Bankarnir höfðu samráð 30. nóvember 2004 00:01 Viðskiptabankarnir höfðu samráð í fyrra um að hámarkslán til íbúðakaupa mætti ekki fara yfir 12 milljónir króna, annars væri hætta á verulegri ofþenslu. Þeir sammæltust einnig um gjaldskrá. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur óeðlilegt að fjórir bankastjórar viðskiptabankanna sitji saman í stjórn Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Í september í fyrra sendu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja félagsmálaráðherra bréf þar sem þeir kynntu tillögur sínar um útfærslu á húsnæðislánum. Í bréfinu er sú hugmynd sett fram orðrétt að hámarkslán til íbúðarkaupenda verði hækkað um eina milljón króna á ári frá núverandi hámörkum og endi í 11-12 milljónum króna í árslok 2007. „Þetta skiptir afar miklu máli til að sporna við hættu á verulegri ofþenslu á fasteignamarkaði,“ segir svo í bréfinu. Þetta hljómar fjarri öllum veruleika rúmu ári síðar þegar bankarnir bjóða nú allt að 25 milljóna lán til íbúðakaupa. Það að bankarnir skuli einum rómi leggja fram þessa tillögu vekur einnig upp spurninguna: Er eðlilegt að til séu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja? Eða hvað myndu menn segja ef til væru Samtök olíufélaga? Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir þetta afar óeðlilegt fyrirkomulag og að það þurfi að skoða, eins og hún hafi reyndar bent á í efnahags- og viðskiptanefnd. Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að umhverfið sé breytt þannig að hlutir sem áður þóttu eðlilegir þykja það ekki lengur. „Maður spyr sig hvað gerist í svona nefnd; hvort það sé eitthvað samráð þarna eða hvort hún sé eingöngu á faglegum nótum. Ef hún er eingöngu á faglegum nótum gæti hún átt rétt á sér en það er alltaf ákveðin hætta að menn spjalli um eitthvað annað yfir kaffibollanum en eingöngu um faglegar spurningar,“ segir Pétur. Í bréfi bankanna til félagsmálaráðherra kemur líka fram að bankarnir vilja fá árlegt umsýslugjald og leggja til einum rómi að það nemi hálfu prósenti. Þetta lyktar ekki af mikilli samkeppni. Jóhanna segir þetta bera vott um að það sé ákveðið samráð í gangi sem þurfi vissulega að skoða. Í stjórn Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja sitja fjórir bankastjórar: Bjarni Ármannsson, Íslandsbanka, Finnur Sveinbjörnsson, Sparisjóðsbanka, Halldór J. Kristjánsson, Landsbanka og Hreiðar Már Sigurðsson, KB banka. Pétur Blöndal telur óeðlilegt að þessir menn sitji í stjórn samtakanna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Viðskiptabankarnir höfðu samráð í fyrra um að hámarkslán til íbúðakaupa mætti ekki fara yfir 12 milljónir króna, annars væri hætta á verulegri ofþenslu. Þeir sammæltust einnig um gjaldskrá. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur óeðlilegt að fjórir bankastjórar viðskiptabankanna sitji saman í stjórn Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Í september í fyrra sendu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja félagsmálaráðherra bréf þar sem þeir kynntu tillögur sínar um útfærslu á húsnæðislánum. Í bréfinu er sú hugmynd sett fram orðrétt að hámarkslán til íbúðarkaupenda verði hækkað um eina milljón króna á ári frá núverandi hámörkum og endi í 11-12 milljónum króna í árslok 2007. „Þetta skiptir afar miklu máli til að sporna við hættu á verulegri ofþenslu á fasteignamarkaði,“ segir svo í bréfinu. Þetta hljómar fjarri öllum veruleika rúmu ári síðar þegar bankarnir bjóða nú allt að 25 milljóna lán til íbúðakaupa. Það að bankarnir skuli einum rómi leggja fram þessa tillögu vekur einnig upp spurninguna: Er eðlilegt að til séu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja? Eða hvað myndu menn segja ef til væru Samtök olíufélaga? Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir þetta afar óeðlilegt fyrirkomulag og að það þurfi að skoða, eins og hún hafi reyndar bent á í efnahags- og viðskiptanefnd. Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að umhverfið sé breytt þannig að hlutir sem áður þóttu eðlilegir þykja það ekki lengur. „Maður spyr sig hvað gerist í svona nefnd; hvort það sé eitthvað samráð þarna eða hvort hún sé eingöngu á faglegum nótum. Ef hún er eingöngu á faglegum nótum gæti hún átt rétt á sér en það er alltaf ákveðin hætta að menn spjalli um eitthvað annað yfir kaffibollanum en eingöngu um faglegar spurningar,“ segir Pétur. Í bréfi bankanna til félagsmálaráðherra kemur líka fram að bankarnir vilja fá árlegt umsýslugjald og leggja til einum rómi að það nemi hálfu prósenti. Þetta lyktar ekki af mikilli samkeppni. Jóhanna segir þetta bera vott um að það sé ákveðið samráð í gangi sem þurfi vissulega að skoða. Í stjórn Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja sitja fjórir bankastjórar: Bjarni Ármannsson, Íslandsbanka, Finnur Sveinbjörnsson, Sparisjóðsbanka, Halldór J. Kristjánsson, Landsbanka og Hreiðar Már Sigurðsson, KB banka. Pétur Blöndal telur óeðlilegt að þessir menn sitji í stjórn samtakanna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira