Enga verkfræðinga á Vopnafjörð, takk Aðgengi að háskólamenntun tökum við flest á Íslandi sem sjálfsögðum hlut, hér höfum við ríkisrekna háskóla án skólagjalda (þó með skrásetningargjöldum) sem eiga að tryggja aðgengi óháð efnahag, við bjóðum upp á námslán í von um að gefa háskólanemum tækifæri á að einbeita sér að námi en ekki vinnu, og við bjóðum upp á fjarnám svo að fólk geti aflað sér æðri menntunar óháð því hvar það býr. Skoðun 13. september 2024 11:01
Kaupmáttarrýrnun háskólamenntaðra Í lok síðasta árs fóru helstu hagsmunaaðilar almenna vinnumarkaðarins mikinn og töluðu um mikilvægi þess að skapa þjóðarsátt á sameiginlegu borði. Skoðun 13. september 2024 10:33
LHÍ stefnir á Skólavörðuholtið í stað Tollhússins Stefnt er á að öll starfsemi og allar deildir Listaháskóla Íslands (LHÍ) muni sameinast undir einu þaki í núverandi húsnæði Tækniskólans á Skólavörðuholti árið 2029. Áður hafði verið lagt upp með að Listaháskólinn ætti framtíðarhúsnæði í Tollhúsinu. Óskin kemur frá LHÍ og ráðherra segir hugmyndina afar skynsamlega. Innlent 11. september 2024 11:43
„Litla þjóð sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast“ Setning þingsins var að þessu sinni söguleg. Guðrún Karls Helgudóttir tók við embætti biskups Íslands nýverið og kom að hinni kirkjulegu athöfn. Og Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti landsins, ávarpaði þingið fyrsta sinni og kom hún víða við í ræðu sinni. Innlent 10. september 2024 14:53
661 barn á biðlista eftir plássi í leikskólum Reykjavíkurborgar Alls bíður 661 barn nú eftir því að fá pláss í leikskóla á vegum Reykjavíkurborgar, samkvæmt svörum skóla- og frístundaráðs við fyrirspurn Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Innlent 10. september 2024 06:29
Minni munur á launum verkafólks og háskólagenginna Varaformaður BHM segir minni mun á launum háskólamenntaðra og verkafólks hér á landi en í öðrum Evrópulöndum. Heildarkostnaður við að fara í háskólanám hlaupi á tugum milljóna sem verði að umbuna fyrir. Innlent 9. september 2024 19:19
Lögreglan endurtekið kölluð til vegna slagsmála nemenda FS Lögreglufólk á tveimur bílum sinnti útkalli í Fjölbrautarskóla Suðurnesja í hádeginu vegna slagsmála. Þrjár vikur eru liðnar síðan lögregla stöðvaði átök á nýnemakvöldi í skólanum. Innlent 9. september 2024 14:46
Reglur um fæðingarstyrk geri ráð fyrir einsleitum hópi námsmanna Þórdís Dröfn Andrésdóttir formaður Samband íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, segir nauðsynlegt að breyta reglum um greiðslur til námsmanna úr fæðingarorlofssjóði þannig þær taki mið af fjölbreyttari hópi námsmanna. Þá þurfi einnig að hækka greiðslurnar. Innlent 9. september 2024 09:24
Munurinn nemur þriggja ára skólagöngu Mikill munur er á leikskólagöngu barna foreldra sem fæddust á Íslandi og barna innflytjenda. Börn innflytjenda sem sækja leikskóla eru hlutfallslega talsvert færri en börn innfæddra og ganga gjarnan seinna í leikskóla. Þessi þróun ýti undir mismunun í skólakerfinu og á vinnumarkaðnum. Það geri heimgreiðslur sömuleiðis. Innlent 9. september 2024 06:45
Ég svelt þá í nafni kvenréttinda „Ég svelt þá í nafni kvenréttinda” eru orð foreldris sem mætti á borgaraþing um málefni 0-6 ára í Reykjavík vegna gagnrýni á heimgreiðslur. Skoðunin er sennilega speglun á skoðun margra heimila í sömu stöðu sem eru búin með fæðingarorlofið og róa þungan róður vegna tekjutaps því að dagvistunarpláss eru af skornum skammti. Skoðun 8. september 2024 14:02
Bókin er minn óvinur Ég var tossi sem gat ekki lesið mér til gagns og ég var með hníf í vasanum, af hverju skyldi það vera? Skoðun 8. september 2024 09:31
Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis: Brettum upp ermar! Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis, þann 8. september, hefur Félag læsisfræðinga á Íslandi (FLÍS) sent upplýsingar til leik- og grunnskóla varðandi hvernig aðstoða má foreldra við að efla læsi barna sinna. Leikskólar fengu sendar upplýsingar, til að deila með foreldrum, um gildi þess að lesa fyrir börn frá unga aldri þar sem grunnur að góðum málþroska og læsi er lagður strax á fyrstu æviárum barnsins. Skoðun 8. september 2024 07:02
Leikskólabörn og 88 ára harmoníkuleikari Það skapaðist skemmtileg stemming í Garðabæ í gær þegar leikskólabörn heimsóttu 88 ára gamlan harmoníkuleikara í nágrenni leikskólans og sungu nokkur hressileg lög með honum. Innlent 7. september 2024 20:05
Rausnarskapur Kiwanisklúbbsins Ölvers í Þorlákshöfn Skólastjóri Grunnskóla Þorlákshafnar á ekki orð yfir rausnarskap félaga í Kiwanisklúbbnum Ölver í bæjarfélaginu, sem bauð nemendum í 8. og 9. bekk í vikunni í dagsferð í Landmannalaugar. Boðið var upp á fjölbreyttar veitingar í ferðinni, sem voru allar í boði klúbbsins, auk rútuferðarinnar. Innlent 7. september 2024 15:05
Er Kópavogsmódelið ógn við jafnrétti? Hvert er hlutverk leikskóla? Hlutverk leikskóla er ekki að gefa foreldrum tækifæri til að sinna sínum starfsframa. Skoðun 6. september 2024 18:31
Leikskólarnir eru fjöregg samfélagsins Kópavogsmódelið í leikskólamálum, sem snýst um að hækka kostnað eða stytta dvalartíma, hefur verið þó nokkuð til umræðu að undanförnu. Í grófum dráttum má segja að umræðan hafi tvístrað fólki í tvo hópa. Skoðun 6. september 2024 17:32
Októberfest, opið bréf/erindi til Stúdentaráðs, rektors, Háskólaráðs Háskóla Íslands og háskólaráðherra Nú um þessar mundir eins og undanfarin haust boðar Stúdentaráð Háskóla Íslands til Októberfest – bjór-fylleríshátíðar innfluttrar frá Suður-Þýskalandi. Fylleríið er haldið á lóð Háskóla Íslands, skóla allra landsmanna, þá væntanlega með leyfi rektors og Háskólaráðs. Skoðun 6. september 2024 15:03
Skoða ábendingar um mann sem elti börn í Fossvogi Skólastjórnendur í Fossvogsskóla í Reykjavík hafa upplýst lögreglu um karlmann sem hafi verið að elta börn eftir skólatíma á svæðinu. Sá er sagður snoðklipptur, hlaupahjólsnotandi og reykingamaður sem talar ekki íslensku. Innlent 6. september 2024 15:01
Kópavogsmódelið - Hagsmunir og þarfir barna Leikskólar á Íslandi eru fyrsta skólastigið og er metnaður í starfi leikskólana greinilegur. Því þurfa þeir að fá tækifæri til þess að sinna þróun á lærdómssamfélagi barna, foreldra og kennara. Skoðun 6. september 2024 13:31
Kópavogsmódelið er lífgjöf til leikskólans Ísland er eina Evrópuríkið sem hefur tekist að stytta vinnutíma launafólks verulega á síðustu árum með því markmiði að gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna (bsrb.is). Eiga börnin okkar ekki að njóta góðs af því? Skoðun 6. september 2024 09:01
Kópavogsmódelið: Kvenréttindafélagið og BSRB á villigötum Kvenréttindafélag Íslands og BSRB hafa stigið fram og gagnrýnt Kópavogsmódelið undir þeim formerkjum að breytingarnar séu bakslag í jafnréttisbaráttunni. Slíkar yfirlýsingar standast ekki skoðun. Skoðun 5. september 2024 20:02
Fjárfestum í börnum framtíðarinnar með því að fjárfesta í kennurum Við sitjum á ákveðnum tímamótum en í vor gengu kennarafélögin í leik-, grunn- og framhaldsskóla sameinaðir til viðræðna varðandi kaup og kjör. Ekki hefur enn verið samið við þessi félög og nú erum við kominn inn í september. Skoðun 5. september 2024 18:32
Kópavogsleiðin – fyrir hverja? Ég er leikskólakennari og foreldri leikskólabarns í Kópavogsbæ. Hið svokallaða Kópavogsmódel hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið og er þá áherslan nánast eingöngu lögð á neikvæða reynslu foreldra í samtökunum SAMLEIK og að þetta tiltekna módel sé stærsta bakslag í sögu jafnréttisbaráttu kvenna. Mig langar að koma með mína reynslu af þessum stóru og mikilvægu breytingum. Skoðun 5. september 2024 17:32
Vilja sýna hluttekningu með frestun á stóru balli Skólameistari Fjölbrautarskólans við Ármúla hefur ekki orðið var við hnífaburð nemenda í skólanum. Hann telur nemendur orðna það þroskaða að átta sig á afleiðingum sem slíkt gæti haft í för með sér. Stóru nýnemaballi hefur verið frestað um eina til tvær vikur. Innlent 5. september 2024 15:49
Nýnemaballi fimm skóla frestað Sameiginlegu nýnemaballi fimm framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu hefur verið frestað vegna hnífstunguárásarinnar mannskæðu sem framin var á menningarnótt. Innlent 5. september 2024 14:45
Stytting vinnuvikunnar hjá grunnskólakennurum Síðan ákveðið var að innleiða styttingu vinnutíma hjá grunnskólakennurum hef ég lagt höfuðið í bleyti og reynt að sjá fyrir mér þennan gjörning raungerast í sátt miðað við þær forsendur sem eru gefnar. Skoðun 5. september 2024 11:02
Það versta er að bíða og gera ekki neitt Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt inn fyrirspurnir til Reykjavíkurborgar og skóla og frístundaráðs hvort verið sé að bíða eftir hvaða skref ráðherra barnamála taki í lestrarkennslumálum eða hvort sviðið ætli að leggja fram sínar hugmyndir um t.d. hvernig hægt er að styðja börn enn frekar í lestrarnámi með það að markmiði að auka lesskilning? Skoðun 5. september 2024 10:02
Fueling Our Future: Ensuring Fresh, Nutritious Meals for Every Child in School As a British expat living in Iceland, I have watched the slow but steady decline in the welfare of children back home with a mix of sadness and frustration. Over the past decade, brutal austerity measures have deeply impacted families, pushing many into poverty. It's a reality that many in the UK grapple with daily, and it's one that isn't discussed nearly enough. One of the most distressing aspects of this decline is the growing issue of child malnutrition. In a country as wealthy as Britain, it's hard to imagine that children are going hungry, but the truth is stark and undeniable. Skoðun 4. september 2024 17:31
Gjaldtöku á bílastæðum háskólans frestað Gjaldtöku fyrir bílastæði við Háskóla Íslands hefur verið frestað fram yfir áramót. Ætlað var að almenn gjaldtaka yrði innleidd á háskólasvæðinu með fyrsta september en fram kemur í tilkynningu frá háskólanum að vinna við innleiðinguna hafi tekið lengri tíma en ætlað var og því hafi verið tekin sú ákvörðun að fresta henni. Innlent 4. september 2024 15:55
Málmleitartæki á öllum framhaldsskólaböllum Málmleitartæki verða notuð í öryggisgæslu á framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forsvarsmanns Go öryggi. Fyrirtækið hafi séð um öryggi á slíkum böllum um árabil og leitast sé við að nemendum líða vel. Tónlistarhátíð í Árbæ hefur verið frestað vegna álags hjá lögreglu. Innlent 4. september 2024 13:22