Denver vann Norðvesturriðilinn 11. apríl 2006 08:23 Carmelo Anthony og félagar höfðu ástæðu til að brosa í nótt þegar liðið tryggði sér efsta sætið í riðli sínum í fyrsta sinn í 18 ár. NordicPhotos/GettyImages Denver tryggði sér í nótt efsta sætið í Norðvesturriðlinum í NBA með 110-98 sigri á Portland og er þetta í fyrsta skipti í 18 ár sem liðið vinnur riðil sinn. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir Denver en Sebastian Telfair og Voshon Lenard skoruðu 21 stig fyrir Portland. Indiana lagði New York 101-82. Stephen Jackson skoraði 28 stig fyrir Indiana en Jamal Crawford skoraði 26 stig fyrir New York. Orlando hélt uppteknum hætti og burstaði Atlanta 105-88. Dwight Howard skoraði 20 stig og hirti 16 fráköst fyrir Orlando, en Al Harrington skoraði 19 stig fyrir Atlanta. Philadelphia vann mikilvægan sigur á Washington 105-87 og er nú eitt í 8. sætinu í Austurdeildinni, en það gefur síðasta sætið í úrslitakeppnina. Allen Iverson skoraði 26 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Philadelphia, en Antawn Jamison skoraði 37 stig fyrir Washington. LeBron James skoraði sigurkörfu Cleveland gegn New Orleans í 103-101 sigri Cleveland, en James skoraði 32 stig í leiknum og var óstöðvandi á lokasprettinum eins og undanfarnar vikur. Nýliðinn Chris Paul skoraði 22 stig fyrir New Orleans og er öruggur með að verða kjörinn nýliði ársins. Utah lagði Houston 85-83, þar sem Juwan Howard hélt að hann hefði jafnað leikinn um leið og lokaflautið gall, en karfa hans var dæmd af eftir að dómarar höfðu skoðað skotið á myndbandi. Howard var stigahæstur hjá Houston með 25 stig, en Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með 25 stig og Mehmet Okur skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst. Loks vann Dallas góðan útisigur á LA Clippers á útivelli 75-73 í leik sem sýndur var beint á NBA TV. Leikurinn olli vonbrigðum framan af, en var æsispennandi í lokin. Það var Þjóðverjinn Dirk Nowitzki sem skoraði sigurkörfu Dallas 0,7 sekúndum fyrir leikslok og endaði hann með 20 stig og 14 fráköst. Chris Kaman skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst fyrir Clippers, sem var án Sam Cassell lengst af í leiknum þar sem hann var með flensu. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira
Denver tryggði sér í nótt efsta sætið í Norðvesturriðlinum í NBA með 110-98 sigri á Portland og er þetta í fyrsta skipti í 18 ár sem liðið vinnur riðil sinn. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir Denver en Sebastian Telfair og Voshon Lenard skoruðu 21 stig fyrir Portland. Indiana lagði New York 101-82. Stephen Jackson skoraði 28 stig fyrir Indiana en Jamal Crawford skoraði 26 stig fyrir New York. Orlando hélt uppteknum hætti og burstaði Atlanta 105-88. Dwight Howard skoraði 20 stig og hirti 16 fráköst fyrir Orlando, en Al Harrington skoraði 19 stig fyrir Atlanta. Philadelphia vann mikilvægan sigur á Washington 105-87 og er nú eitt í 8. sætinu í Austurdeildinni, en það gefur síðasta sætið í úrslitakeppnina. Allen Iverson skoraði 26 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Philadelphia, en Antawn Jamison skoraði 37 stig fyrir Washington. LeBron James skoraði sigurkörfu Cleveland gegn New Orleans í 103-101 sigri Cleveland, en James skoraði 32 stig í leiknum og var óstöðvandi á lokasprettinum eins og undanfarnar vikur. Nýliðinn Chris Paul skoraði 22 stig fyrir New Orleans og er öruggur með að verða kjörinn nýliði ársins. Utah lagði Houston 85-83, þar sem Juwan Howard hélt að hann hefði jafnað leikinn um leið og lokaflautið gall, en karfa hans var dæmd af eftir að dómarar höfðu skoðað skotið á myndbandi. Howard var stigahæstur hjá Houston með 25 stig, en Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með 25 stig og Mehmet Okur skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst. Loks vann Dallas góðan útisigur á LA Clippers á útivelli 75-73 í leik sem sýndur var beint á NBA TV. Leikurinn olli vonbrigðum framan af, en var æsispennandi í lokin. Það var Þjóðverjinn Dirk Nowitzki sem skoraði sigurkörfu Dallas 0,7 sekúndum fyrir leikslok og endaði hann með 20 stig og 14 fráköst. Chris Kaman skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst fyrir Clippers, sem var án Sam Cassell lengst af í leiknum þar sem hann var með flensu.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira