FIH bankinn kemur Sjælsö Gruppen til hjálpar 28. ágúst 2009 08:46 FIH bankinn er meðal þeirra dönsku lánastofnanna sem koma að fjárhagslegri endurskipulagningu fasteignafélagsins Sjælsö Gruppen. Alls nemur aðstoðin 505 milljónum danskra kr. eða rúmum 12 milljörðum kr. FIH bankinn er sem kunnugt er í eigu íslenska ríkisins og þrotabú Samson heldur á 15% eignarhlut í Sjælsö Gruppen í gegnum SG Nord Holding. Sá hlutur var áður í eigu Björgólfs Thor Björgólfssonar. Greint er frá málinu á helstu viðskiptavefsíðum í Danmörku í morgun. Auk FIH bankans koma Amagerbanken A/S, Viscardi AG Investments Banking og SG Nord Hoilding að málinu. Þessir aðilar munu tryggja fyrrgreindar 505 milljónir danskra kr. í formi nýs hlutafés til Sjælsö Gruppen. Þá hefur Sjælsö Gruppen samið við FIH, Amagerbanken, HSH Nordbank AG og Aareal Bank AG um að styrkja fjárhagsstöðu félagsins. Endurskipulagningin felst m.a. annars í því að Sjælsö Gruppen rekur fjóra af hverjum tíu starfsmönnum sínum en þeir eru nú um 100 talsins. Þá er gert ráð fyrir að aðrar sparnaðar- og hagræðingaraðgerðir, auk uppsagnanna, muni nema um 100 milljónum danskra kr. á næsta ári. Í samkomulaginu sem náðst hefur er auk þess gert ráð fyrir að Sjælsö Gruppen og SG Nord Holding muni skipta með sér stóru fasteignaverkefni í Kaupmannahöfn sem gengur undir nafninu Chopenhagen Towers. Sjæslö Gruppen skilaði afleitu uppgjöri fyrir fyrstu sex máanuði ársins þar sem nettótapið nam rúmum 285 milljónum danskra kr. eða um 7 milljörðum kr. Félagið býst við frekara tapi út árið og afskriftaþröf sem liggur á bilinu 450 til 550 milljónir danskra kr.Hlutir í Sjælsö Gruppen hafa verið í frjálsu falli á markaðinum í morgun. Hafa nú lækkað um 25% frá opnun hans. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
FIH bankinn er meðal þeirra dönsku lánastofnanna sem koma að fjárhagslegri endurskipulagningu fasteignafélagsins Sjælsö Gruppen. Alls nemur aðstoðin 505 milljónum danskra kr. eða rúmum 12 milljörðum kr. FIH bankinn er sem kunnugt er í eigu íslenska ríkisins og þrotabú Samson heldur á 15% eignarhlut í Sjælsö Gruppen í gegnum SG Nord Holding. Sá hlutur var áður í eigu Björgólfs Thor Björgólfssonar. Greint er frá málinu á helstu viðskiptavefsíðum í Danmörku í morgun. Auk FIH bankans koma Amagerbanken A/S, Viscardi AG Investments Banking og SG Nord Hoilding að málinu. Þessir aðilar munu tryggja fyrrgreindar 505 milljónir danskra kr. í formi nýs hlutafés til Sjælsö Gruppen. Þá hefur Sjælsö Gruppen samið við FIH, Amagerbanken, HSH Nordbank AG og Aareal Bank AG um að styrkja fjárhagsstöðu félagsins. Endurskipulagningin felst m.a. annars í því að Sjælsö Gruppen rekur fjóra af hverjum tíu starfsmönnum sínum en þeir eru nú um 100 talsins. Þá er gert ráð fyrir að aðrar sparnaðar- og hagræðingaraðgerðir, auk uppsagnanna, muni nema um 100 milljónum danskra kr. á næsta ári. Í samkomulaginu sem náðst hefur er auk þess gert ráð fyrir að Sjælsö Gruppen og SG Nord Holding muni skipta með sér stóru fasteignaverkefni í Kaupmannahöfn sem gengur undir nafninu Chopenhagen Towers. Sjæslö Gruppen skilaði afleitu uppgjöri fyrir fyrstu sex máanuði ársins þar sem nettótapið nam rúmum 285 milljónum danskra kr. eða um 7 milljörðum kr. Félagið býst við frekara tapi út árið og afskriftaþröf sem liggur á bilinu 450 til 550 milljónir danskra kr.Hlutir í Sjælsö Gruppen hafa verið í frjálsu falli á markaðinum í morgun. Hafa nú lækkað um 25% frá opnun hans.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira