Við erum sigurstranglegri 21. apríl 2006 16:45 Koma Ron Artest hefur enn sem komið er haft mjög jákvæð áhrif á lið Sacramento sem er nú nokkuð óvænt komið í úrslitakeppnina NordicPhotos/GettyImages Villingurinn Ron Artest hélt því blákalt fram á dögunum að hann væri að eigin mati besti leikmaður í NBA deildinni, en jafnan er stutt í stórar yfirlýsingar hjá kappanum. Nú hefur hann tjáð sig um einvígi Sacramento gegn meisturum San Antonio Spurs í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst um helgina og segir Artest sína menn vera í alla staði sigurstranglegri. Þessi yfirlýsing kann að koma einhverjum á óvart þar sem San Antonio var með besta árangur allra liða í Vesturdeildinni, en Sacramento hafnaði í áttunda sætinu. "Ég get ekki séð að við séum litla liðið í þessari viðureign á miðað við hvernig við erum búnir að spila undanfarið," sagði Artest. "San Antonio er kannski í efsta sætinu í dag - en við munum koma út úr þessari úrslitakeppni í fyrsta sætinu. Þeir munu verða tilbúnir fyrir okkur og eru með heimavallarréttinn, en við verðum að koma dýrvitlausir til leiks og vinna leiki á útivelli," sagði Artest. Þó yfirlýsingar hans kunni að hljóma ansi bjartsýnar, verður að telja honum það til tekna að hann lýsti því einmitt yfir að hann færi með lið Sacramento þegar hann gekk til liðs við það frá Indiana á miðjum vetri - og stóð við það. Liðið var í molum áður en Artest gekk í raðir þess, en hinn villti framherji hefur þjappað því saman inni á vellinum og varnarleikur hans hefur verið smitandi fyrir félaga hans. Hvort liðið á hinsvegar möguleika til að slá meistrana út úr úrslitakeppninni er aftur allt annar handleggur. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Sjá meira
Villingurinn Ron Artest hélt því blákalt fram á dögunum að hann væri að eigin mati besti leikmaður í NBA deildinni, en jafnan er stutt í stórar yfirlýsingar hjá kappanum. Nú hefur hann tjáð sig um einvígi Sacramento gegn meisturum San Antonio Spurs í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst um helgina og segir Artest sína menn vera í alla staði sigurstranglegri. Þessi yfirlýsing kann að koma einhverjum á óvart þar sem San Antonio var með besta árangur allra liða í Vesturdeildinni, en Sacramento hafnaði í áttunda sætinu. "Ég get ekki séð að við séum litla liðið í þessari viðureign á miðað við hvernig við erum búnir að spila undanfarið," sagði Artest. "San Antonio er kannski í efsta sætinu í dag - en við munum koma út úr þessari úrslitakeppni í fyrsta sætinu. Þeir munu verða tilbúnir fyrir okkur og eru með heimavallarréttinn, en við verðum að koma dýrvitlausir til leiks og vinna leiki á útivelli," sagði Artest. Þó yfirlýsingar hans kunni að hljóma ansi bjartsýnar, verður að telja honum það til tekna að hann lýsti því einmitt yfir að hann færi með lið Sacramento þegar hann gekk til liðs við það frá Indiana á miðjum vetri - og stóð við það. Liðið var í molum áður en Artest gekk í raðir þess, en hinn villti framherji hefur þjappað því saman inni á vellinum og varnarleikur hans hefur verið smitandi fyrir félaga hans. Hvort liðið á hinsvegar möguleika til að slá meistrana út úr úrslitakeppninni er aftur allt annar handleggur.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Sjá meira