. Maðurinn sem varð fyrir árásinni sagði árásarmanninn hafa ráðist á sig ítrekað með krepptum hnefa. Þá hafi hann kastað í hann þungum hlutum eins og rafmagnsofni og örbylgjuofni. Lögreglan rannsakaði vettvang tveimur dögum eftir árásina og lagði þá hald á brotinn og blóðugan örbylgjuofn, blóðuga fartölvu, blóðugan tréstól, skrifstofustól og rafmagnsofn. Líka grunaður um að ráðast á unnustuna Unnusta árásarmannsins tjáði lögreglu að hún hefði reynt að ganga á milli mannanna til að vernda þann sem varð fyrir árásinni frá árásarmanninum, en hann hafi þá lamið hana oft í höfuðið. Jafnframt óttaðist konan að hún væri puttabrotin. Tveimur dögum eftir árásina var maðurinn sem varð fyrir henni enn inniliggjandi á Landspítalanum, en fram kom að hann yrði það áfram næstu daga. Í úrskurðinum segir að hann sé margrifbrotinn og með brotið vinstra herðablað. Áætlað væri að hann yrði mænudeyfður vegna áverkanna og að hann myndi þurfa í aðgerð. Þar að auki væri hann mjög bólginn í framan. Vegna alvarleika árásarinnar, en líka vegna þess að hann er grunaður um að aðra árás og ólöglega dvöl hér á landi, og þar að auki vegna þess að hann hefur vanrækt tilkynningarskyldu að minnsta kosti einu sinni, var tekin ákvörðun um að handtaka hann á ný og fara fram á gæsluvarðhald. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það og Landsréttur hefur staðfest þá niðurstöðu. Að mati dómsins er hætta á því að maðurinn myndi torvelda rannsókn málsins myndi hann ganga laus, til að mynda með því að hafa áhrif á vitni. Þá væri hætta á því að hann myndi reyna að komast úr landi, eða komast undan málsókn með öðrum hætti. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hefur verið staðfestur af Landsrétti. Gæsluvarðhaldið rennur út í dag, en ekki liggur fyrir hvort það verði framlengt. Fyrri árásin sem maðurinn er grunaður um er sögð hafa átt sér stað í lok ágústmánaðar. Fram kemur að maðurinn hafi dvalið hjá unnustu sinni í búsetuúrræði, en þar er hann grunaður um að hafa ráðist á konu í úrræðinu veitt henni áverka. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir þá árás, en henni er ekki lýst nánar í úrskurðinum. Brotaþoli lá bólginn og blóðugur Seinni árásin mun hafa átt sér stað 1. febrúar síðastliðinn, en nokkrum dögum áður var manninum tilkynnt að íslensk stjórnvöld hygðust hlutast til um flutning hans frá landinu. Þá var honum gert að sinna tilkynningarskyldu á lögreglustöð alla virka daga næstu 28 daga. Maðurinn er sagður hafa sinnt tilkynningarskyldunni fyrstu þrjá dagana, en svo sagst ekki geta komist vegna veikinda og slæms veðurs. Daginn eftir var óskað eftir aðstoð lögreglu á dvalarstað mannsins. Þegar lögreglu bar að garði lýstu vitni því að maðurinn hefði gengið í skrokk á öðrum manni sem dvaldi þar líka. Hinn grunaði er sagður hafa verið sjáanlega undir áhrifum áfengis og hann hafi streist gríðarlega á móti handtöku. Fram kemur að föt mannsins og hendur hans hafi verið blóðugar. Á meðan hafi maðurinn sem varð fyrir meintri árás legið í herbergi sínu alblóðugur og bólginn í andlitinu. Umrætt herbergi hafi verið í rúst og ýmsir munir brotnir. Hinn grunaði var handtekinn samdægurs en sleppt að lokinni skýrslutöku daginn eftir. Maðurinn sem varð fyrir árásinni sagði árásarmanninn hafa ráðist á sig ítrekað með krepptum hnefa. Þá hafi hann kastað í hann þungum hlutum eins og rafmagnsofni og örbylgjuofni. Lögreglan rannsakaði vettvang tveimur dögum eftir árásina og lagði þá hald á brotinn og blóðugan örbylgjuofn, blóðuga fartölvu, blóðugan tréstól, skrifstofustól og rafmagnsofn. Líka grunaður um að ráðast á unnustuna Unnusta árásarmannsins tjáði lögreglu að hún hefði reynt að ganga á milli mannanna til að vernda þann sem varð fyrir árásinni frá árásarmanninum, en hann hafi þá lamið hana oft í höfuðið. Jafnframt óttaðist konan að hún væri puttabrotin. Tveimur dögum eftir árásina var maðurinn sem varð fyrir henni enn inniliggjandi á Landspítalanum, en fram kom að hann yrði það áfram næstu daga. Í úrskurðinum segir að hann sé margrifbrotinn og með brotið vinstra herðablað. Áætlað væri að hann yrði mænudeyfður vegna áverkanna og að hann myndi þurfa í aðgerð. Þar að auki væri hann mjög bólginn í framan. Vegna alvarleika árásarinnar, en líka vegna þess að hann er grunaður um að aðra árás og ólöglega dvöl hér á landi, og þar að auki vegna þess að hann hefur vanrækt tilkynningarskyldu að minnsta kosti einu sinni, var tekin ákvörðun um að handtaka hann á ný og fara fram á gæsluvarðhald. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það og Landsréttur hefur staðfest þá niðurstöðu. Að mati dómsins er hætta á því að maðurinn myndi torvelda rannsókn málsins myndi hann ganga laus, til að mynda með því að hafa áhrif á vitni. Þá væri hætta á því að hann myndi reyna að komast úr landi, eða komast undan málsókn með öðrum hætti.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira