Stórleikur LeBron James 16. febrúar 2006 14:22 LeBron James átti stórleik með Cleveland í nótt, skoraði 43 stig, hirti 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í sigri á Boston NordicPhotos/GettyImages LeBron James átti sannkallaðan stórleik þegar lið hans Cleveland bar sigurorð af Boston 113-109 í tvíframlengdum leik í nótt. James skoraði 43 stig, hirti 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar fyrir Cleveland, en Paul Pierce hjá Boston varð fyrsti maðurinn í sögu félagsins síðan Larry Bird árið 1989 til að skora 50 stig í leik. Indiana lagði Milwaukee 88-77. Anthony Johnson skoraði 24 stig fyrir Indiana, en Michael Redd var með 24 hjá Milwaukee. Miami vann átakalítinn sigur á Orlando 110-100. Dwayne Wade var hársbreidd frá þrennu í leiknum með 36 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar, en Tony Battie og Dwight Howard skoruðu 16 stig fyrir Orlando. Philadelphia lagði San Antonio 103-100 í framlengdum leik, þar sem skelfileg vítanýting San Antonio í lok venjulegs leiktíma kostaði liðið sigurinn. Allen Iverson skoraði 42 stig, hirti 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar hjá Philadlephia, en Tony Parker skoraði 23 stig fyrir meistarana. New York vann loksins leik eftir tíu töp í röð þegar liðið skellti Toronto 98-96. Eddy Curry skoraði 18 stig fyrir New York, en Chris Bosh var með 25 stig hjá Toronto. Vince Carter tryggði New Jersey sigur á Charlotte 95-94 með því að blaka boltanum ofaní á lokasekúndunni. Richard Jefferson skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst fyrir New Jersey, en Brevin Knight var með 28 stig hjá Charlotte. New Orleans burstaði Portland 102-86. Kirk Snyder var stigahæstur hjá New Orleans með 22 stig, en liðið missti nýliða sinn Chris Paul aftur í meiðsli í leiknum. Minnesota lagði Seattle 102-92. Ricky Davis skoraði 25 stig fyrir Minnesota, en Ray Allen skoraði 23 stig fyrir Seattle. Memphis lagði Sacramento 84-78. Pau Gasol skoraði 24 stig fyrir Memphis, en Kevin Martin skoraði 14 stig fyrir Sacramento. Dallas skellti sér í efsta sæti Vesturdeildar með sigri á Washington 103-97. Josh Howard skoraði 26 stig fyrir Dallas, en Caron Butler var með 27 hjá Washington. Phoenix vann öruggan útisigur á Denver 116-101. Shawn Marion skoraði 21 stig og hirti 12 fráköst hjá Phoenix, en Carmelo Anthony skoraði 29 stig fyrir Denver. Golden State lagði LA Clippers 88-81. Derek Fisher skoraði 21 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State, en Sam Cassell skoraði 16 stig fyrir Clippers. Atlanta lagði LA Lakers 114-110. Kobe Bryant skoraði 39 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Lakers, en Joe Johnson skoraði 21 stig og gaf 15 stoðsendingar hjá Atlanta. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
LeBron James átti sannkallaðan stórleik þegar lið hans Cleveland bar sigurorð af Boston 113-109 í tvíframlengdum leik í nótt. James skoraði 43 stig, hirti 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar fyrir Cleveland, en Paul Pierce hjá Boston varð fyrsti maðurinn í sögu félagsins síðan Larry Bird árið 1989 til að skora 50 stig í leik. Indiana lagði Milwaukee 88-77. Anthony Johnson skoraði 24 stig fyrir Indiana, en Michael Redd var með 24 hjá Milwaukee. Miami vann átakalítinn sigur á Orlando 110-100. Dwayne Wade var hársbreidd frá þrennu í leiknum með 36 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar, en Tony Battie og Dwight Howard skoruðu 16 stig fyrir Orlando. Philadelphia lagði San Antonio 103-100 í framlengdum leik, þar sem skelfileg vítanýting San Antonio í lok venjulegs leiktíma kostaði liðið sigurinn. Allen Iverson skoraði 42 stig, hirti 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar hjá Philadlephia, en Tony Parker skoraði 23 stig fyrir meistarana. New York vann loksins leik eftir tíu töp í röð þegar liðið skellti Toronto 98-96. Eddy Curry skoraði 18 stig fyrir New York, en Chris Bosh var með 25 stig hjá Toronto. Vince Carter tryggði New Jersey sigur á Charlotte 95-94 með því að blaka boltanum ofaní á lokasekúndunni. Richard Jefferson skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst fyrir New Jersey, en Brevin Knight var með 28 stig hjá Charlotte. New Orleans burstaði Portland 102-86. Kirk Snyder var stigahæstur hjá New Orleans með 22 stig, en liðið missti nýliða sinn Chris Paul aftur í meiðsli í leiknum. Minnesota lagði Seattle 102-92. Ricky Davis skoraði 25 stig fyrir Minnesota, en Ray Allen skoraði 23 stig fyrir Seattle. Memphis lagði Sacramento 84-78. Pau Gasol skoraði 24 stig fyrir Memphis, en Kevin Martin skoraði 14 stig fyrir Sacramento. Dallas skellti sér í efsta sæti Vesturdeildar með sigri á Washington 103-97. Josh Howard skoraði 26 stig fyrir Dallas, en Caron Butler var með 27 hjá Washington. Phoenix vann öruggan útisigur á Denver 116-101. Shawn Marion skoraði 21 stig og hirti 12 fráköst hjá Phoenix, en Carmelo Anthony skoraði 29 stig fyrir Denver. Golden State lagði LA Clippers 88-81. Derek Fisher skoraði 21 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State, en Sam Cassell skoraði 16 stig fyrir Clippers. Atlanta lagði LA Lakers 114-110. Kobe Bryant skoraði 39 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Lakers, en Joe Johnson skoraði 21 stig og gaf 15 stoðsendingar hjá Atlanta.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira