Berlusconi verður að borga 120 milljarða í sekt 5. október 2009 08:48 Fininvest, félag í eigu Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dæmt til að borga yfir 120 milljarða kr. í sekt. Sektin á Fininvest að greiða fyrrum keppinaut sínum, fjölmiðlafyrirtækinu CIR sem nú er gjaldþrota. Það var dómari í Mílan sem kvað upp þennan úrskurð en í honum segir að CIR eigi rétt á þessum bótum frá Fininvest sökum þess að Fininvest eyðilagði verðmæti hlutar CIR í Mandadori stærsta útgáfufélagi Ítalíu með skemmdarverkum. Marina Berlusconi forstjóri Fininvest og dóttir forsætisráðherrans segir að málinu verði áfrýjað. Samkvæmt frásögn á vefsíðunni di.se ná málaferlin allt aftur til 1990 þegar Silvio Berlusconi settist sjálfur í forstjórastólinn hjá Fininvest og kastaði fyrrum forstjóra þess, De Benedetti út af skrifstofunni. „Þetta sannar enn á ný ólöglegar aðferðir Fininvest," segir De Benedetti. Silvio Berlusconi, sem á fjölda af dagblöðum og stjórnar þremur sjónvarpsstöðvum á Ítalíu, hefur verið ákærður um spillingu nokkrum sinnum. Í fyrra kom hann í gegn löggjöf á ítalska þinginu sem kemur í veg fyrir að hægt sé að saksækja hann meðan hann gegnir starfi forsætisráðherra. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fininvest, félag í eigu Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dæmt til að borga yfir 120 milljarða kr. í sekt. Sektin á Fininvest að greiða fyrrum keppinaut sínum, fjölmiðlafyrirtækinu CIR sem nú er gjaldþrota. Það var dómari í Mílan sem kvað upp þennan úrskurð en í honum segir að CIR eigi rétt á þessum bótum frá Fininvest sökum þess að Fininvest eyðilagði verðmæti hlutar CIR í Mandadori stærsta útgáfufélagi Ítalíu með skemmdarverkum. Marina Berlusconi forstjóri Fininvest og dóttir forsætisráðherrans segir að málinu verði áfrýjað. Samkvæmt frásögn á vefsíðunni di.se ná málaferlin allt aftur til 1990 þegar Silvio Berlusconi settist sjálfur í forstjórastólinn hjá Fininvest og kastaði fyrrum forstjóra þess, De Benedetti út af skrifstofunni. „Þetta sannar enn á ný ólöglegar aðferðir Fininvest," segir De Benedetti. Silvio Berlusconi, sem á fjölda af dagblöðum og stjórnar þremur sjónvarpsstöðvum á Ítalíu, hefur verið ákærður um spillingu nokkrum sinnum. Í fyrra kom hann í gegn löggjöf á ítalska þinginu sem kemur í veg fyrir að hægt sé að saksækja hann meðan hann gegnir starfi forsætisráðherra.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira