„Vilja uppræta fortíð okkar og menningu“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. mars 2015 07:00 Vígamenn Íslamska ríkisins lögðu safnið í Mosul í rúst. Samfélag fræðimanna og fornleifafræðinga fordæmir aðgerðir Íslamska ríkisins í hinni ævafornu borg Nimrud í Írak. Að sögn talsmanna írösku ríkisstjórnarinnar hafa öfgamenn samtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki hafið viðamikla eyðileggingarstarfsemi í borginni sem er meira en 3.000 ára gömul. „Þeir eru ekki bara að eyðileggja nútímalega lifnaðarhætti okkar eða hernema þorp, kirkjur eða heimili, eða uppræta framtíð okkar. Þeir vilja þurrka út menningu okkar, fortíð og siðmenningu,“ sagði Habib Afram, formaður Sýrlendingafélagsins í Líbanon, við The Guardian í gær. Hermenn Íslamska ríkisins hafa eyðilagt ævafornar minjar í borginni, brotið styttur og rutt húsum úr vegi með vinnuvélum. Irina Bokova, forstöðukona mennta- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, fordæmdi aðgerðir Íslamska ríkisins í yfirlýsingu í gær. Í yfirlýsingunni kemur fram að eyðilegging menningarverðmæta flokkist sem stríðsglæpur og að UNESCO kalli eftir samhentu átaki trúar- og stjórnmálaleiðtoga í Mið-Austurlöndum til að binda enda á þennan glæp gegn siðmenningunni. Í síðustu viku sendi Íslamska ríkið frá sér myndband frá eyðileggingu á fornminjum í fornminjasafninu í Mosul í Írak. Þar má sjá vígamenn samtakanna hrinda styttum af stöllum, brjóta þær með sleggjum og saga sundur fornminjar. Í myndbandinu kemur ásetningur Íslamska ríkisins fram en í augum meðlima þess eru fornminjarnar arfleifð fjölgyðistrúar og því guðlast og að guð þeirra hafi fyrirskipað að þær skyldu fjarlægðar. Borgin Nimrud, sem liggur í norðurhluta Írak, var byggð árið 1250 fyrir Krist og átti síðar eftir að verða höfuðborg Assyríu, stórveldis sem á hápunkti sínum teygði sig yfir nær allt landsvæði Mið-Austurlanda, eða allt frá Tyrklandi til Írans. Íslamska ríkið náði tökum á stórum svæðum í Norður-Írak síðasta sumar og hefur síðan hrakið á brott stóra hópa kristinna manna, Yazidi-fólks og annarra minnihlutahópa. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fordæmir eyðileggingu ISIS á fornminjum Yfirmaður UNESCO vill að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundi um varðveitingu menningararfleifðar Írak. 27. febrúar 2015 08:15 Fóru á jarðýtum yfir forna borg Vígamenn ISIS skemmdu meira en þrjú þúsund ára gamlar rústir í Írak. 5. mars 2015 23:26 ISIS-liðar eyðileggja 3.000 ára gamla fornmuni Liðsmenn ISIS hafa birt myndband sem sýnir þá eyðileggja ævaforna muni á safni í íröksku borginni Mosul. 26. febrúar 2015 15:30 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Samfélag fræðimanna og fornleifafræðinga fordæmir aðgerðir Íslamska ríkisins í hinni ævafornu borg Nimrud í Írak. Að sögn talsmanna írösku ríkisstjórnarinnar hafa öfgamenn samtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki hafið viðamikla eyðileggingarstarfsemi í borginni sem er meira en 3.000 ára gömul. „Þeir eru ekki bara að eyðileggja nútímalega lifnaðarhætti okkar eða hernema þorp, kirkjur eða heimili, eða uppræta framtíð okkar. Þeir vilja þurrka út menningu okkar, fortíð og siðmenningu,“ sagði Habib Afram, formaður Sýrlendingafélagsins í Líbanon, við The Guardian í gær. Hermenn Íslamska ríkisins hafa eyðilagt ævafornar minjar í borginni, brotið styttur og rutt húsum úr vegi með vinnuvélum. Irina Bokova, forstöðukona mennta- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, fordæmdi aðgerðir Íslamska ríkisins í yfirlýsingu í gær. Í yfirlýsingunni kemur fram að eyðilegging menningarverðmæta flokkist sem stríðsglæpur og að UNESCO kalli eftir samhentu átaki trúar- og stjórnmálaleiðtoga í Mið-Austurlöndum til að binda enda á þennan glæp gegn siðmenningunni. Í síðustu viku sendi Íslamska ríkið frá sér myndband frá eyðileggingu á fornminjum í fornminjasafninu í Mosul í Írak. Þar má sjá vígamenn samtakanna hrinda styttum af stöllum, brjóta þær með sleggjum og saga sundur fornminjar. Í myndbandinu kemur ásetningur Íslamska ríkisins fram en í augum meðlima þess eru fornminjarnar arfleifð fjölgyðistrúar og því guðlast og að guð þeirra hafi fyrirskipað að þær skyldu fjarlægðar. Borgin Nimrud, sem liggur í norðurhluta Írak, var byggð árið 1250 fyrir Krist og átti síðar eftir að verða höfuðborg Assyríu, stórveldis sem á hápunkti sínum teygði sig yfir nær allt landsvæði Mið-Austurlanda, eða allt frá Tyrklandi til Írans. Íslamska ríkið náði tökum á stórum svæðum í Norður-Írak síðasta sumar og hefur síðan hrakið á brott stóra hópa kristinna manna, Yazidi-fólks og annarra minnihlutahópa.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fordæmir eyðileggingu ISIS á fornminjum Yfirmaður UNESCO vill að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundi um varðveitingu menningararfleifðar Írak. 27. febrúar 2015 08:15 Fóru á jarðýtum yfir forna borg Vígamenn ISIS skemmdu meira en þrjú þúsund ára gamlar rústir í Írak. 5. mars 2015 23:26 ISIS-liðar eyðileggja 3.000 ára gamla fornmuni Liðsmenn ISIS hafa birt myndband sem sýnir þá eyðileggja ævaforna muni á safni í íröksku borginni Mosul. 26. febrúar 2015 15:30 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Fordæmir eyðileggingu ISIS á fornminjum Yfirmaður UNESCO vill að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundi um varðveitingu menningararfleifðar Írak. 27. febrúar 2015 08:15
Fóru á jarðýtum yfir forna borg Vígamenn ISIS skemmdu meira en þrjú þúsund ára gamlar rústir í Írak. 5. mars 2015 23:26
ISIS-liðar eyðileggja 3.000 ára gamla fornmuni Liðsmenn ISIS hafa birt myndband sem sýnir þá eyðileggja ævaforna muni á safni í íröksku borginni Mosul. 26. febrúar 2015 15:30