Mjög jákvæðar fréttir frá stærsu hagkerfum Evrópu Gunnar Örn Jónsson skrifar 13. ágúst 2009 10:57 Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðisins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda. Samdrátturinn á fyrsta ársfjórðungi var sá mesti frá upphafi mælinga á evrusvæðinu en slíkar mælingar hófust árið 1995. Hagfræðingar höfðu gert ráð fyrir 0,5 prósenta samdrætti á evrusvæðinu á öðrum ársfjórðungi en niðurstaðan varð 0,1 prósenta samdráttur sem áður segir. Bloomberg fréttaveitan greinir frá þessu í dag. Gengi hlutabréfa og evrunnar hefur styrkst umtalsvert í dag eftir að hagvaxtartölurnar voru birtar og vonast sérfræðingar til þess að mesta kreppan sé yfirstaðin. Eftirspurn eftir evrópskum vörum er að aukast og björgunaraðgerðir evrópskra stjórnvalda ásamt mjög lágum vöxtum aðstoða verulega við endurreisn efnahagslífsins í Evrópu. Þrátt fyrir þessar jákvæðu fréttir er talið að aukið atvinnuleysi í álfunni muni draga úr neyslu almennings. „Það eru ansi góðar líkur á því að hagkerfi evrusvæðisins hafi nú náð lágmarki og það komi til með að verða hagvöxtur á næsta ársfjórðungi þar sem mörg önnur lönd munu fylgja Þjóðverjum og Frökkum út úr kreppunni," segir yfirhagfræðingur hjá ING Bank í Amsterdam. Hann telur þó að viðsnúningurinn gæti hugsanlega dregist á langinn. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðisins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda. Samdrátturinn á fyrsta ársfjórðungi var sá mesti frá upphafi mælinga á evrusvæðinu en slíkar mælingar hófust árið 1995. Hagfræðingar höfðu gert ráð fyrir 0,5 prósenta samdrætti á evrusvæðinu á öðrum ársfjórðungi en niðurstaðan varð 0,1 prósenta samdráttur sem áður segir. Bloomberg fréttaveitan greinir frá þessu í dag. Gengi hlutabréfa og evrunnar hefur styrkst umtalsvert í dag eftir að hagvaxtartölurnar voru birtar og vonast sérfræðingar til þess að mesta kreppan sé yfirstaðin. Eftirspurn eftir evrópskum vörum er að aukast og björgunaraðgerðir evrópskra stjórnvalda ásamt mjög lágum vöxtum aðstoða verulega við endurreisn efnahagslífsins í Evrópu. Þrátt fyrir þessar jákvæðu fréttir er talið að aukið atvinnuleysi í álfunni muni draga úr neyslu almennings. „Það eru ansi góðar líkur á því að hagkerfi evrusvæðisins hafi nú náð lágmarki og það komi til með að verða hagvöxtur á næsta ársfjórðungi þar sem mörg önnur lönd munu fylgja Þjóðverjum og Frökkum út úr kreppunni," segir yfirhagfræðingur hjá ING Bank í Amsterdam. Hann telur þó að viðsnúningurinn gæti hugsanlega dregist á langinn.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira