Hún tapaði 525 milljörðum í kreppunni 3. september 2009 14:30 Þýskur milljarðamæringur hefur tapað öllum auðæfum sínum á fjármálakreppunni, samtals 525 milljörðum kr. Sú sem hér um ræðir er hin 65 ára gamla Madeleine Schickedanz, erfingi Quelle og stór hluthafi í Karstadt-keðjunni. Í umfjöllun um málið í Jyllands Posten segir að þar til snemma á þessu ári hafi Madeleine lifað í ævintýralegum lúxus. Átti risavillur víða í heiminum, hallir og sumarhús bæði við ströndina og upp til fjalla, ferðaðist um heiminn í einkaþotum og fór varla úr húsi án þess að vera keyrð í limmósínum með einkabílstjórum. Nú eru þessi auðæfi, og lífstíllinn, horfin eftir að Arcandor samsteypan varð gjaldþrota. Arcandor var regnhlífarfélag fyrir eignir Madeleine sem fyrir utan þýsku póstdreifinguna Quelle og Karstadt taldi einnig ferðaþjónusturisann Thomas Cook. Þegar hafa um 70.000 kröfuhafar gefið sig fram með kröfur á hendur Arcandor. Allt sem Madeleine átti af fasteignum og lóðum var veðsett upp úr rjálfrinu fyrir skuldum samsteypunnar. Fyrir mánuði síðan kvartaði Madeleine yfir því í þýskum fjölmiðlum að í dag hefði hún aðeins um 100.000 kr. til að lifa af mánuðinn. En það er ljós puntur í þessu fyrir Madeleine. Henni tókst að koma ættaróðalinu, höll á 20.000 fermetra jörð við Fürth, í hendur sonar síns, Matthias. Og jafnframt er tryggt að þar getur hún búið til æfiloka. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Þýskur milljarðamæringur hefur tapað öllum auðæfum sínum á fjármálakreppunni, samtals 525 milljörðum kr. Sú sem hér um ræðir er hin 65 ára gamla Madeleine Schickedanz, erfingi Quelle og stór hluthafi í Karstadt-keðjunni. Í umfjöllun um málið í Jyllands Posten segir að þar til snemma á þessu ári hafi Madeleine lifað í ævintýralegum lúxus. Átti risavillur víða í heiminum, hallir og sumarhús bæði við ströndina og upp til fjalla, ferðaðist um heiminn í einkaþotum og fór varla úr húsi án þess að vera keyrð í limmósínum með einkabílstjórum. Nú eru þessi auðæfi, og lífstíllinn, horfin eftir að Arcandor samsteypan varð gjaldþrota. Arcandor var regnhlífarfélag fyrir eignir Madeleine sem fyrir utan þýsku póstdreifinguna Quelle og Karstadt taldi einnig ferðaþjónusturisann Thomas Cook. Þegar hafa um 70.000 kröfuhafar gefið sig fram með kröfur á hendur Arcandor. Allt sem Madeleine átti af fasteignum og lóðum var veðsett upp úr rjálfrinu fyrir skuldum samsteypunnar. Fyrir mánuði síðan kvartaði Madeleine yfir því í þýskum fjölmiðlum að í dag hefði hún aðeins um 100.000 kr. til að lifa af mánuðinn. En það er ljós puntur í þessu fyrir Madeleine. Henni tókst að koma ættaróðalinu, höll á 20.000 fermetra jörð við Fürth, í hendur sonar síns, Matthias. Og jafnframt er tryggt að þar getur hún búið til æfiloka.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira