Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Ég fæddist inn í pólitískan líkama“

Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns tók við sem fyrsti formaður Pírata í lok síðasta mánaðar. Oktavía er jafnframt fyrsti stjórnmálaleiðtoginn sem er kynsegin. Hán leggur mikla áherslu á öryggi, menningu og að fjölbreytileikinn fái að skína. Hán ólst upp í Danmörku og segist stundum eiga erfitt með að skilja íslenska kaldhæðni.

Innlent
Fréttamynd

„Þessar fréttir ollu mér og fleirum van­líðan“

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins, gagnrýnir vinnubrögð Matvælastofnunar í máli hundsins Úlfgríms en til stendur að aflífa hundinn. Hún segir fréttir af málinu hafa valdið sér vanlíðan og reiði. 

Innlent
Fréttamynd

Berg­þór með brjósklos og blæs á slúður

Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir enga safaríka sögu á bak við þá staðreynd að hann sé frá störfum á Alþingi á sama tíma og fréttist að sambýliskona hans sé hætt störfum fyrir flokkinn. Um tilviljun sé að ræða en Bergþór liggur flatur með brjósklos.

Innlent
Fréttamynd

Svan­dís stígur til hliðar

Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi ráðherra, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Vinstri grænna á næsta landsfundi flokksins. Hún hefur verið formaður í rúmt ár.

Innlent
Fréttamynd

Sig­mundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verður meðal þátttakenda í pallborðsumræðum ásamt öðrum fulltrúum evrópskra hægri-íhaldsflokka í Róm á Ítalíu í kvöld. Í pallborðinu verður einnig Kemi Badenoch, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, auk annarra, en Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu og leiðtogi Bræðralags Ítalíu, er gestgjafi viðburðarins.

Innlent
Fréttamynd

Lauf­ey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum

Laufey Rún Ketilsdóttir hefur látið af störfum fyrir þingflokk Miðflokksins. Laufey hóf störf fyrir þingflokkinn í október í fyrra en þar áður gegndi hún starfi upplýsingafulltrúa Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Innlent
Fréttamynd

Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hefur tilkynnt að hún muni bjóða sig fram í borgarstjórnarkosningum í vor. Það gerir hún undir merkjum nýs framboðs, Vors til vinstri, en þó ætlar hún ekki að segja sig úr Sósíalistaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Stað­setning Ís­lands „hernaðar­lega mjög mikil­væg“

Allsherjarvarnir og öryggisviðbúnaður voru ofarlega á baugi þegar forsætisnefnd Norðurlandaráðs hittist á fundi á Íslandi fyrr í þessari viku. Nefndin heimsótti meðal annars varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli og kynnti sér varnarsamstarf Íslands við bandalagsríki. Fulltrúi Íslands í nefndinni segir staðsetningu Íslands mikilvæga í hernaðarlegu tilliti og því hafi mikla þýðingu að fundur nefndarinnar hafi farið fram hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Vind­myllur Þórðar Snæs

Framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, Þórður Snær Júlíusson, birtir reglulega pistla á þessum vettvangi og öðrum um það hversu mjög stoltur hann er af ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur og móðgaður yfir framferði stjórnarandstöðunnar.

Skoðun
Fréttamynd

Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Ís­landi

Hugtak um fjöldabrottflutning fólks af erlendum uppruna sem var þar til nýlega bundið við ystu hægri öfgar í Evrópu er byrjað að láta á sér kræla í íslenskri stjórnmálaumræðu. Varaþingmaður Miðflokksins gerði því nýlega skóna að reka íslenskan ríkisborgara úr landi í samfélagsmiðlafærslu.

Innlent
Fréttamynd

Gjald­taka af bílum sé hærri en fjár­fram­lög til vega­gerðar

Sigríður Á. Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um kílómetragjald sé ekki tilbúið að taka gildi eins og stefnt er að um áramótin, og gerir við það ýmsar athugasemdir. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að frumvarpið hafi orðið til á síðasta vorþingi og hafi tekið ýmsum breytingum og fengið góða umfjöllun í nefnd.

Innlent
Fréttamynd

Vest­firðingar sjá fram á þrenn ný jarð­göng

Miklar vegabætur er ráðgerðar á Vestfjörðum á næstu fimmtán árum, þar á meðal þrenn ný jarðgöng, samkvæmt nýbirtri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá verður Bíldudalur tengdur Dynjandisheiði með bundnu slitlagi.

Innlent
Fréttamynd

Vill skoða úr­sögn úr EES

Snorri Másson, varaformaður Miðflokksins, telur hagsmunum Íslands betur borgið utan EES ef innflytjendum á Íslandi heldur áfram að fjölga örar en Íslendingum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir hugmyndir Snorra vanhugsaðar og sakar Miðflokkinn um að vilja svipta Íslendinga þeim réttindum sem EES tryggi þeim.

Innlent
Fréttamynd

Helgi Val­berg tekur við ritarastöðunni

Helgi Valberg Jensson, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu, tekur við sem ritari þjóðaröryggisráðs um næstu mánaðarmót. Forsætisráðherra féllst á tillögu Þórunnar J. Hafstein, fráfarandi ritara, að hún láti af störfum.

Innlent
Fréttamynd

Stór á­fangi Borgarlínu af­greiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu

Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur samþykkti í gær að auglýsa tillögu að nýju deiluskipulagi vegna Borgarlínu og hefur málinu verið vísað til borgarráðs. Um er að ræða breytingu sem varðar stóran hluta af fyrsta áfanga Borgarlínu sem snýr að skipulagi við Suðurlandsbraut frá Skeiðarvogi að Lágmúla. Tillagan hefur verið umdeild en borgarfulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks lýstu hörðum mótmælum við áformin í bókunum við afgreiðslu málsins í ráðinu.

Innlent
Fréttamynd

Styrkirnir ekki aug­lýstir: Segir Mið­flokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina

Utanríkisráðherra segir eðlilegt að þær hreyfingar sem fyrir eru á fleti fái styrk til að efla umræðu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu. Styrkirnir voru ekki auglýstir til úthlutunar en Evrópuhreyfingin og Heimssýn fá tíu milljónir hvor um sig í þágu umræðu um fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við sambandið. Þingmaður Miðflokksins krafði ráðherra svara um ferlið vegna styrkveitinganna og gaf í skyn að stofnanir ESB hafi reynt að hafa afskipti af innanríkismálum Íslands. Ráðherra brást við með því að segja Miðflokkinn óttast þjóðina og haldna „hysteríu“ um ESB.

Innlent
Fréttamynd

„Stóra-Hraun mun rísa“

Vinna stendur enn yfir við undirbúning vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar nýs fangelsis að Stóra-Hrauni og er útboð vegna jarðvegsvinnu væntanlegt. Þetta segir dómsmálaráðherra sem segir afstöðu sína algjörlega óbreytta hvað varðar uppbyggingu fangelsisins. Hins vegar taki verkefni af þessum toga töluverðan tíma og hún hafi staldrað við þann mikla kostnað sem fyrri ríkisstjórn hafi gert ráð fyrir að færi í verkefnið og því hafi hún viljað láta skoða hvernig mætti ná kostnaði niður.

Innlent