Sjáið viðtalið við Tryggva: Ég þarf að fara að fullorðnast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2015 19:02 Tryggvi Guðmundsson var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld þar sem hann fór yfir atburði helgarinnar með Sighvati Jónssyni. ÍBV leysti Tryggva Guðmundsson frá störfum sem aðstoðarþjálfara liðsins í Pepsi-deild karla í dag en hann fékk ekki að stýra liðinu á móti Blikum í gær eftir að hafa mætt fullur á æfingu liðsins á laugardaginn, daginn fyrir leik. Ingi Sigurðsson stýrði ÍBV-liðinu í leiknum þar sem liðið vann Breiðablik 2-0 og varð um leið fyrsta liðið til að vinna Kópavogsliðið í Pepsi-deildinni í sumar. Tryggvi Guðmundsson er markahæsti leikmaðurinn í sögu efstu deildar karla á Íslandi en hann er einnig markahæsti leikmaður ÍBV í deild þeirra bestu. Sighvatur bað Tryggva um að segja frá sinni hlið á þessu máli. „Ég mæti á æfingu á laugardaginn sem er dagurinn fyrir leik. Ég var þá búinn að fá mér marga bjóra og svoleiðis er það nú bara," sagði Tryggvi. Sighvatur spurði Tryggva hvort að það hafi verið strax ákveðið að hálfu ÍBV að þetta hafi verið brot á samningi. „Já, það er alveg klárt. Ég viðurkenndi þetta strax og við kláruðum þetta bara í bróðerni," segir Tryggvi en var þetta ekki harkaleg ákvörðun að hálfu félagsins. „Nei alls ekki. Þetta er fyrst og fremst og aðallega stór mistök hjá mér. Klúbburinn gerir það eina rétta," segir Tryggvi en hvað tekur nú við. „Það er ekkert fótbolta tengt og meira tengt sjálfum mér og hausnum á mér. Þetta er spurning um vellíðan og vanlíðan. Ég þarf að vinna með sjálfum mér og hætta að vera svona góður við sjálfan mig. Ég þarf að taka til í hausnum á mér og fara að fullorðnast," segir Tryggvi en er meðferð á næsta leiti. „Það má vel vera að það sé inn í myndinni," segir Tryggvi. Þetta er ekki fyrsta sinn sem svona gerist hjá Tryggva hjá ÍBV en var þetta eitthvað sem menn höfðu með þegar samningur hans við ÍBV var settur saman. „Miðað við það sem á undan er gengið þá sömdum við þannig og eðlilega. Ef eitthvað svona myndi koma upp þá yrði tekið á því. Það hefur verið gert," sagði Tryggvi. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Tryggva hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tryggvi rekinn frá ÍBV | Braut af sér í starfi Tryggvi Guðmundsson er hættur sem aðstoðarþjálfari ÍBV. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu en þar segir: 29. júní 2015 10:54 Tryggvi mætti á æfingu undir áhrifum: „Ég gerði mistök“ Tryggvi Guðmundsson segist ætla að skoða sín mál eftir að vera rekinn frá ÍBV. 29. júní 2015 11:13 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
Tryggvi Guðmundsson var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld þar sem hann fór yfir atburði helgarinnar með Sighvati Jónssyni. ÍBV leysti Tryggva Guðmundsson frá störfum sem aðstoðarþjálfara liðsins í Pepsi-deild karla í dag en hann fékk ekki að stýra liðinu á móti Blikum í gær eftir að hafa mætt fullur á æfingu liðsins á laugardaginn, daginn fyrir leik. Ingi Sigurðsson stýrði ÍBV-liðinu í leiknum þar sem liðið vann Breiðablik 2-0 og varð um leið fyrsta liðið til að vinna Kópavogsliðið í Pepsi-deildinni í sumar. Tryggvi Guðmundsson er markahæsti leikmaðurinn í sögu efstu deildar karla á Íslandi en hann er einnig markahæsti leikmaður ÍBV í deild þeirra bestu. Sighvatur bað Tryggva um að segja frá sinni hlið á þessu máli. „Ég mæti á æfingu á laugardaginn sem er dagurinn fyrir leik. Ég var þá búinn að fá mér marga bjóra og svoleiðis er það nú bara," sagði Tryggvi. Sighvatur spurði Tryggva hvort að það hafi verið strax ákveðið að hálfu ÍBV að þetta hafi verið brot á samningi. „Já, það er alveg klárt. Ég viðurkenndi þetta strax og við kláruðum þetta bara í bróðerni," segir Tryggvi en var þetta ekki harkaleg ákvörðun að hálfu félagsins. „Nei alls ekki. Þetta er fyrst og fremst og aðallega stór mistök hjá mér. Klúbburinn gerir það eina rétta," segir Tryggvi en hvað tekur nú við. „Það er ekkert fótbolta tengt og meira tengt sjálfum mér og hausnum á mér. Þetta er spurning um vellíðan og vanlíðan. Ég þarf að vinna með sjálfum mér og hætta að vera svona góður við sjálfan mig. Ég þarf að taka til í hausnum á mér og fara að fullorðnast," segir Tryggvi en er meðferð á næsta leiti. „Það má vel vera að það sé inn í myndinni," segir Tryggvi. Þetta er ekki fyrsta sinn sem svona gerist hjá Tryggva hjá ÍBV en var þetta eitthvað sem menn höfðu með þegar samningur hans við ÍBV var settur saman. „Miðað við það sem á undan er gengið þá sömdum við þannig og eðlilega. Ef eitthvað svona myndi koma upp þá yrði tekið á því. Það hefur verið gert," sagði Tryggvi. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Tryggva hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tryggvi rekinn frá ÍBV | Braut af sér í starfi Tryggvi Guðmundsson er hættur sem aðstoðarþjálfari ÍBV. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu en þar segir: 29. júní 2015 10:54 Tryggvi mætti á æfingu undir áhrifum: „Ég gerði mistök“ Tryggvi Guðmundsson segist ætla að skoða sín mál eftir að vera rekinn frá ÍBV. 29. júní 2015 11:13 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
Tryggvi rekinn frá ÍBV | Braut af sér í starfi Tryggvi Guðmundsson er hættur sem aðstoðarþjálfari ÍBV. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu en þar segir: 29. júní 2015 10:54
Tryggvi mætti á æfingu undir áhrifum: „Ég gerði mistök“ Tryggvi Guðmundsson segist ætla að skoða sín mál eftir að vera rekinn frá ÍBV. 29. júní 2015 11:13