Erkifjendur mætast á UFC 173 Pétur Marinó Jónsson skrifar 23. maí 2014 07:30 Renan Barao fagnar sigri á Urijah Faber. Vísir/Getty Í aðalbardaga UFC 173 á laugardagskvöldið mætast þeir Renan Barao og TJ Dillashaw. Barao keppir undir merkjum Nova União á meðan Dillashaw keppir fyrir hönd Team Alpha Male. Þetta verður fimmti titilbardaginn milli liðanna og alltaf hefur Nova União haft betur. UFC 173 er stjörnum prýtt bardagakvöld en bardagarnir fara fram í Las Vegas næstkomandi laugardagskvöld. Bardagarnir verða sýndir á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2 aðfaranótt sunnudags.Dana White, forseti UFC, hefur lofsungið Renan Barao gríðarlega á undanförnum mánuðum og telur hann vera einn besta bardagamann heims, pund fyrir pund, um þessar mundir. Þeir Barao og Dillashaw æfa báðir með tveimur af stærstu bardagaliðum heims, Nova União í Brasilíu (Barao) og Team Alpha Male í Bandaríkjunum (Dillashaw). Það er kannski kaldhæðnislegt að kalla þetta stór bardagalið þar sem liðin sérhæfa sig í léttari þyngdarflokkunum. Þessi lið hafa oft barist um titlana en þetta verður fimmti titilbardaginn milli klúbbanna. Í öllum fjórum bardögunum hefur Nova União haft betur. Fyrsti titilbardaginn milli klúbbanna fór fram í WEC í apríl 2010. WEC var í eigu ZUFFA (eigendur UFC) og sameinaðist UFC árið 2010. Þar börðust þeir Urijah Faber (Team Alpha Male) og Jose Aldo (Nova União) um fjaðurvigtarbelti WEC. Aldo fór með sannfærandi sigur af hólmi eftir dómaraákvörðun. Í janúar 2012 mættust liðin á UFC 142. Þar rotaði Jose Aldo (Nova União) Chad Mendes (Team Alpha Male) með vel tímasettu hnésparki og varði fjaðurvigtartitil sinn. Mendes fær annað tækifæri á fjaðurvigtarbeltinu þegar þeir mætast á UFC 176 í ágúst. Í júlí sama ár mættust þeir Renan Barao (Nova União) og Urijah Faber (Team Alpha Male). Barao kom inn í bardagann með skömmum fyrirvara þar sem upphaflega átti Faber að berjast við Dominick Cruz um bantamvigtarbeltið. Vegna meiðsla Cruz kom Barao í hans stað og sigraði Faber örugglega eftir dómaraákvörðun. Fjórði titilbardaginn milli liðanna fór fram fyrr á þessu ári þegar Urijah Faber fékk aftur tækifæri á að berjast við Barao um bantamvigtartitilinn. Barao sigraði með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu en að margra mati var bardaginn stöðvaður of fljótt. Engu að síður enn eitt tap Team Alpha Male gegn Nova União þegar mest liggur undir. Margir gera ráð fyrir að Barao sigri Dillashaw en sá síðarnefndi hefur tekið gríðarlegum framförum á stuttum tíma. Þrátt fyrir þessi töp Team Alpha Male er þetta eitt fremsta bardagalið heims og því skal enginn afskrifa TJ Dillashaw á laugardaginn. Í íþrótt þar sem eitt augnablik getur breytt öllu er aldrei hægt að afskrifa hæfileikaríkan bardagamann líkt og Dillashaw. Nær Team Alpha Male loksins að sigra Nova União í titilbardaga?Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Renan Barao | 33 bardagar í röð án ósigurs Næstkomandi laugardagskvöld berst Renan Barao (32-1(1)) við TJ Dillashaw (9-2) um bantamvigtartitil UFC. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 og hefst útsendingin klukkan 2 á Stöð 2 Sport. 21. maí 2014 22:15 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sjá meira
