Kidd með áttundu þrennuna í sigri Nets 9. apríl 2006 22:17 Jason Kidd náði enn einni þrennunni í kvöld þegar New Jersey færði Milwaukee fjórða tap sitt í röð NordicPhotos/GettyImages Fimm leikjum er þegar lokið í NBA deildinni í kvöld. New Jersey Nets komst aftur á sigurbraut og lagði Milwaukee Bucks 95-83. Jason Kidd náði áttundu þrennu sinni í vetur og þeirri 75. á ferlinum þegar hann skoraði 11 stig, hirti 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar hjá Nets. Vince Carter var stigahæstur með 25 stig, en hjá Milwaukee skoraði TJ Ford mest, 19 stig. Leikur Seattle og Phoenix verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV klukkan eitt í nótt. Efsta lið deildarinnar Detroit valtaði yfir Indiana á heimavelli 98-73. Tayshaun Prince var stigahæstur í jöfnu liði Detroit og skoraði 17 stig og Ben Wallace hirti 22 fráköst, en Stephen Jackson skoraði 15 stig fyrir Indiana. Minnesota vann nauman heimasigur á Atlanta Hawks 84-83. Kevin Garnett og Ricky Davis voru ekki með hjá Minnesota og flestir eru á einu máli um að liðið sé viljandi að reyna að tapa sem flestum leikjum á lokasprettinum til að eiga betri möguleika í nýliðavalinu í sumar. Þetta var í fyrsta sinn í yfir 350 leiki sem Kevin Garnett er ekki í byrjunarliði Minnesota. Charlotte lagði Toronto 94-88 og reynir nú að forðast að vera með lélegastan árangur allra liða í deildinni. Brevin Knight skoraði 19 stig fyrir Charlotte, en Mike James skoraði 32 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Toronto. Loks vann New York nokkuð óvæntan útisigur á Boston Celtics 101-86, þar sem Jamal Crawford skoraði 31 stig og hirti 11 fráköst fyrir New York en Paul Pierce skoraði 19 stig, hirti 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar hjá Boston. Nokkrum leikjum er enn ólokið í deildinni, en eins og áður sagði verður leikur Seattle og Phoenix sýndur beint á NBA TV-rásinni á Digital Ísland klukkan eitt í nótt. Rétt er að hvetja alla sem hafa gaman af leiftrandi sóknarleik til að horfa á þann leik, því þetta eru tvö af sprækustu sóknarliðum deildarinnar og mikið má vera ef stigaskorið fer ekki yfir 120 stigin hjá báðum liðum. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira
Fimm leikjum er þegar lokið í NBA deildinni í kvöld. New Jersey Nets komst aftur á sigurbraut og lagði Milwaukee Bucks 95-83. Jason Kidd náði áttundu þrennu sinni í vetur og þeirri 75. á ferlinum þegar hann skoraði 11 stig, hirti 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar hjá Nets. Vince Carter var stigahæstur með 25 stig, en hjá Milwaukee skoraði TJ Ford mest, 19 stig. Leikur Seattle og Phoenix verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV klukkan eitt í nótt. Efsta lið deildarinnar Detroit valtaði yfir Indiana á heimavelli 98-73. Tayshaun Prince var stigahæstur í jöfnu liði Detroit og skoraði 17 stig og Ben Wallace hirti 22 fráköst, en Stephen Jackson skoraði 15 stig fyrir Indiana. Minnesota vann nauman heimasigur á Atlanta Hawks 84-83. Kevin Garnett og Ricky Davis voru ekki með hjá Minnesota og flestir eru á einu máli um að liðið sé viljandi að reyna að tapa sem flestum leikjum á lokasprettinum til að eiga betri möguleika í nýliðavalinu í sumar. Þetta var í fyrsta sinn í yfir 350 leiki sem Kevin Garnett er ekki í byrjunarliði Minnesota. Charlotte lagði Toronto 94-88 og reynir nú að forðast að vera með lélegastan árangur allra liða í deildinni. Brevin Knight skoraði 19 stig fyrir Charlotte, en Mike James skoraði 32 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Toronto. Loks vann New York nokkuð óvæntan útisigur á Boston Celtics 101-86, þar sem Jamal Crawford skoraði 31 stig og hirti 11 fráköst fyrir New York en Paul Pierce skoraði 19 stig, hirti 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar hjá Boston. Nokkrum leikjum er enn ólokið í deildinni, en eins og áður sagði verður leikur Seattle og Phoenix sýndur beint á NBA TV-rásinni á Digital Ísland klukkan eitt í nótt. Rétt er að hvetja alla sem hafa gaman af leiftrandi sóknarleik til að horfa á þann leik, því þetta eru tvö af sprækustu sóknarliðum deildarinnar og mikið má vera ef stigaskorið fer ekki yfir 120 stigin hjá báðum liðum.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira