Baráttan um Bretland 3. maí 2005 00:01 "Steve er leikmaður sem getur breytt gangi leikja upp á eigin spýtur. Sjáið bara markið sem hann skoraði um síðustu helgi. Ef hann spilar vel þá spilar Liverpool vel," sagði Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi sem haldinn var í gær fyrir síðari leik Liverpool og Chelsea í Meistaradeild Evrópu, en eins og flestum fótboltaáhugamönnum ætti að vera kunnugt endaði fyrri leikurinn á Stamford Bridge með markalausu jafntefli. Aðspurður sagðist Benitez ekki telja sig vera að setja óþarfa pressu á Gerrard með yfirlýsingum sínum. "Hann er minn fyrirliði og veit að ég vænti mikils af honum." Jamie Carragher, sem átti frábæran leik í fyrri leiknum, segir leikmenn Liverpool ætla að byggja á úrslitum fyrri leiksins. "Þeir eru taldir líklegri og það er allt gott og blessað með það. Það tekur pressuna af okkur," segir Carragher. Hann segist bera virðingu fyrir Chelsea vegna árangurs þeirra í vetur en minnir jafnframt á að Meistaradeildin sé önnur keppni þar sem stemmningin sé önnur. "Við ætlum að stoppa þá í þessum leik. Við erum á heimavelli og höfum ómetanlegan stuðning á okkar bandi. Sjáið bara heimaleikina okkar gegn Olympiakos og Juventus. Andrúmsloftið á Anfield í þeim leikjum var með því besta í sögu Liverpool," segir Carragher. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, gefur lítið út á orð Carraghers og segir stuðningsmennina skipta engu máli. "Við eigum eftir að njóta stemmningarinnar alveg jafn mikið. Pressan er öll á Liverpool og mér líður eins og við munum snúa aftur til London á miðvikudaginn sem hetjur. Þeir eru kannski á heimavelli en stuðningsmennirnir eru ekki inni á vellinum. Þar eru 22 leikmenn, 11 frá Chelsea og 11 frá Liverpool. Mínir 11 eru betri. Þess vegna mæti ég óhræddur í leikinn," sagði Mourinho. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
"Steve er leikmaður sem getur breytt gangi leikja upp á eigin spýtur. Sjáið bara markið sem hann skoraði um síðustu helgi. Ef hann spilar vel þá spilar Liverpool vel," sagði Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi sem haldinn var í gær fyrir síðari leik Liverpool og Chelsea í Meistaradeild Evrópu, en eins og flestum fótboltaáhugamönnum ætti að vera kunnugt endaði fyrri leikurinn á Stamford Bridge með markalausu jafntefli. Aðspurður sagðist Benitez ekki telja sig vera að setja óþarfa pressu á Gerrard með yfirlýsingum sínum. "Hann er minn fyrirliði og veit að ég vænti mikils af honum." Jamie Carragher, sem átti frábæran leik í fyrri leiknum, segir leikmenn Liverpool ætla að byggja á úrslitum fyrri leiksins. "Þeir eru taldir líklegri og það er allt gott og blessað með það. Það tekur pressuna af okkur," segir Carragher. Hann segist bera virðingu fyrir Chelsea vegna árangurs þeirra í vetur en minnir jafnframt á að Meistaradeildin sé önnur keppni þar sem stemmningin sé önnur. "Við ætlum að stoppa þá í þessum leik. Við erum á heimavelli og höfum ómetanlegan stuðning á okkar bandi. Sjáið bara heimaleikina okkar gegn Olympiakos og Juventus. Andrúmsloftið á Anfield í þeim leikjum var með því besta í sögu Liverpool," segir Carragher. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, gefur lítið út á orð Carraghers og segir stuðningsmennina skipta engu máli. "Við eigum eftir að njóta stemmningarinnar alveg jafn mikið. Pressan er öll á Liverpool og mér líður eins og við munum snúa aftur til London á miðvikudaginn sem hetjur. Þeir eru kannski á heimavelli en stuðningsmennirnir eru ekki inni á vellinum. Þar eru 22 leikmenn, 11 frá Chelsea og 11 frá Liverpool. Mínir 11 eru betri. Þess vegna mæti ég óhræddur í leikinn," sagði Mourinho.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira