Kjell Inge Rökke og frú leysa til sín tæpa 9 milljarða í hagnað 29. júní 2009 10:35 Norski auðkýfingurinn Kjell Inge Rökke og eiginkona hans Anne Grete Eidsvig hafa ákveðið að leysa til sín hagnað upp á 441 milljón norskra kr., eða tæplega 9 milljarða kr., úr einkafjárfestingafélagi sínu The Resource Group (TRG). Olíufélag Rökke, Aker Solutions, sem hann á ásamt norska ríkinu er annað af tveimur félögum sem sóttu um leyfi til olíuleitar á Drekasvæðinu í gegnum dótturfélag sitt Aker Exploration. Greiðslan úr TRG, að sögn vefsíðunnar e24.no, er í formi tveggja milljóna nkr. af hlutafé og 439 milljóna nkr. sem skilgreindar eru sem „annað innborgað eiginfé". Þetta þýðir að Rökke hjónin sleppa við að borga skatt af þessum upphæðum fyrsta kastið. Samkvæmt ársuppgjöri TRG nam hagnaður félagsins á síðasta ári 327 milljónum nkr, þar af komu 240 milljónir nkr. sem hagnaður frá iðnaðarrisanum Aker ASA sem Rökke á 66,6% í. Aker ASA er svo aftur móðurfélag Aker Solutions. Fram kemur í fréttinni að Rökke innleysti engan hagnað úr TRG í fyrra né árið 2007. Bókfært eigið fé TRG nam 6,4 milljörðum nkr. við árslok í fyrra. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Norski auðkýfingurinn Kjell Inge Rökke og eiginkona hans Anne Grete Eidsvig hafa ákveðið að leysa til sín hagnað upp á 441 milljón norskra kr., eða tæplega 9 milljarða kr., úr einkafjárfestingafélagi sínu The Resource Group (TRG). Olíufélag Rökke, Aker Solutions, sem hann á ásamt norska ríkinu er annað af tveimur félögum sem sóttu um leyfi til olíuleitar á Drekasvæðinu í gegnum dótturfélag sitt Aker Exploration. Greiðslan úr TRG, að sögn vefsíðunnar e24.no, er í formi tveggja milljóna nkr. af hlutafé og 439 milljóna nkr. sem skilgreindar eru sem „annað innborgað eiginfé". Þetta þýðir að Rökke hjónin sleppa við að borga skatt af þessum upphæðum fyrsta kastið. Samkvæmt ársuppgjöri TRG nam hagnaður félagsins á síðasta ári 327 milljónum nkr, þar af komu 240 milljónir nkr. sem hagnaður frá iðnaðarrisanum Aker ASA sem Rökke á 66,6% í. Aker ASA er svo aftur móðurfélag Aker Solutions. Fram kemur í fréttinni að Rökke innleysti engan hagnað úr TRG í fyrra né árið 2007. Bókfært eigið fé TRG nam 6,4 milljörðum nkr. við árslok í fyrra.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira