Ljóst hvaða lið ná í úrslitakeppnina 17. apríl 2006 06:31 Kobe Bryant skoraði 20 af 43 stigum sínum í nótt af vítalínunni. Bryant er öruggur stigakóngur deildarinnar í vetur með rúm 35 stig að meðaltali í leik sem er það hæsta í hátt í tvo áratugi. NordicPhotos/GettyImages Los Angeles Lakers, Sacramento Kings og Chicago Bulls tryggðu sér í nótt sæti í úrslitakeppninni í NBA þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Þá vann Detroit 64. leik sinn í vetur sem er félagsmet og ljóst að liðið verður með heimavallarréttinn alla úrslitakeppnina. Chicago burstaði Miami á útivelli 117-93, en Miami hvíldi sína bestu menn næstum hálfan leikinn. Luol Deng skoraði 26 stig fyrir Chicago en Antoine Walker skoraði 22 stig fyrir Miami. Lið Phoenix hvíldi sömuleiðis nokkra af lykilmönnum sínum og steinlá fyrir Los Angeles Lakers 109-89. Kobe Bryant skoraði 43 stig fyrir Lakers, en Shawn Marion skoraði 29 stig fyrir Phoenix og Frakkinn Boris Diaw náði enn einni þrennunni sinni með 11 stigum, 12 stoðsendingum og 10 fráköstum. Detroit valtaði yfir New York 103-97, en þó lokatölurnar beri með sér að sigurinn hafi verið naumur, var þetta bókstaflega leikur kattarins að músinni. Detroit náði 10 stiga forystu eftir rúmar 90 sekúndur í fyrsta leikhluta og náði mest 27 stiga forystu í leikhlutanum. Eftir það fengu varamenn Detroit að mestu að klára leikinn. Rip Hamilton skoraði 28 stig í leiknum, þar af 14 í fyrsta leikhluta en Nate Robinson skoraði 23 stig fyrir New York. Jamal Crawford, leikmaður New York, sagðist eftir leikinn aldrei hafa orðið fyrir annari eins flengingu og í upphafi leiksins í gærkvöldi. San Antonio vann auðveldan sigur á Minnesota þar sem varamenn San Antonio skoruðu 57 stig í 103-90 sigri liðsins. Beno Udrih skoraði 15 stig fyrir San Antonio en Marcus Banks setti 25 stig fyrir Minnesota. Washington lagði Cleveland 104-92. Gilbert Arenas skoraði 35 stig fyrir Washington en LeBron James skoraði 17 stig á aðeins 30 mínútum fyrir Cleveland. New Jersey vann 17. leik sinn af síðustu 20 þegar það skellti Boston 95-93. Gerald Green skoraði 19 stig fyrir Boston en Nenad Kristic skoraði 18 fyrir New Jersey. Dallas vann auðveldan sigur á Utah 111-95 og gerði þar formlega út um fjarlægan draum Utah um að komast í úrslitakeppnina. Dirk Nowitzki skoraði 22 stig fyrir Dallas en náði sér alls ekki á strik í leiknum. Carlos Boozer var atkvæðamestur hjá Utah með 21 stig og 11 fráköst. Seattle valtaði yfir LA Clippers á útivelli 114-98. Ray Allen skoraði 21 stig fyrir Seattle en Elton Brand skoraði 22 stig fyrir Clippers. Þá tryggði Sacramento sér sæti í úrslitakeppninni með auðveldum 96-79 sigri á New Orleans. Mike Bibby skoraði 23 stig fyrir Sacramento en Chris Paul skoraði 12 stig og gaf 7 stoðsendingar hjá New Orleans. Endanleg niðurröðun er enn ekki komin á hreint, en þó er ljóst hvaða lið það verða sem komast í úrslitakeppnina í ár. Í Austurdeildinni verða það Detroit, Miami, New Jersey, Cleveland, Washington, Indiana, Milwaukee og Chicago. Í Vesturdeildinni eru það San Antonio, Dallas, Denver, Phoenix, Memphis, LA Clippers, LA Lakers og Sacramento. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira
Los Angeles Lakers, Sacramento Kings og Chicago Bulls tryggðu sér í nótt sæti í úrslitakeppninni í NBA þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Þá vann Detroit 64. leik sinn í vetur sem er félagsmet og ljóst að liðið verður með heimavallarréttinn alla úrslitakeppnina. Chicago burstaði Miami á útivelli 117-93, en Miami hvíldi sína bestu menn næstum hálfan leikinn. Luol Deng skoraði 26 stig fyrir Chicago en Antoine Walker skoraði 22 stig fyrir Miami. Lið Phoenix hvíldi sömuleiðis nokkra af lykilmönnum sínum og steinlá fyrir Los Angeles Lakers 109-89. Kobe Bryant skoraði 43 stig fyrir Lakers, en Shawn Marion skoraði 29 stig fyrir Phoenix og Frakkinn Boris Diaw náði enn einni þrennunni sinni með 11 stigum, 12 stoðsendingum og 10 fráköstum. Detroit valtaði yfir New York 103-97, en þó lokatölurnar beri með sér að sigurinn hafi verið naumur, var þetta bókstaflega leikur kattarins að músinni. Detroit náði 10 stiga forystu eftir rúmar 90 sekúndur í fyrsta leikhluta og náði mest 27 stiga forystu í leikhlutanum. Eftir það fengu varamenn Detroit að mestu að klára leikinn. Rip Hamilton skoraði 28 stig í leiknum, þar af 14 í fyrsta leikhluta en Nate Robinson skoraði 23 stig fyrir New York. Jamal Crawford, leikmaður New York, sagðist eftir leikinn aldrei hafa orðið fyrir annari eins flengingu og í upphafi leiksins í gærkvöldi. San Antonio vann auðveldan sigur á Minnesota þar sem varamenn San Antonio skoruðu 57 stig í 103-90 sigri liðsins. Beno Udrih skoraði 15 stig fyrir San Antonio en Marcus Banks setti 25 stig fyrir Minnesota. Washington lagði Cleveland 104-92. Gilbert Arenas skoraði 35 stig fyrir Washington en LeBron James skoraði 17 stig á aðeins 30 mínútum fyrir Cleveland. New Jersey vann 17. leik sinn af síðustu 20 þegar það skellti Boston 95-93. Gerald Green skoraði 19 stig fyrir Boston en Nenad Kristic skoraði 18 fyrir New Jersey. Dallas vann auðveldan sigur á Utah 111-95 og gerði þar formlega út um fjarlægan draum Utah um að komast í úrslitakeppnina. Dirk Nowitzki skoraði 22 stig fyrir Dallas en náði sér alls ekki á strik í leiknum. Carlos Boozer var atkvæðamestur hjá Utah með 21 stig og 11 fráköst. Seattle valtaði yfir LA Clippers á útivelli 114-98. Ray Allen skoraði 21 stig fyrir Seattle en Elton Brand skoraði 22 stig fyrir Clippers. Þá tryggði Sacramento sér sæti í úrslitakeppninni með auðveldum 96-79 sigri á New Orleans. Mike Bibby skoraði 23 stig fyrir Sacramento en Chris Paul skoraði 12 stig og gaf 7 stoðsendingar hjá New Orleans. Endanleg niðurröðun er enn ekki komin á hreint, en þó er ljóst hvaða lið það verða sem komast í úrslitakeppnina í ár. Í Austurdeildinni verða það Detroit, Miami, New Jersey, Cleveland, Washington, Indiana, Milwaukee og Chicago. Í Vesturdeildinni eru það San Antonio, Dallas, Denver, Phoenix, Memphis, LA Clippers, LA Lakers og Sacramento.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira