Landslið karla í körfubolta

Fréttamynd

Fékk vægt á­fall: „Með fullt af missed calls“

Landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson kveðst hafa fengið vægt sjokk og síminn hafi logað þegar ranglega var greint frá því að hann hefði samið við Íslandsmeistara Stjörnunnar. Hann er á leið til Spánar í haust en öll hans einbeiting er á komandi Evrópumóti.

Körfubolti
Fréttamynd

„Sýna að maður eigi það skilið“

Almar Orri Atlason, leikmaður Bradley-háskóla í Bandaríkjunum, er bjartsýnn þegar kemur að sæti í lokahóp íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í körfubolta. Hann ræddi við Val Pál Eiríksson um landsliðsæfingar síðustu daga.

Körfubolti
Fréttamynd

„Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“

„Líkamlega hef ég sjaldan verið betri á þessum tíma árs,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, um standið á sér. Martin hefur glímt við meiðsli undanfarin ár en er klár í slaginn fyrir EM og hefur haldið sér vel við í sumar.

Körfubolti
Fréttamynd

„Erum að ein­blína á það sem er að gerast á vellinum“

Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir það jákvætt að svo margir leikmenn séu nálægt því að komast í lokahópinn fyrir EM sem fram fer í Kýpur, Finnlandi, Póllandi og Lettlandi. Hann segist ekki hafa séð viðtalið sem Kristófer Acox fór í og hafði lítið um það að segja.

Körfubolti
Fréttamynd

Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið

Kristófer Acox er ekki í æfingahópi íslenska landsliðsins fyrir komandi Evrópumót sem hefst í lok ágúst. Tíðindin koma mörgum á óvart en þó ekki honum sjálfum. Landsliðsþjálfarinn tjáði honum í febrúar að hann myndi aldrei velja hann aftur.

Körfubolti
Fréttamynd

„Trúi á fyrir­gefningu og að fólk eigi að fá annað tæki­færi“

Sérfræðingar Bónus körfuboltakvölds eru sammála því að komandi úrslitakeppni sé mikilvæg á margan hátt fyrir Kristófer Acox leikmann Vals, bæði er varðar að bæta við titli í safnið en einnig varðandi mögulegt sæti hans í íslenska landsliðinu fyrir komandi Evrópumót en Kristófer hefur ekki verið valinn í liðið upp á síðkastið.

Körfubolti
Fréttamynd

Miða­salan á EM er hafin

Miðasala á leiki Íslands á Evrópumóti karla í körfubolta, sem fram fara í Katowice í Póllandi í lok ágúst og byrjun september, hófst klukkan 11 í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Pól­land valdi Ís­land með sér á EM: Lægri reikningur og betri að­staða

Samningaviðræður á milli Póllands og Íslands eru í höfn og verða þjóðirnar saman í D-riðli á EM í körfubolta í lok ágúst. Framkvæmdastjóri KKÍ segir þetta þýða einfaldara skipulag, lægri reikning og betri aðstöðu fyrir Ísland. Það er jafnframt ljóst að Ísland verður í riðli með Luka Doncic og félögum frá Slóveníu.

Körfubolti