Gríðarlegt atvinnuleysi á Bretlandi og fer vaxandi Gunnar Örn Jónsson skrifar 12. ágúst 2009 10:24 Atvinnulausum einstaklingum á breskum vinnumarkaði hefur fjölgað um 220 þúsund frá því í byrjun júní. Heildarfjöldi atvinnulausra er nú rúmlega 2,4 milljónir samkvæmt opinberum tölum þar í landi. Atvinnuleysi hefur ekki verið svona mikið síðan sumarið 1995 eða í fjórtán ár, um 2.500 manns missa atvinnu sína á hverjum degi. Það er fréttavefurinn Sky News sem greinir frá þessu. Sérfræðingar segja að þessi tíðindi muni auka þrýstinginn á ríkisstjórnina og hún verði að hefja frekari aðgerðir til að koma hjólum atvinnulífsins í réttan farveg. Vísir greindi frá því í síðustu viku að Seðlabanki Englands hafi aukið peningamagn í umferð um fimmtíu milljarða punda en nú virðist þörf á enn frekari aðgerðum af hálfu stjórnvalda. Bankinn hefur þegar farið yfir þau mörk sem hann áætlaði en hann hefur sett 175 milljarða punda inn í breska hagkerfið síðan lánsfjárkrísan hófst. Rannsóknarstofnun í viðskipta- og efnahagsmálum (CEBR) telur að fjöldi atvinnulausra geti hæglega náð fjórum milljónum. Það er meira atvinnuleysi en undir stjórn Margaret Thatcher, í upphafi níunda áratugarins. Nýútskrifuðum háskólastúdentum fjölgar auk þess með hverju árinu og atvinnuleysi hjá ungu fólki fer ört vaxandi. Tengdar fréttir 50 milljarðar punda inn í breska hagkerfið Seðlabanki Englands mun auka peningamagn í umferið um 50 milljarða punda með kaupum á ríkisskuldabréfum og skuldabréfum fyrirtækja. Upphæðin jafngildir rúmlega 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Er þetta gert í þeim tilgangi að hleypa lífi í efnahgagslíf þjóðarinnar. Það er Bloomberg fréttaveitan sem greinir frá þessu í dag. 6. ágúst 2009 16:46 Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Atvinnulausum einstaklingum á breskum vinnumarkaði hefur fjölgað um 220 þúsund frá því í byrjun júní. Heildarfjöldi atvinnulausra er nú rúmlega 2,4 milljónir samkvæmt opinberum tölum þar í landi. Atvinnuleysi hefur ekki verið svona mikið síðan sumarið 1995 eða í fjórtán ár, um 2.500 manns missa atvinnu sína á hverjum degi. Það er fréttavefurinn Sky News sem greinir frá þessu. Sérfræðingar segja að þessi tíðindi muni auka þrýstinginn á ríkisstjórnina og hún verði að hefja frekari aðgerðir til að koma hjólum atvinnulífsins í réttan farveg. Vísir greindi frá því í síðustu viku að Seðlabanki Englands hafi aukið peningamagn í umferð um fimmtíu milljarða punda en nú virðist þörf á enn frekari aðgerðum af hálfu stjórnvalda. Bankinn hefur þegar farið yfir þau mörk sem hann áætlaði en hann hefur sett 175 milljarða punda inn í breska hagkerfið síðan lánsfjárkrísan hófst. Rannsóknarstofnun í viðskipta- og efnahagsmálum (CEBR) telur að fjöldi atvinnulausra geti hæglega náð fjórum milljónum. Það er meira atvinnuleysi en undir stjórn Margaret Thatcher, í upphafi níunda áratugarins. Nýútskrifuðum háskólastúdentum fjölgar auk þess með hverju árinu og atvinnuleysi hjá ungu fólki fer ört vaxandi.
Tengdar fréttir 50 milljarðar punda inn í breska hagkerfið Seðlabanki Englands mun auka peningamagn í umferið um 50 milljarða punda með kaupum á ríkisskuldabréfum og skuldabréfum fyrirtækja. Upphæðin jafngildir rúmlega 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Er þetta gert í þeim tilgangi að hleypa lífi í efnahgagslíf þjóðarinnar. Það er Bloomberg fréttaveitan sem greinir frá þessu í dag. 6. ágúst 2009 16:46 Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
50 milljarðar punda inn í breska hagkerfið Seðlabanki Englands mun auka peningamagn í umferið um 50 milljarða punda með kaupum á ríkisskuldabréfum og skuldabréfum fyrirtækja. Upphæðin jafngildir rúmlega 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Er þetta gert í þeim tilgangi að hleypa lífi í efnahgagslíf þjóðarinnar. Það er Bloomberg fréttaveitan sem greinir frá þessu í dag. 6. ágúst 2009 16:46