Kallaður í hópinn hjá Liverpool 12. apríl 2005 00:01 Franski framherjinn Djibril Cisse hefur mjög óvænt verið kallaður inn í leikmannahóp Liverpool fyrir síðari leik liðsins við Juventus í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eins og kunnugt er fótbrotnaði Cisse illa í leik gegn Blackburn í október og það var ekki fyrr en fyrir tveimur vikum sem hann hóf að sparka í bolta á ný. "Hann mun ekki byrja leikinn en það gæti verið að við notum hann síðustu 20 mínúturnar eða svo. Hann sagðist fyrst vera tilbúinn fyrir tveimur vikum en við vildum vera alveg vissir áður en við völdum hann í hópinn," segir Rafael Benitez, sem mun ekki geta stillt upp Steven Gerrard í sínu liði í kvöld vegna smávægilegra meiðsla fyrirliðans. Talið er líklegt að Xabi Alonso verði settur beint í byrjunarliðið í stað Gerrards eftir þriggja mánaða hliðarlegu vegna meiðsla. "Mér líður ömurlega," segir Gerrard sem lýsir leiknum sem þeim stærsta sem hann hefur misst af með Liverpool. Hann ferðaðist ekki með liðinu til Tórínó-borgar á mánudag. "Ég verð heima í sjúkrameðferð en mun horfa á leikinn í sjónvarpinu. Ég þoli það ekki. Þetta verður eins og á HM 2002 þegar ég þurfti að sitja heima alla keppnina. Ömurlegt," segir Gerrard. Fabio Capello hjá Juventus segir að lykillinn að því að sitt lið komist áfram sé þolinmæði. "Við þurfum að vera skynsamir og megum ekki flýta okkur um of að skora. Liverpool er stórhættulegt í skyndisóknum sínum og við verðum að koma í veg fyrir þær," segir Capello, sem mun verða án David Trezeguet sem er meiddur. Pavel Nedved segist hafa lært mikið af fyrri leiknum gegn Liverpool og horfði auk þess á leik þeirra gegn Man.City í Englandi um helgina. "Nú veit ég að það má aldrei gleyma sér gegn Liverpool. Þá refsar liðið manni," segir Nedved. Leikur Liverpool og Juventus verður að sjálfsögðu sýndur í beinni útsendingu á Sýn kl. 18:45 í kvöld og strax að honum loknum verður sýnt frá hinum leik kvöldsins, viðureign PSV og Lyon. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
Franski framherjinn Djibril Cisse hefur mjög óvænt verið kallaður inn í leikmannahóp Liverpool fyrir síðari leik liðsins við Juventus í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eins og kunnugt er fótbrotnaði Cisse illa í leik gegn Blackburn í október og það var ekki fyrr en fyrir tveimur vikum sem hann hóf að sparka í bolta á ný. "Hann mun ekki byrja leikinn en það gæti verið að við notum hann síðustu 20 mínúturnar eða svo. Hann sagðist fyrst vera tilbúinn fyrir tveimur vikum en við vildum vera alveg vissir áður en við völdum hann í hópinn," segir Rafael Benitez, sem mun ekki geta stillt upp Steven Gerrard í sínu liði í kvöld vegna smávægilegra meiðsla fyrirliðans. Talið er líklegt að Xabi Alonso verði settur beint í byrjunarliðið í stað Gerrards eftir þriggja mánaða hliðarlegu vegna meiðsla. "Mér líður ömurlega," segir Gerrard sem lýsir leiknum sem þeim stærsta sem hann hefur misst af með Liverpool. Hann ferðaðist ekki með liðinu til Tórínó-borgar á mánudag. "Ég verð heima í sjúkrameðferð en mun horfa á leikinn í sjónvarpinu. Ég þoli það ekki. Þetta verður eins og á HM 2002 þegar ég þurfti að sitja heima alla keppnina. Ömurlegt," segir Gerrard. Fabio Capello hjá Juventus segir að lykillinn að því að sitt lið komist áfram sé þolinmæði. "Við þurfum að vera skynsamir og megum ekki flýta okkur um of að skora. Liverpool er stórhættulegt í skyndisóknum sínum og við verðum að koma í veg fyrir þær," segir Capello, sem mun verða án David Trezeguet sem er meiddur. Pavel Nedved segist hafa lært mikið af fyrri leiknum gegn Liverpool og horfði auk þess á leik þeirra gegn Man.City í Englandi um helgina. "Nú veit ég að það má aldrei gleyma sér gegn Liverpool. Þá refsar liðið manni," segir Nedved. Leikur Liverpool og Juventus verður að sjálfsögðu sýndur í beinni útsendingu á Sýn kl. 18:45 í kvöld og strax að honum loknum verður sýnt frá hinum leik kvöldsins, viðureign PSV og Lyon.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira