Bryant eyðilagði heimkomu New Orleans 9. mars 2006 13:45 Kobe Bryant samgladdist heimamönnum í New Orleans með því að salla á þá 40 stigum eins og honum einum er lagið NordicPhotos/GettyImages New Orleans Hornets spilaði í nótt fyrsta heimaleik sinn í endurnýjaðri heimahöll sinni í New Orleans síðan fellibylurinn Katrín lagði borgina í rúst í sumar, en því miður fyrir stuðningsmenn heimaliðsins voru það Kobe Bryant og félagar í LA Lakers sem komu í heimsókn. Bryant skoraði 18 af 40 stigum sínum í fjórða leikhluta og tryggði Lakers sigur 113-107. Cleveland lagði Toronto 98-97 þar sem Damon Jones skoraði sigurkörfu Cleveland um leið og lokaflautan gall með þriggja stiga skoti. LeBron James skoraði 35 stig fyrir Cleveland, en Mo Petersen skoraði 31 stig fyrir Toronto. Boston lagði Philadelphia 104-101. Paul Pierce var frábær í liði Boston og skoraði 31 stig, hirti 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar, en þetta var sjöundi leikurinn sem Pierce skoraði yfir 30 stig sem er félagsmet. Allen Iverson skoraði 32 stig fyrir Philadelphia. Detroit sigraði Chicago 106-101. Chauncey Billups skoraði 27 stig fyrir Detroit, en Ben Gordon skoraði 28 stig fyrir Chicago. Miami lagði Washington 118-112 og þar með 10. leikinn sinn í röð í deildinni. Dwayne Wade sneri aftur eftir að hafa misst úr tvo leiki vegna meiðsla og skoraði 40 stig fyrir Miami, en Gilbert Arenas skoraði 28 stig fyrir Washington - sem hefur tapað 11 síðustu leikjum sínum gegn Miami. Golden State tapaði enn einum leiknum og nú fyrir Charlotte 104-101. Jumaine Jones skoraði 29 stig fyrir Charlotte, en Jason Richardson skoraði 27 stig fyrir Golden State. Sacramento vann sigur á Milwaukee 123-116. Mike Bibby skoraði 36 stig fyrir Sacramento, en Michael Redd skoraði 32 stig fyrir Milwaukee. Houston lagði Indiana 103-99. Yao Ming skoraði 38 stig og hirti 10 fráköst fyrir Houston, en Peja Stojakovic skoraði 29 stig fyrir Indiana. Utah Jazz vann annan leik sinn í röð í meira en mánuð þegar liðið skellti Minnesota á heimavelli sínum 96-93. Nýliðinn Deron Williams skoraði 24 stig fyrir Utah og Andrei Kirilenko skoraði 15 stig, hirti 11 fráköst, gaf 8 stoðsendingar og varði 8 skot. Kevin Garnett var bestur í liði Minnesota með 26 stig og 13 fráköst. Loks vann Memphis öruggan sigur á Seattle 99-74, þar sem Spánverjinn Pau Gasol var með stórleik fyrir Memphis. Gason náði sinni fyrstu þrennu á ferlinum með 21 stigi, 12 fráköstum og 12 stoðsendingum. Ray Allen skoraði 18 stig fyrir Seattle. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
New Orleans Hornets spilaði í nótt fyrsta heimaleik sinn í endurnýjaðri heimahöll sinni í New Orleans síðan fellibylurinn Katrín lagði borgina í rúst í sumar, en því miður fyrir stuðningsmenn heimaliðsins voru það Kobe Bryant og félagar í LA Lakers sem komu í heimsókn. Bryant skoraði 18 af 40 stigum sínum í fjórða leikhluta og tryggði Lakers sigur 113-107. Cleveland lagði Toronto 98-97 þar sem Damon Jones skoraði sigurkörfu Cleveland um leið og lokaflautan gall með þriggja stiga skoti. LeBron James skoraði 35 stig fyrir Cleveland, en Mo Petersen skoraði 31 stig fyrir Toronto. Boston lagði Philadelphia 104-101. Paul Pierce var frábær í liði Boston og skoraði 31 stig, hirti 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar, en þetta var sjöundi leikurinn sem Pierce skoraði yfir 30 stig sem er félagsmet. Allen Iverson skoraði 32 stig fyrir Philadelphia. Detroit sigraði Chicago 106-101. Chauncey Billups skoraði 27 stig fyrir Detroit, en Ben Gordon skoraði 28 stig fyrir Chicago. Miami lagði Washington 118-112 og þar með 10. leikinn sinn í röð í deildinni. Dwayne Wade sneri aftur eftir að hafa misst úr tvo leiki vegna meiðsla og skoraði 40 stig fyrir Miami, en Gilbert Arenas skoraði 28 stig fyrir Washington - sem hefur tapað 11 síðustu leikjum sínum gegn Miami. Golden State tapaði enn einum leiknum og nú fyrir Charlotte 104-101. Jumaine Jones skoraði 29 stig fyrir Charlotte, en Jason Richardson skoraði 27 stig fyrir Golden State. Sacramento vann sigur á Milwaukee 123-116. Mike Bibby skoraði 36 stig fyrir Sacramento, en Michael Redd skoraði 32 stig fyrir Milwaukee. Houston lagði Indiana 103-99. Yao Ming skoraði 38 stig og hirti 10 fráköst fyrir Houston, en Peja Stojakovic skoraði 29 stig fyrir Indiana. Utah Jazz vann annan leik sinn í röð í meira en mánuð þegar liðið skellti Minnesota á heimavelli sínum 96-93. Nýliðinn Deron Williams skoraði 24 stig fyrir Utah og Andrei Kirilenko skoraði 15 stig, hirti 11 fráköst, gaf 8 stoðsendingar og varði 8 skot. Kevin Garnett var bestur í liði Minnesota með 26 stig og 13 fráköst. Loks vann Memphis öruggan sigur á Seattle 99-74, þar sem Spánverjinn Pau Gasol var með stórleik fyrir Memphis. Gason náði sinni fyrstu þrennu á ferlinum með 21 stigi, 12 fráköstum og 12 stoðsendingum. Ray Allen skoraði 18 stig fyrir Seattle.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira