Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Fyrrverandi lögreglumenn sem njósnuðu um fólk fyrir hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar buðu fyrst þjónustu sína lögmönnum sem undirbjuggu málsókn gegn Björgólfi. Einn lögmannanna segir að aðeins hafi verið rætt um lögmæta gagnaöflun. Innlent 2.5.2025 13:51
Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Mannréttindadómstóll Evrópu hefur til skoðunar að taka einn anga Vatnsendamálsins fyrir. Dómstóllinn beinir heldur hvössum spurningum til íslenska ríkisins hvað varðar málsmeðferð málsins í Hæstarétti. Innlent 2.5.2025 13:46
„Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Hjónin Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og Bryndís Schram eiginkona hans voru meðal mótmælenda fyrir utan ríkisstjórnarfund í dag. Þau kröfðust þess að hinum 17 ára gamla Oscar Andre Bocanegra Florez yrði veitt dvalarleyfi. Innlent 2.5.2025 13:34
Tæplega tíu milljarða viðsnúningur A-hluti Reykjavíkurborgar skilaði 4,7 milljarða króna afgangi í fyrra, sem er 9,7 milljarða króna viðsnúningur frá fyrra ári. Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 var jákvæð um 10,7 milljarða króna, sem er 14,1 milljarði betri niðurstaða en árið áður. Innlent 2.5.2025 11:43
Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Starfslok Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, komu starfsfólki fyrirtækisins í opna skjöldu. Það vekur athygli að í ítarlegri fréttatilkynningu frá almannatengslafyrirtækinu Athygli tjáir Kári sig ekkert um starfslokin. Hann sagðist um áramótin harðákveðinn að ætla ekki að setjast í helgan stein. Hann myndi starfa til dauðadags. Innlent 2.5.2025 11:33
Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Í hádegisfréttum fjöllum við um mótmæli sem efnt var til á Hverfisgötunni í morgun fyrir utan fundarstað ríkisstjórnarinnar. Innlent 2.5.2025 11:33
Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri kynnir ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 á blaðamannafundi klukkan 11:30. Sýnt verður beint frá fundinum hér á Vísi. Innlent 2.5.2025 11:25
„Við gerum ekki svona við börn“ „Ég er gáttaður á því hvernig þetta samfélag kýs að koma fram við börn,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann er meðal þeirra sem mótmæltu fyrirhugaðri brottvísun hins 17 ára Oscars við fundarstað ríkisstjórnar í dag. Innlent 2.5.2025 10:37
Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Breski grínistinn Russell Brand mætti í dómsal í morgun, í fyrsta sinn eftir að hann var ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot. Þar var tekið fyrir hvort hann yrði hnepptur í varðhald á meðan réttarhöld gegn honum standa yfir en hann mun fá að ganga laus gegn ákveðnum skilyrðum. Erlent 2.5.2025 10:13
Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Mótmæli standa nú yfir fyrir utan fundarstað ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Mótmælendur krefjast þess að stjórnvöld dragi til baka brottvísun hins kólumbíska Oscar Andre Bocanegra Florez. Innlent 2.5.2025 09:33
Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Þýska leyniþjónustan hefur skilgreint Valkost fyrir Þýskaland (AfD), einn stærsta stjórnmálaflokk landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Matið byggir á því að flokkurinn ali á ótta við innflytjendur frá múslimalöndum. Erlent 2.5.2025 09:13
Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrik Sulem taka við sem nýir framkvæmdastjórar Íslenskrar erfðagreiningar. Innlent 2.5.2025 08:34
Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps segir að ákvörðun Póstsins um lokun pósthússins í bænum sé með öllu óásættanleg. Pósthúsinu í bænum var lokað síðasta dag nýliðins aprílmánaðar og krefst sveitarstjórn að ákvörðunin verði endurskoðuð. Sveitarstjórn óttast að lokunin muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa. Innlent 2.5.2025 08:31
Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Aðgerðasinnar um borð í skipi sem er á leið til Gaza strandarinnar með hjálpargögn segja að drónaárás hafi verið gerð á skipið þar sem það var statt á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Möltu í nótt. Erlent 2.5.2025 07:51
Skýjað og rigning af og til Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu, þar sem verður skýjað og dálítil súld eða rigning af og til. Þó verður bjart að mestu suðaustantil. Veður 2.5.2025 07:09
Drengnum sleppt en fleiri handteknir Sextán ára dreng, sem handtekinn var vegna skotárásar í Uppsölum í Svíþjóð fyrr í vikunni þar sem þrír létust, verður sleppt úr haldi í dag. Lögregla hefur þó handtekið þrjá einstaklinga vegna gruns um að tengjast málinu. Erlent 2.5.2025 06:55
Munaði sex atkvæðum Umbótaflokkurinn (e. Reform) á Bretlandi, hægripopúlistaflokkurinn sem leiddur er af Nigel Farage, vann sigur í aukakosningum í kjördæmi í norðvesturhluta Englands í gær. Flokkurinn hlaut sex atkvæðum fleiri en Verkamannaflokkurinn í kjördæminu Runcorn and Helsby og náði þar með að hirða þingsæti af Verkamannaflokknum. Erlent 2.5.2025 06:41
Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt og var meðal annars kölluð út vegna líkamsárása, innbrots og slagsmála ungmenna við verslunarmiðstöð. Innlent 2.5.2025 06:12
Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Maður um fertugt er grunaður um að hafa haldið erlendum ferðamanni í gíslingu í nokkrar klukkustundir auk þess sem hann hafi verið vopnaður byssu. Hann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrr í dag af Héraðsdómi Reykjavíkur samkvæmt umfjöllun RÚV. Innlent 1.5.2025 23:09
Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segist ekki hika við að lögsækja Rafmennt skyldi félagið nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námskránna sem notast var við. Námskráin sé hans eigin hugarsmíð. Innlent 1.5.2025 22:58
Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Margt var um manninn í miðborg Reykjavíkur í tilefni Verkalýðsdagsins. Fólkið safnaðist saman á Skólavörðustíg og gengu þau saman niður á Ingólfstorg. Þar var útifundur þar sem Karla Esperanza Barralaga Ocón starfskona í umönnun, trúnaðarmaður og stjórnarmaður í Eflingu og Jóhanna Bárðardóttir rafveituvirki, rafvirki og trúnaðarmaður RSÍ, tóku til máls. Viktor Freyr Arnarsson ljósmyndari fangaði stemninguna. Innlent 1.5.2025 22:00
Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Prestar og djáknar kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda í málum barna sem „eiga allt sitt undir ákvörðunarvaldi íslenskra stjórnvalda .“ Þau óska eftir dvalarleyfi fyrir sautján ára kólumbískan dreng og lýsa yfir samstöðu við hann og fjölskyldu hans. Innlent 1.5.2025 21:31
Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur verið bolað úr embætti eftir að hann bætti blaðamanni óvart í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal þar sem háleynilegar upplýsingar komu fram. Erlent 1.5.2025 20:33
Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Mikil þörf er fyrir aukna raforkuframleiðslu í landinu vegna fjölda verkefna, sem eru í gangi eða eru að fara af stað en þar spila gagnaver og önnur stórnotkun miklu máli, auk orkuskipta. Í dag er flutningskerfi raforku fulllestað og frekar veikt að sögn framkvæmdastjóra hjá Landsneti. Innlent 1.5.2025 20:03