Irina og Jón Sigurður urðu bæði þrefaldir Íslandsmeistarar um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2016 17:37 Irina Sazonova og Dominuqa Belányi úr Ármanni unnu fjóra af fimm Íslandsmeistaratitlinum sem voru í boði hjá konunum um helgina. Mynd/Fésbókarsíða Fimleikasambands Íslands Ármenningarnir Irina Sazonova og Jón Sigurður Gunnarsson bættu í dag við tveimur Íslandsmeistaratitlum á einstökum áhöldum við Íslandsmeistaratitla sína í fjölþraut í gær. Íslandsmótinu í áhaldafimleikum 2016 lauk í Laugabóli í dag. Irina Sazonova varð Íslandsmeistari á bæði jafnvægisslá og á gólfi og var því sigursælust eins og í gær. Jón Sigurður Gunnarsson varð Íslandsmeistari á bæði gólfi og í hringjum en hann vann tvö áhöld eins og þeir Sigurður Andrés Sigurðarson úr Ármanni og Hrannar Jónsson úr Gerplu. Irina Sazonova úr Ármanni vann eins og áður sagði gull á jafnvægisslá og á gólfi en hún fékk einnig silfur á tvíslánni. Á tvíslá sigraði Dominuqa Belányi úr Ármanni eftir glæsilegar æfingar og á stökki sigraði Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir úr Björk. Það var svo jöfn keppni hjá körlunum að í bæði stökki og á svifrá þurftu menn að deila Íslandsmeistaratitlinum. Á stökki voru jafnir í fyrsta sæti þeir Sigurður Andrés Sigurðarson úr Ármanni og Hrannar Jónsson úr Gerplu. Hrannar deildi einnig Íslandsmeistaratitli á svifrá en þar var það Hróbjartur Pálmar Hilmarsson úr Gerplu sem var jafn Hrannari. Á bogahesti varð Arnþór Daði Jónasson úr Gerplu hlutskarpastur og á tvíslá sigraði Sigurður Andrés Sigurðarson úr Ármanni. Í unglingaflokki kvenna stóð Íslandsmeistarinn frá því í gær, Margrét Lea Kristinsdóttir úr Björk, uppi sem sigurvegari á jafnvægisslá og gólfi. Á stökki sigraði Vigdís Pálmadóttir úr Björk og á tvíslá Thelma Rún Guðjónsdóttir úr Fylki. Í unglingaflokki karla stóð Íslandsmeistarinn frá því í gær, Jónas Ingi Þórisson úr Ármanni, tvíslá. Martin Bjarni Guðmundsson úr Gerplu, vann í hringjum og stökki. Atli Þórður Jónsson úr Gerplu vann á gólfi. Aron Freyr Axelsson gerðu betur en allir á bogahesti og Breki Snorrason úr Björk varð Íslandsmeistari á svifrá. Mótið var stórskemmtilegt og sáust frábært tilþrif hjá okkar besta fimleikafólki. Nú framundan eru spennandi tímar þar sem að Ísland er á leið með fulltrúa í fyrsta skipi í undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Irina er í feikna formi og sýndi hún um helgina að hún er til alls líkleg til að komast alla leið til Ríó í ágúst. Það eru einnig fjölmörg önnur mót á dagskránni hjá landsliðum Íslands í áhaldafimleikum. En þar má nefna meðal annars heimsbikarmót í Ljublíana, Berlin Cup, Norðurlandamót sem haldið er hér á landi 7. til 8. maí og svo Evrópumót í Bern í lok maí. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sjá meira
Ármenningarnir Irina Sazonova og Jón Sigurður Gunnarsson bættu í dag við tveimur Íslandsmeistaratitlum á einstökum áhöldum við Íslandsmeistaratitla sína í fjölþraut í gær. Íslandsmótinu í áhaldafimleikum 2016 lauk í Laugabóli í dag. Irina Sazonova varð Íslandsmeistari á bæði jafnvægisslá og á gólfi og var því sigursælust eins og í gær. Jón Sigurður Gunnarsson varð Íslandsmeistari á bæði gólfi og í hringjum en hann vann tvö áhöld eins og þeir Sigurður Andrés Sigurðarson úr Ármanni og Hrannar Jónsson úr Gerplu. Irina Sazonova úr Ármanni vann eins og áður sagði gull á jafnvægisslá og á gólfi en hún fékk einnig silfur á tvíslánni. Á tvíslá sigraði Dominuqa Belányi úr Ármanni eftir glæsilegar æfingar og á stökki sigraði Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir úr Björk. Það var svo jöfn keppni hjá körlunum að í bæði stökki og á svifrá þurftu menn að deila Íslandsmeistaratitlinum. Á stökki voru jafnir í fyrsta sæti þeir Sigurður Andrés Sigurðarson úr Ármanni og Hrannar Jónsson úr Gerplu. Hrannar deildi einnig Íslandsmeistaratitli á svifrá en þar var það Hróbjartur Pálmar Hilmarsson úr Gerplu sem var jafn Hrannari. Á bogahesti varð Arnþór Daði Jónasson úr Gerplu hlutskarpastur og á tvíslá sigraði Sigurður Andrés Sigurðarson úr Ármanni. Í unglingaflokki kvenna stóð Íslandsmeistarinn frá því í gær, Margrét Lea Kristinsdóttir úr Björk, uppi sem sigurvegari á jafnvægisslá og gólfi. Á stökki sigraði Vigdís Pálmadóttir úr Björk og á tvíslá Thelma Rún Guðjónsdóttir úr Fylki. Í unglingaflokki karla stóð Íslandsmeistarinn frá því í gær, Jónas Ingi Þórisson úr Ármanni, tvíslá. Martin Bjarni Guðmundsson úr Gerplu, vann í hringjum og stökki. Atli Þórður Jónsson úr Gerplu vann á gólfi. Aron Freyr Axelsson gerðu betur en allir á bogahesti og Breki Snorrason úr Björk varð Íslandsmeistari á svifrá. Mótið var stórskemmtilegt og sáust frábært tilþrif hjá okkar besta fimleikafólki. Nú framundan eru spennandi tímar þar sem að Ísland er á leið með fulltrúa í fyrsta skipi í undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Irina er í feikna formi og sýndi hún um helgina að hún er til alls líkleg til að komast alla leið til Ríó í ágúst. Það eru einnig fjölmörg önnur mót á dagskránni hjá landsliðum Íslands í áhaldafimleikum. En þar má nefna meðal annars heimsbikarmót í Ljublíana, Berlin Cup, Norðurlandamót sem haldið er hér á landi 7. til 8. maí og svo Evrópumót í Bern í lok maí.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sjá meira