Í aðalbardaga UFC 173 á laugardagskvöldið mætast þeir Renan Barao og TJ Dillashaw. Barao keppir undir merkjum Nova União á meðan Dillashaw keppir fyrir hönd Team Alpha Male. Þetta verður fimmti titilbardaginn milli liðanna og alltaf hefur Nova União haft betur. UFC 173 er stjörnum prýtt bardagakvöld en bardagarnir fara fram í Las Vegas næstkomandi laugardagskvöld. Bardagarnir verða sýndir á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2 aðfaranótt sunnudags.Dana White, forseti UFC, hefur lofsungið Renan Barao gríðarlega á undanförnum mánuðum og telur hann vera einn besta bardagamann heims, pund fyrir pund, um þessar mundir. Þeir Barao og Dillashaw æfa báðir með tveimur af stærstu bardagaliðum heims, Nova União í Brasilíu (Barao) og Team Alpha Male í Bandaríkjunum (Dillashaw). Það er kannski kaldhæðnislegt að kalla þetta stór bardagalið þar sem liðin sérhæfa sig í léttari þyngdarflokkunum. Þessi lið hafa oft barist um titlana en þetta verður fimmti titilbardaginn milli klúbbanna. Í öllum fjórum bardögunum hefur Nova União haft betur. Fyrsti titilbardaginn milli klúbbanna fór fram í WEC í apríl 2010. WEC var í eigu ZUFFA (eigendur UFC) og sameinaðist UFC árið 2010. Þar börðust þeir Urijah Faber (Team Alpha Male) og Jose Aldo (Nova União) um fjaðurvigtarbelti WEC. Aldo fór með sannfærandi sigur af hólmi eftir dómaraákvörðun. Í janúar 2012 mættust liðin á UFC 142. Þar rotaði Jose Aldo (Nova União) Chad Mendes (Team Alpha Male) með vel tímasettu hnésparki og varði fjaðurvigtartitil sinn. Mendes fær annað tækifæri á fjaðurvigtarbeltinu þegar þeir mætast á UFC 176 í ágúst. Í júlí sama ár mættust þeir Renan Barao (Nova União) og Urijah Faber (Team Alpha Male). Barao kom inn í bardagann með skömmum fyrirvara þar sem upphaflega átti Faber að berjast við Dominick Cruz um bantamvigtarbeltið. Vegna meiðsla Cruz kom Barao í hans stað og sigraði Faber örugglega eftir dómaraákvörðun. Fjórði titilbardaginn milli liðanna fór fram fyrr á þessu ári þegar Urijah Faber fékk aftur tækifæri á að berjast við Barao um bantamvigtartitilinn. Barao sigraði með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu en að margra mati var bardaginn stöðvaður of fljótt. Engu að síður enn eitt tap Team Alpha Male gegn Nova União þegar mest liggur undir. Margir gera ráð fyrir að Barao sigri Dillashaw en sá síðarnefndi hefur tekið gríðarlegum framförum á stuttum tíma. Þrátt fyrir þessi töp Team Alpha Male er þetta eitt fremsta bardagalið heims og því skal enginn afskrifa TJ Dillashaw á laugardaginn. Í íþrótt þar sem eitt augnablik getur breytt öllu er aldrei hægt að afskrifa hæfileikaríkan bardagamann líkt og Dillashaw. Nær Team Alpha Male loksins að sigra Nova União í titilbardaga?Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Renan Barao | 33 bardagar í röð án ósigurs Næstkomandi laugardagskvöld berst Renan Barao (32-1(1)) við TJ Dillashaw (9-2) um bantamvigtartitil UFC. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 og hefst útsendingin klukkan 2 á Stöð 2 Sport. 21. maí 2014 22:15 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sjá meira
Renan Barao | 33 bardagar í röð án ósigurs Næstkomandi laugardagskvöld berst Renan Barao (32-1(1)) við TJ Dillashaw (9-2) um bantamvigtartitil UFC. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 og hefst útsendingin klukkan 2 á Stöð 2 Sport. 21. maí 2014 22:15