Gagnrýnir stjórnendur Kaupþings harkalega Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. ágúst 2009 06:30 Tony Shearer, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander, er ómyrkur í máli. Engir skynsamir bankastjórnendur hefðu lánað eins miklar fjárhæðir til jafn fárra viðskiptavina og Kaupþing gerði, fullyrðir Tony Shearer, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander, í grein sem birtist á vef breska blaðsins Telegraph í gær. Shearer fjallar þar um lánagögn Kaupþings sem voru opinberaðar á vefnum Wikileaks.org fyrir röskri viku siðan. Í gögnunum eru tilgreindir stærstu lántakendur hjá Kaupþingi. Þar kemur fram, eins og fréttastofa hefur áður greint frá, að 10 stærstu lántakendur fengu ríflega 1500 milljarða í lán frá bankanum. Shearer segir að í langfæstum tilfellum hafi öryggis verið gætt. Mörg af lánunum hafi ekki verið tryggð með neinu nema hlutum í Kaupþingi, sem geti varla talist nokkur trygging. Þá segir Shearer að því hafi verið illa lýst og af mikilli ónákvæmni hvaða möguleikar væru á því að lánin fengust endurgreidd. Þá gagnrýnir Shearer breska fjármálaeftirlitið fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir að Kaupþing eignaðist Singer & Friedlander og visa ábyrgðinni á viðskiptunum á íslenska fjármálaeftirlitið. Hann segir að breska fjármálaeftirlitið hefði átt að aðstoða íslenska fjármálaeftirlitið við að sinna eftirlitsskyldum sínum og vara stjórnendur þess við þeirri hættu sem steðjaði að. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Engir skynsamir bankastjórnendur hefðu lánað eins miklar fjárhæðir til jafn fárra viðskiptavina og Kaupþing gerði, fullyrðir Tony Shearer, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander, í grein sem birtist á vef breska blaðsins Telegraph í gær. Shearer fjallar þar um lánagögn Kaupþings sem voru opinberaðar á vefnum Wikileaks.org fyrir röskri viku siðan. Í gögnunum eru tilgreindir stærstu lántakendur hjá Kaupþingi. Þar kemur fram, eins og fréttastofa hefur áður greint frá, að 10 stærstu lántakendur fengu ríflega 1500 milljarða í lán frá bankanum. Shearer segir að í langfæstum tilfellum hafi öryggis verið gætt. Mörg af lánunum hafi ekki verið tryggð með neinu nema hlutum í Kaupþingi, sem geti varla talist nokkur trygging. Þá segir Shearer að því hafi verið illa lýst og af mikilli ónákvæmni hvaða möguleikar væru á því að lánin fengust endurgreidd. Þá gagnrýnir Shearer breska fjármálaeftirlitið fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir að Kaupþing eignaðist Singer & Friedlander og visa ábyrgðinni á viðskiptunum á íslenska fjármálaeftirlitið. Hann segir að breska fjármálaeftirlitið hefði átt að aðstoða íslenska fjármálaeftirlitið við að sinna eftirlitsskyldum sínum og vara stjórnendur þess við þeirri hættu sem steðjaði að.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira