Almenningur bjóði í Símann 11. apríl 2005 00:01 Fréttastjóri Morgunblaðsins telur raunhæfan möguleika á því að almenningur í landinu taki höndum saman og bjóði í Símann. Fólki sé einfaldlega nóg boðið og vilji fá að leysa til sín sína eigin eign. Orri Vigfússon er sannfærður um að hugmyndin geti orðið að veruleika og er reiðubúinn til að leiða hreyfingu almennings. Agnes Bragadóttir, fréttastjóri Morgunblaðsins, fer hörðum orðum um einkavæðingarsögu ríkisins síðustu ára og segir að með sölu Símans standi fyrir dyrum enn eitt þjóðarránið. Hún segir að sér hafi einfaldlega verið nóg boðið þegar hún hafi sett gjörðir og ákvarðanir hins háa Alþingis í sögulegt samhengi upp á síðkastið. Þá hafi henni fundist tilefni til að hún léti einu sinni í sér heyra með sína skoðun. Agnes viðrar í greininni þá hugmynd að almenningur í landinu taki höndum saman, stofni félag og bjóði í 45 prósenta hlut Símans. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Agnes hefur fengið á annað hundrað tölvubréfa, SMS-skilaboð auk ótal símtala. Allir hafi lýst hrifningu sinni á hugmyndinni og margir lofað að leggja fram fé, allt upp í 10 milljónir króna. Agnes segir að fólki sé einfaldlega nóg boðið og það eiga þátt í því að njóta arðsins af eigin köku. „Af hverju skyldi almenningur ekki leysa til sín sína eigin eign? Hvers vegna á eitthvað að koma í veg fyrir það?“ spyr Agnes. Sjálf segist Agnes ekki hafa tíma til að leiða almannahreyfinguna en það er strax komið fram fólk sem vill gera hugmyndina að veruleika. Einn þeirra er Orri Vigfússon sem er sannfærður um að hugmyndin sé raunhæf. Hann hafi haft samband við marga í dag eftir að hafa lesið grein Agnesar, sem sé frábær. Það beri alls staðar að sama brunni, allir séu mjög hrifnir af hugmyndinni. Orri segist viss um að hægt sé að setja saman mjög stóran hóp, eins konar kjölfestuhóp. Agnes telur í ljósi þessara gífurlegu, jákvæðu viðbragða sem hún hefur fengið við grein sinni í dag að það sé alls ekki lengur svo fjarstæðukenndur möguleiki að almenningur taki höndum saman og geri raunhæft tilboð í Símann. Agnes bendir á að ef 20.000 Íslendingar tækju sig til og undirrituðu hlutfjárloforð upp á eina milljón króna hver, sem sé eins og verð einnar bíltíkur, þá myndu safnast 20 milljarðar og hún spyr hvort hægt sé að taka ekki mark á því. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Fréttastjóri Morgunblaðsins telur raunhæfan möguleika á því að almenningur í landinu taki höndum saman og bjóði í Símann. Fólki sé einfaldlega nóg boðið og vilji fá að leysa til sín sína eigin eign. Orri Vigfússon er sannfærður um að hugmyndin geti orðið að veruleika og er reiðubúinn til að leiða hreyfingu almennings. Agnes Bragadóttir, fréttastjóri Morgunblaðsins, fer hörðum orðum um einkavæðingarsögu ríkisins síðustu ára og segir að með sölu Símans standi fyrir dyrum enn eitt þjóðarránið. Hún segir að sér hafi einfaldlega verið nóg boðið þegar hún hafi sett gjörðir og ákvarðanir hins háa Alþingis í sögulegt samhengi upp á síðkastið. Þá hafi henni fundist tilefni til að hún léti einu sinni í sér heyra með sína skoðun. Agnes viðrar í greininni þá hugmynd að almenningur í landinu taki höndum saman, stofni félag og bjóði í 45 prósenta hlut Símans. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Agnes hefur fengið á annað hundrað tölvubréfa, SMS-skilaboð auk ótal símtala. Allir hafi lýst hrifningu sinni á hugmyndinni og margir lofað að leggja fram fé, allt upp í 10 milljónir króna. Agnes segir að fólki sé einfaldlega nóg boðið og það eiga þátt í því að njóta arðsins af eigin köku. „Af hverju skyldi almenningur ekki leysa til sín sína eigin eign? Hvers vegna á eitthvað að koma í veg fyrir það?“ spyr Agnes. Sjálf segist Agnes ekki hafa tíma til að leiða almannahreyfinguna en það er strax komið fram fólk sem vill gera hugmyndina að veruleika. Einn þeirra er Orri Vigfússon sem er sannfærður um að hugmyndin sé raunhæf. Hann hafi haft samband við marga í dag eftir að hafa lesið grein Agnesar, sem sé frábær. Það beri alls staðar að sama brunni, allir séu mjög hrifnir af hugmyndinni. Orri segist viss um að hægt sé að setja saman mjög stóran hóp, eins konar kjölfestuhóp. Agnes telur í ljósi þessara gífurlegu, jákvæðu viðbragða sem hún hefur fengið við grein sinni í dag að það sé alls ekki lengur svo fjarstæðukenndur möguleiki að almenningur taki höndum saman og geri raunhæft tilboð í Símann. Agnes bendir á að ef 20.000 Íslendingar tækju sig til og undirrituðu hlutfjárloforð upp á eina milljón króna hver, sem sé eins og verð einnar bíltíkur, þá myndu safnast 20 milljarðar og hún spyr hvort hægt sé að taka ekki mark á því.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira