Ölfus

Fréttamynd

Sækja á fjórða milljarð króna

Landeldisfélagið First Water í Þorlákshöfn hefur lokið hlutafjáraukningu fyrir um 3,5 milljarða króna. Meirihluti hlutafjáraukningarinnar er frá nýjum hluthöfum en einnig var góð þátttaka frá núverandi hluthöfum. Þrír lífeyrissjóðir koma inn sem nýir hluthafar og eru nú átta af tíu stærstu lífeyrissjóðum landsins í hluthafahópi First Water. Fjárfestingarfélagið Stoðir eru eftir sem áður stærsti hluthafi félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eldur í bíl á Hellis­heiði

Lögreglunni á Suðurlandi var fyrir stuttu tilkynnt um eld í bíl á Hellisheiði. Samkvæmt upplýsingum frá Einar Sigurjónssyni aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á Suðurlandi gat ökumaður sjálfur slökkt eldinn og svo ekið bílnum af vettvangi. 

Innlent
Fréttamynd

Tími til kominn

Það var ánægjulegt að lesa grein meirihluta Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ölfuss á dögunum þar sem sett er fram prýðilega rökstudd og metnaðarfull hugmynd um byggingu hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn.

Skoðun
Fréttamynd

Hjúkrunar­heimili í Þor­láks­höfn

Það er ólíðandi að núna á meðan þú lest þessa grein bíði um 800 manns eftir hjúkrunarrými á Íslandi. Þar af eru um 150 í svokölluðu „biðrými“ á spítala sem oft eru gangar, geymslur eða önnur óviðunandi úrræði.

Skoðun
Fréttamynd

Lúkas Geir á­frýjar eins og hinir tveir

Lúkas Geir Ingvarsson hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands í Gufunesmálinu svokallaða. Lúkas Geir var dæmdur í sautján ára fangelsi fyrir aðild sína að andláti Hjörleifs Hauks Guðmundssonar í mars. Stefán Blackburn, sem einnig var dæmdur í sautján ára fangelsi, og Matthías Björn Erlingsson, hafa einnig áfrýjað sínum dómi. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Lúkasar, staðfestir það.

Innlent
Fréttamynd

Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar

Notendur hraðhleðslustöðvari Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun munu nú þurfa að bíða örlítið lengur noti þeir stöðina því henni á að breyta í hverfishleðslustöð. Breytingin kemur til vegna bilunar.

Innlent
Fréttamynd

Tálbeitan á­kærð fyrir rangt brot

Unga konan sem ákærð var fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni í Gufunessmálinu var sýknuð þar sem ekki þótti sannað að ásetningur hennar hefði staðið til þess að fórnarlambið yrði beitt ofbeldi. Í dóminum er tekið fram að háttsemi sem hún gekkst við hefði mátt heimfæra sem hlutdeild í fjárkúgun, sem varðar allt að sex ára fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Létu sér and­lát Hjör­leifs í léttu rúmi liggja

Hafið er yfir skynsamlegan vafa að Stefáni Blackburn, Lúkasi Geir Ingvarssyni og Matthíasi Birni Erlingssyni gat ekki dulist að afleiðingar af ofbeldi þeirra gegn Hjörleifi Hauki Guðmundssyni gætu orðið þær að hann myndi deyja en að þeir hafi látið sér það í léttu rúmi liggja.

Innlent
Fréttamynd

Af­plána lík­legast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni

Afbrotafræðingur segir þunga dóma í Gufunesmálinu ekki koma á óvart og að mennirnir muni líklegast afplána í fjögur til fimm ár á Litla hrauni. Svo virðist sem að dómar yfir ungu fólki séu að þyngjast nýlega en erfitt að segja hvort það sé vegna aukinnar umræðu um ofbeldi og vopnaburð meðal ungmenna.

Innlent
Fréttamynd

Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“

Þeir Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi og Matthías Björn Erlingssyni í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða. „Það eru ekki alltaf jólin,“ sagði Stefán skömmu eftir dómsuppsögu.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi

Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi og Matthías Björn Erlingssyni í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands. Ekkju hins látna voru dæmdar ellefu milljónir króna í bætur og syni hans sex milljónir.

Innlent
Fréttamynd

40 ára af­mæli Þorlákskirkju fagnað í Þor­láks­höfn

Biskup Íslands verður í Þorlákshöfn í dag en ástæðan er 40 ára afmæli Þorlákskirkju en sérstök hátíðarmessa af því tilefni verður klukkan 14:00. Þá verða nokkrir viðburðir á næstu dögum og vikum í tilefni afmælisins, meðal annars tónleikar með Lúðrasveit Þorlákshafnar.

Innlent
Fréttamynd

Troð­full Þorlákskirkja minntist Karls Sig­hvats­sonar

Minningarhátíðin Karlsvaka var haldin í Þorlákskirkju sunnudaginn 7. september í tilefni af 75 ára fæðingarafmæli tónlistarmannsins Karls Sighvatssonar sem lést langt fyrir aldur fram 1991. Fjölmargir frábærir tónlistarmenn komu fram á hátíðinni og var kirkjan þétt setin.

Tónlist
Fréttamynd

Ein­vala­lið kemur fram á Karlsvöku

Minningarhátíðin Karlsvaka verður haldin í Þorlákskirkju sunnudaginn 7. september í tilefni af 75 ára fæðingarafmæli tónlistarmannsins Karls Sighvatssonar sem lést langt fyrir aldur fram 1991. Fjölmargir frábærir tónlistarmenn koma fram á hátíðinni.

Tónlist
Fréttamynd

Drengurinn fannst heill á húfi

Drengur sem leitað var í Ölfusborgum síðan síðdegist í gær fannst heill á húfi. Í kjölfarið var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi til aðhlynningar og er nú kominn í faðm fjölskyldu sinnar.

Innlent
Fréttamynd

Lögðu hald á snák eftir al­var­lega líkams­á­rás

Einn var handtekinn eftir alvarlega líkamsárás í Þorlákshöfn en sá gisti fangageymslu lögreglunnar á Suðurlandi í nótt. Brotaþoli var fluttur umsvifalaust á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem er hlúð að honum. Lögreglan gerði snák upptækan á vettvangi. 

Innlent
Fréttamynd

Glímdi við veikindi fyrir and­látið sem breyttu per­sónu­leika hans

Lækn­ir hjá minn­is­mót­töku Land­spít­alans segir Hjörleif Hauk Guðmundsson, manninn sem lét lífið í Gufunesmálinu svokallaða, hafa glímt við veikindi í aðdraganda andlátsins. Þetta kom fram í framburði læknisins sem gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suður­lands í dag.

Innlent
Fréttamynd

Með mikla á­verka og mjög kaldur þegar hann fannst

Réttarmeinafræðingur, sem framkvæmdi réttarkrufningu á Hjörleifi Hauki Guðmundssyni, gaf skýrslu við aðalmeðferð Gufunesmálsins svokallaða í dag. Hann sagði dánarorsökina hafa verið skaða á öndunarfærum Hjörleifs og að ofkæling hafi ekki bætt úr skák.

Innlent
Fréttamynd

Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn

Karl og kona, sem eru talin hafa brennt íþróttatösku sem innihélt sönnunargögn í Gufunesmálinu svokallaða, báru vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Svo virðist sem grunur sé um að þau hafi tekið við töskunni frá Stefáni Blackburn, einum sakborningi málsins.

Innlent
Fréttamynd

Sagði til mynd­bönd af Matt­híasi að berja menn í tál­beitu­að­gerðum

Tvö vitni í Gufunesmálinu svokallaða lýstu því fyrir dómi í dag að Matthías Björn Erlingsson, einn sakborninga í málinu, hafi verið virkur þátttakandi í svokölluðum „tálbeituhópi“. Annað vitnanna sagði Lúkas Geir Ingvarsson, annan sakborning, tilheyra sama hópi og að myndbönd væru til af Matthíasi þar sem hann beitti meinta barnaníðinga ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

„Tesla er ekki málið til að standa í svona“

Rúmlega níutíu mínútna myndband var spilað við aðalmeðferð Gufunessmálsins svokallaða, sem sýndi ferðir fjögurra sakborninga málsins. Myndbandið sýndi frá aðdraganda þess að brotaþolinn, sem síðar lést, var numinn á brott og allt þar til hann fannst látinn um fimm tímum síðar á göngustíg í Gufunesi. 

Innlent
Fréttamynd

„Hann var hræddur, eigin­lega al­veg skít­hræddur“

Átján ára karlmaður sem ákærður er fyrir peningaþvætti í Gufunesmálinu svokallaða segist hafa verið hræddur þegar þrjár milljónir króna voru lagðar inn á bankareikning hans. Hann sagðist hafa tekið við skipunum og aldrei vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Móðir hans segir hann hafa leitað sjálfur til lögreglu enda hafi hann verið skíthræddur.

Innlent