Guðmundur Steingrímsson kallar eftir aðgerðaráætlun í menntamálum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júní 2015 16:41 Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartar framtíðar, kallar eftir aðgerðaráætlun í menntamálum. Vísir/Valli „Það er stundum sagt á hátíðisdögum að menntun borgi sig,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þingmaðurinn spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra hvort hann hefði áhyggjur af þeim tölum sem birtust í könnun frá Hagstofu Íslands. Rétt eins og Vísir hefur fjallað um í dag þá skilar menntun sér síst í hærri launum hér á landi ef miðað er við önnur Evrópulönd. Guðmundur kallar eftir víðtækri aðgerðaráætlun í menntamálum. Guðmundur sagðist telja það heillavænlegt og skynsamlegt að búa í þjóðfélagi þar sem umbunað er fyrir menntun á einhvern hátt. „Við fáum aukna verðmætasköpun og heilbrigðara og betra samfélag.“ Hann benti á að Bandalag háskólamanna hafi bent á þetta misræmi um langt skeið en félagið hefur staðið í verkfallsaðgerðum í á fjórða mánuð. Sett voru lög á verkfallsaðgerðir BHM fyrir um tveimur vikum. „Hvatinn til menntunar er ekki nægilega ríkur á Íslandi,“ sagði Guðmundur. Hann sagði það nú svo að áhöld væru jafnvel um hvort menntun borgi sig yfirhöfuð.Illugi er ekki ánægður með niðurstöður könnunar Hagstofunnar.Vísir/DaníelStingur mjög í augun Illugi tók undir áhyggjur Guðmundar en benti jafnframt á að nauðsynlegt væri að átta sig á hvers vegna staðan er eins og hún er. „Ég held því að það þurfi að velta fyrir sér þáttum eins og samsetningu háskólamenntunar hjá okkur. Hvert liggur straumurinn? Í hverju er fólk að mennta sig og gagnast það samfélaginu okkar í dag?“ Hann spurði þingheim hvort samfélagið hér á landi væri að nýta menntun nægilega vel og hvort hún hentaði þróun atvinnulífsins. „Þetta stingur mjög í augun og er umhugsunar- og áhyggjuefni fyrir okkur.“ Guðmundur kallaði í andsvari sínu eftir víðtækri aðgerðaráætlun til að auka gildi menntunar. „Ég held að við séum í alþjóðasamkeppni um menntað starfsfólk,“ sagði Guðmundur. „Við erum að horfa upp á þetta núna. Menntað vinnuafl er að leita annað. Við kostum menntunina og þetta fólk flytur svo út og greiðir skatta þar.“ Illugi telur málið að einhverju leyti menningarlegt. „Við erum þjóðin sem bjó til máltækið: „Bókvitið verður ekki í askana látið“,“ sagði hann en að hann teldi að þetta viðhorf væri að breytast. Alþingi Tengdar fréttir Menntun hefur minnst áhrif á Íslandi Munur ráðstöfunartekna eftir menntun var minnstur á Íslandi samanborið við önnur Evrópuríki árið 2013. 22. júní 2015 14:00 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
„Það er stundum sagt á hátíðisdögum að menntun borgi sig,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þingmaðurinn spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra hvort hann hefði áhyggjur af þeim tölum sem birtust í könnun frá Hagstofu Íslands. Rétt eins og Vísir hefur fjallað um í dag þá skilar menntun sér síst í hærri launum hér á landi ef miðað er við önnur Evrópulönd. Guðmundur kallar eftir víðtækri aðgerðaráætlun í menntamálum. Guðmundur sagðist telja það heillavænlegt og skynsamlegt að búa í þjóðfélagi þar sem umbunað er fyrir menntun á einhvern hátt. „Við fáum aukna verðmætasköpun og heilbrigðara og betra samfélag.“ Hann benti á að Bandalag háskólamanna hafi bent á þetta misræmi um langt skeið en félagið hefur staðið í verkfallsaðgerðum í á fjórða mánuð. Sett voru lög á verkfallsaðgerðir BHM fyrir um tveimur vikum. „Hvatinn til menntunar er ekki nægilega ríkur á Íslandi,“ sagði Guðmundur. Hann sagði það nú svo að áhöld væru jafnvel um hvort menntun borgi sig yfirhöfuð.Illugi er ekki ánægður með niðurstöður könnunar Hagstofunnar.Vísir/DaníelStingur mjög í augun Illugi tók undir áhyggjur Guðmundar en benti jafnframt á að nauðsynlegt væri að átta sig á hvers vegna staðan er eins og hún er. „Ég held því að það þurfi að velta fyrir sér þáttum eins og samsetningu háskólamenntunar hjá okkur. Hvert liggur straumurinn? Í hverju er fólk að mennta sig og gagnast það samfélaginu okkar í dag?“ Hann spurði þingheim hvort samfélagið hér á landi væri að nýta menntun nægilega vel og hvort hún hentaði þróun atvinnulífsins. „Þetta stingur mjög í augun og er umhugsunar- og áhyggjuefni fyrir okkur.“ Guðmundur kallaði í andsvari sínu eftir víðtækri aðgerðaráætlun til að auka gildi menntunar. „Ég held að við séum í alþjóðasamkeppni um menntað starfsfólk,“ sagði Guðmundur. „Við erum að horfa upp á þetta núna. Menntað vinnuafl er að leita annað. Við kostum menntunina og þetta fólk flytur svo út og greiðir skatta þar.“ Illugi telur málið að einhverju leyti menningarlegt. „Við erum þjóðin sem bjó til máltækið: „Bókvitið verður ekki í askana látið“,“ sagði hann en að hann teldi að þetta viðhorf væri að breytast.
Alþingi Tengdar fréttir Menntun hefur minnst áhrif á Íslandi Munur ráðstöfunartekna eftir menntun var minnstur á Íslandi samanborið við önnur Evrópuríki árið 2013. 22. júní 2015 14:00 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Menntun hefur minnst áhrif á Íslandi Munur ráðstöfunartekna eftir menntun var minnstur á Íslandi samanborið við önnur Evrópuríki árið 2013. 22. júní 2015 14:00