Fréttir

Fréttamynd

Meðal­bíla­leigu­bíllinn verði fyrir mestum á­hrifum

Nýskráningar bíla í nóvember voru tæplega þrefalt fleiri en í sama mánuði í fyrra. Mikla aukningu má líklegast rekja til hækkunar vörugjalda um áramótin að sögn framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Bílaleigur sem ekki kaupa rafbíla verði fyrir hvað mestum áhrifum.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ó­víst hvort Guð­mundur Ingi snúi aftur í ráðu­neytið

Óvíst er hvort Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra muni snúa aftur til starfa í menntamálaráðuneytið eftir að veikindaleyfi hans nú lýkur. Hann er á leið í opna hjartaskurðaðgerð og tíminn þarf að leiða í ljós hvernig bataferli hans verður.

Innlent
Fréttamynd

Kanna á­huga á mögu­legu fram­boði Guð­laugs í borginni

Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup eru nú spurðir út í mögulegt framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til borgarstjórnar. Sjálfur segist Guðlaugur ekki standa að baki könnuninni, hann hafi í nógu að snúast í þinginu þó hann gefi líkt og áður ekkert upp um hvort hann stefni á að sækjast eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni sem Hildur Björnsdóttir vermir nú.

Innlent
Fréttamynd

Lögðu á ráðin um sprengju­á­rásir í Kali­forníu

Fjórir menn hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um að sprengja sprengjur víðsvegar um Kaliforníu á nýárskvöld og ráðast á skotmörk sem tengjast Innflytjenda- og tollaeftirliti Bandaríkjanna (ICE). Mennirnir eru sagðir tilheyra anga samtaka sem kallast Turtle Island Liberation Front.

Erlent
Fréttamynd

Vistunin sé kerfis­bundið brot á mann­réttindum

Félag bráðalækna telur vistun sjúklinga í bílskúr bráðamóttökunnar vera kerfisbundið brot á mannréttindum þeirra. Það sé daglegt viðfangsefni að leysa öryggisógnir vegna plássleysis en vandamálið sé ekki bráðamóttakan sjálf heldur heilbrigðiskerfið í heild.

Innlent
Fréttamynd

Grönduðu kaf­bát í fyrsta sinn með neðansjávardróna

Útsendarar einnar af leyniþjónustum Úkraínu, sem kallast Öryggisþjónusta Úkraínu (SBU), grönduðu rússneskum kafbáti við bryggju í Novorossiysk við Svartahaf í Rússlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að kafbáti sé grandað með neðansjávardróna.

Erlent
Fréttamynd

Þau eru til­nefnd sem maður ársins

Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á manni ársins árið 2025 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið.

Innlent
Fréttamynd

Segir Reiner hafa verið myrtan vegna and­úðar í sinn garð

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andúð leikstjórans Robs Reiner á sér hafi leitt til þess að hann hafi verið myrtur. Ekkert liggur fyrir um tilefni þess að Reiner og Michele eiginkona hans voru myrt en fregnir hafa borist af því að sonur þeirra hafi verið handtekin og sé grunaður um að hafa framið morðin.

Erlent
Fréttamynd

Stór mál standa enn út af

Stór mál standa enn út af á Alþingi nú þegar einungis þrír þingfundir eru eftir á árinu, samkvæmt starfsáætlun. Formaður Sjálfstæðisflokksins biðlar til ríkisstjórnar um að hætta að hækka skatta.

Innlent
Fréttamynd

Í takt við það sem verið hefur

Breyttar innritunarreglur í framhaldsskóla fela ekki í sér hugmyndafræðilega breytingu að mati Guðjóns Hreins Haukssonar formanns Félags framhaldsskólakennara. Hann segir þær í raun staðfesta það sem iðkað hefur verið áratugum saman að skólinn sé fyrir alla.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast þess enn að Úkraínu­menn hörfi frá Donbas

Bandaríkjamenn hafa farið fram á það við Úkraínumenn að þeir gefi eftir það landsvæði sem þeir stjórna enn á Donbas-svæðinu svokallaða og segja að slíkt sé skilyrði fyrir friðarviðræðum við Rússa. Þá þykir orðið ólíklegt að hægt verði að nota frystar eigur Rússa í Belgíu til að fjármagna lán handa Úkraínumönnum og er það meðal annars vegna þrýstings frá Washington DC.

Erlent
Fréttamynd

Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester

Lenda þurfti flugvél Icelandair á leið til Manchester í Englandi í Liverpool í dag vegna lokunar á annarri tveggja flugbrauta flugvallarins í Manchester. Eftir að fyllt hafði verið á eldsneytistanka flugvélarinnar í Liverpool var flogið til Manchester, þar sem vélinni var lent tæpum tveimur klukkustundum á eftir áætlun.

Innlent
Fréttamynd

Spjótin beinast að syni Reiners

Rob Reiner og eiginkona hans, Michele eru sögð hafa verið myrt af syni þeirra sem þau voru að rífast við. Ein af dætrum þeirra hjóna er sögð hafa komið að líkunum í gær og sagt lögreglunni að þau hafi verið myrt af bróður hennar, sem heitir Nick Reiner og er 32 ára gamall.

Erlent
Fréttamynd

Ekki lengur hægt að breiða yfir sann­leikann

Í dag mun rannsóknanefnd sem Alþingi skipaði til að rannsaka aðdraganda og eftirmál snjóflóðsins í Súðavík fyrir þrjátíu árum skila skýrslu sinni. Kona sem missti dóttur sína í flóðinu segist vona að sannleikurinn fái loksins að koma í ljós.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir á­rásina

Ráðamenn í Ástralíu hafa samþykkt sín á milli að herða löggjöf ríkisins þegar kemur að skotvopnum, sem þykir þegar nokkuð ströng. Það er í kjölfar þess að feðgar skutu fimmtán manns til bana, þar á meðal eina tíu ára stúlku, og særðu tugi til viðbótar á Bondi-strönd um helgina.

Erlent
Fréttamynd

Vinstri beygjan bönnuð

Nú er bannað að beygja til vinstri þegar ekið er um Bríetartún í Reykjavík og að gatnamótum við Borgartún.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­menn Louvre mót­mæla slæmum að­stæðum

Stór hluti starfsmanna Louvre-safnsins, þess vinsælasta í heiminum, fór í almennt verkfall í dag en mikið hefur gengið þar á að undanförnu. Forsvarsmenn verkalýðsfélaga hafa lýst ástandinu í safninu sem krísu og hefur starfsfólk ítrekað kvartað undan ónægum öryggisráðstöfunum, of mörgum gestum og erfiðum starfsskilyrðum.

Erlent