Auðveldara að þjálfa stráka en stelpur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. mars 2013 07:00 Elsa Sæný fagnar hér eftir að hafa stýrt karlaliði HK til sigurs í Asics-bikarnum.fréttablaðið/stefán Stjarna helgarinnar í blakinu er Elsa Sæný Valgeirsdóttir, en hún varð tvöfaldur bikarmeistari í gær. Fyrst sem þjálfari karlaliðs HK og síðan sem leikmaður kvennaliðs HK. „Það er ekki hægt að kvarta yfir þessum degi og helginni í heild sinni. Ég var aldrei í vafa með strákana en það er erfiðara þegar maður keppir sjálfur. Ég hafði samt trú á þessu og þetta var æðislegt," sagði Elsa, en hvort var skemmtilegra að vinna sem leikmaður eða þjálfari? „Það er erfið spurning. Það var ótrúlega gaman að vinna sem leikmaður með systur minni en það var líka mjög ljúft að vinna sem þjálfari. Þetta var allt sætt." Elsa Sæný er að þjálfa blak í fyrsta skipti og fór beint í að þjálfa stráka en það eru ekki beint margar konur í því. „Þetta hefur gengið mjög vel. Þeir hafa tekið mér mjög vel og ekkert vesen. Það er auðveldara að þjálfa stráka en stelpur. Ég væri ekki til í að taka stelpulið að mér. Ég veit hvernig stelpur eru. Það þarf oft að fara fínna í hlutina og það ekki alltaf mín sterka hlið," sagði Elsa, en hún lét sína menn hafa það óþvegið í leikhléi í gær og fór það leikhlé sem eldur í sinu um internetið í gær. Ræðan virkaði því eftir hana sneru hennar menn leiknum við. „Stundum þarf að fara svona að hlutunum en það er leiðinlegt að verða þekkt fyrir svona. Það fer mér ekki. Svona er þetta samt stundum. Það þarf að byrsta sig. Ég hefði ekki getað talað svona við stelpur. Það hefði engan veginn gengið upp." Innlendar Tengdar fréttir HK bikarmeistari í blaki í þriðja sinn | Lögðu Stjörnuna 3-2 HK er bikarmeistari karla í blaki árið 2013 eftir sigur liðsins gegn Stjörnunni, 3-2, í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Þetta er í þriðja sinn sem HK verður bikarmeistari karla. 24. mars 2013 16:10 Myndaveisla frá bikarhátíð í blaki Það var mikil HK-hátið í Laugardalshöllinni í dag er Kópavogsfélagið tryggði sér sigurinn í Asics-bikar karla og kvenna. 24. mars 2013 22:03 "Viðbjóður að sjá ykkur spila“ | Þjálfari HK stal senunni Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, stal algjörlega senunni þegar lið hennar varð bikarmeistari í blaki eftir 3-2 sigur á Stjörnunni. 24. mars 2013 15:48 Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Sjá meira
Stjarna helgarinnar í blakinu er Elsa Sæný Valgeirsdóttir, en hún varð tvöfaldur bikarmeistari í gær. Fyrst sem þjálfari karlaliðs HK og síðan sem leikmaður kvennaliðs HK. „Það er ekki hægt að kvarta yfir þessum degi og helginni í heild sinni. Ég var aldrei í vafa með strákana en það er erfiðara þegar maður keppir sjálfur. Ég hafði samt trú á þessu og þetta var æðislegt," sagði Elsa, en hvort var skemmtilegra að vinna sem leikmaður eða þjálfari? „Það er erfið spurning. Það var ótrúlega gaman að vinna sem leikmaður með systur minni en það var líka mjög ljúft að vinna sem þjálfari. Þetta var allt sætt." Elsa Sæný er að þjálfa blak í fyrsta skipti og fór beint í að þjálfa stráka en það eru ekki beint margar konur í því. „Þetta hefur gengið mjög vel. Þeir hafa tekið mér mjög vel og ekkert vesen. Það er auðveldara að þjálfa stráka en stelpur. Ég væri ekki til í að taka stelpulið að mér. Ég veit hvernig stelpur eru. Það þarf oft að fara fínna í hlutina og það ekki alltaf mín sterka hlið," sagði Elsa, en hún lét sína menn hafa það óþvegið í leikhléi í gær og fór það leikhlé sem eldur í sinu um internetið í gær. Ræðan virkaði því eftir hana sneru hennar menn leiknum við. „Stundum þarf að fara svona að hlutunum en það er leiðinlegt að verða þekkt fyrir svona. Það fer mér ekki. Svona er þetta samt stundum. Það þarf að byrsta sig. Ég hefði ekki getað talað svona við stelpur. Það hefði engan veginn gengið upp."
Innlendar Tengdar fréttir HK bikarmeistari í blaki í þriðja sinn | Lögðu Stjörnuna 3-2 HK er bikarmeistari karla í blaki árið 2013 eftir sigur liðsins gegn Stjörnunni, 3-2, í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Þetta er í þriðja sinn sem HK verður bikarmeistari karla. 24. mars 2013 16:10 Myndaveisla frá bikarhátíð í blaki Það var mikil HK-hátið í Laugardalshöllinni í dag er Kópavogsfélagið tryggði sér sigurinn í Asics-bikar karla og kvenna. 24. mars 2013 22:03 "Viðbjóður að sjá ykkur spila“ | Þjálfari HK stal senunni Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, stal algjörlega senunni þegar lið hennar varð bikarmeistari í blaki eftir 3-2 sigur á Stjörnunni. 24. mars 2013 15:48 Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Sjá meira
HK bikarmeistari í blaki í þriðja sinn | Lögðu Stjörnuna 3-2 HK er bikarmeistari karla í blaki árið 2013 eftir sigur liðsins gegn Stjörnunni, 3-2, í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Þetta er í þriðja sinn sem HK verður bikarmeistari karla. 24. mars 2013 16:10
Myndaveisla frá bikarhátíð í blaki Það var mikil HK-hátið í Laugardalshöllinni í dag er Kópavogsfélagið tryggði sér sigurinn í Asics-bikar karla og kvenna. 24. mars 2013 22:03
"Viðbjóður að sjá ykkur spila“ | Þjálfari HK stal senunni Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, stal algjörlega senunni þegar lið hennar varð bikarmeistari í blaki eftir 3-2 sigur á Stjörnunni. 24. mars 2013 15:48