Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Mikill samdráttur hefur orðið á sölu hjá hamborgarakeðjunni McDonald‘s í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi. Salan lækkaði um 3,6 prósent sem er mesta lækkunin hjá keðjunni frá árinu 2020, þegar Covid var og hét og loka þurfti verslunum og veitingastöðum. Viðskipti erlent 2.5.2025 13:31
Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Írska persónuverndarstofnunin, sem er mjög valdamikil stofnun innan Evrópusambandsins, hefur sektað samfélagsmiðlafyrirtækið TikTok um 530 milljónir evra. Fyrirtækið er sagt hafa brotið gegn persónuverndarlögum ESB með því að senda persónuupplýsingar notenda til vefþjóna í Kína. Viðskipti erlent 2.5.2025 11:18
Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Ráðamenn í Kína segjast vera að skoða tilboð frá Bandaríkjamönnum um viðræður vegna umfangsmikilla tolla sem Donald Trump hefur beitt á kínverskar vörur. Kínverjar segja þó að viðræður geti ekki hafist fyrr en ríkisstjórn Trumps felli niður tolla og sýni þannig að þeir hafi í alvöru vilja til viðræðna. Viðskipti erlent 2.5.2025 09:14
Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Elon Musk, einn auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að draga verulega úr störfum sínum fyrir Trump í næsta mánuði. Í staðinn ætlar hann að einbeita sér að rekstri rafmagnsbílafyrirtækisins Tesla, sem birti í dag mjög neikvætt ársfjórðungsuppgjör. Viðskipti erlent 22.4.2025 22:53
Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Tollar sem Bandaríkjastjórn hefur lagt á nær öll viðskiptaríki sín munu leiða til umtalsvert minni hagvaxtar um nær allan heim en gert var ráð fyrir, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Innflutningstollar í Bandaríkjunum hafa ekki verið hærri í heila öld. Viðskipti erlent 22.4.2025 15:29
Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Markaðir í Bandaríkjunum virðast hafa brugðist nokkuð harkalega við ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um seðlabankastjóra landsins. Hagfræðingur segir merki um að yfirlýst markmið Trump með tollastefnu sinni gætu snúist upp í andhverfu sína, í það minnsta til skemmri tíma. Viðskipti erlent 22.4.2025 14:46
Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Í lok maí 2025 mun Meta hefja þjálfun gervigreindar með því að nýta færslur, myndir og athugasemdir frá notendum Facebook og Instagram í Evrópu. Notendur sem vilja ekki að gögn þeirra verði notuð þurfa að grípa til aðgerða. Viðskipti erlent 22.4.2025 10:45
Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Vinsældir Dúbaí-súkkulaðis, sem hefur tröllriðið samfélagsmiðlum, hafa leitt til heimsskorts á pistasíuhnetum sem eru aðallega ræktaðar í Bandaríkjunum og Íran. Viðskipti erlent 19.4.2025 23:33
Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Stefnt er að kolefnishlutleysi skipaflota heimsins fyrir miðja öldina í samkomulagi sem aðildarríki Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar samþykktu í síðustu viku. Skip sem losa of mikið verða sektuð en þeim sem draga úr losun verður umbunað. Viðskipti erlent 16.4.2025 10:50
Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Hlutabréfaverð í Asíu hækkaði víðast hvar við opnun í nótt og er búist við því að það sama gerist í Evrópu nú á áttunda tímanum. Viðskipti erlent 14.4.2025 06:56
Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Bandarísk skuldabréf hafa um árabil verið talin heimsins öruggasta skjól fyrir fjárfesta. Þar virðist þó ákveðin breyting vera að eiga sér stað, samhliða því að fjárfestar virðast vera að missa trúna á Bandaríkjunum en þó sérstaklega yfirvöldum þar og er það að miklu leyti hvernig haldið hefur verið á spilunum vegna tolla Trumps, eins og þeir hafa verið kallaðir. Viðskipti erlent 13.4.2025 15:29
Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Evrópskum ferðamönnum hefur snarfækkað í Bandaríkjunum frá því Donald Trump tók við embætti forseta. Fækkunin er hvað mest þegar kemur að ferðamönnum frá Íslandi en ástæðan er að miklum hluta rakin til umdeildra aðgerða og ummæla Trumps, sem sagðar eru ógna arðbærum flugleiðum. Viðskipti erlent 12.4.2025 11:12
Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Kínverjar hafa nú brugðist við ofurtollum Donalds Trump Bandaríkjaforseta með því að setja 125 prósenta innflutningstoll á bandarískar vörur. Viðskipti erlent 11.4.2025 08:25
Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Gullverð er í hæstu hæðum þar sem fjárfestar flykkjast í traustar fjárfestingar eftir hremmingarnar á hlutabréfamörkuðum heims sem hófust þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti hóf tollastríð við helstu viðskiptalönd. Viðskipti erlent 11.4.2025 07:15
Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aftur hækkað tolla á Kína, nú í 145 prósent úr þeim 125 prósentum sem þeir voru hækkaðir í í gær. Tuttugu prósentin lagði hann á í dag sem sérstakan toll vegna innflutnings fentanyls og annarra tengdra vara til Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 10.4.2025 17:36
Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Ítalski tískurisinn Prada hefur keypt vörumerkið Versace úr höndum bandarískra eiganda fyrir 1,4 milljarða Bandaríkjadala, um 183 milljarða króna. Viðskipti erlent 10.4.2025 13:18
Evrópusambandið frestar tollahækkunum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur frestað mótvægisaðgerðum sínum við tollahækkunum Bandaríkjastjórnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að níutíu daga hlé yrði gert á gildistöku tollahækkana. Viðskipti erlent 10.4.2025 10:57
Kauphallir rétta úr kútnum Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri óvæntu ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að bíða með ofurtollahækkanir sínar á öll lönd nema Kína og voru hækkanir í flestum kauphöllum álfunnar eftir miklar lækkanir síðustu daga. Viðskipti erlent 10.4.2025 06:35
Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump hefur ákveðið að hækka tolla á kínverskar vörur upp í 125 prósent vegna mótvægisaðgerða landsins. Þá segist hann hafa samþykkt níutíu daga hlé á tollaaðgerðir fyrir rúmlega 75 lönd sem svöruðu ekki með mótvægistollum og „gagnkvæmir tollar“ Bandaríkjanna á þessi lönd yrðu lækkaðir „samstundis“ niður í tíu prósent. Viðskipti erlent 9.4.2025 17:44
Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að bráðum yrðu settir „stórfelldir“ tollar á innflutt lyf til landsins. Forstjóri Alvotech segist ekki hafa áhyggjur af hækkun tolla, söluaðili Alvotech myndi bera kostnaðinn sem hlytist af þeim. Viðskipti erlent 9.4.2025 17:10
Trump-tollar tóku gildi í nótt Refsitollar Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem hann setti á um sextíu ríki sem hann vill meina að hafi misnotað aðstöðu sína í viðskiptum gagnvart Bandaríkjunum í áraraðir tóku gildi í nótt. Viðskipti erlent 9.4.2025 07:12
Bjartara yfir við opnun markaða Eftir þriggja daga samfelldar lækkanir á mörkuðum í Asíu og Evrópu var heldur bjartara yfir við opnun þeirra í nótt og í morgun. Viðskipti erlent 8.4.2025 08:01
Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Fjórir dagar eru síðan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, setti tollgjöld á innflutningsvörur til Bandaríkjanna og hafa markaðir brugðist harkalega við. Hagfræðingur gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn. Viðskipti erlent 7.4.2025 22:01
Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur áform um að leggja 25 prósent toll á valdar vörur frá Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í skjali sem Reuters hefur undir höndum. Viðskipti erlent 7.4.2025 21:33