Karl, Steingrímur og Guðmundur dæmdir í fangelsi í Milestone-málinu Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. apríl 2016 15:01 Karl Wernersson þarf að endurgreiða 52 milljónir auk dráttarvaxta. vísir/gva Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir og Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone, voru dæmdir til fangelsisvistar í Hæstarétti í dag. Karl var dæmdur í 3,5 árs fangelsi, Guðmundur í þriggja ára fangelsi og Steingrímur í tveggja ára fangelsi. Sneri Hæstiréttur þannig við sýknudómi yfir öllum þremur úr Héraðsdómi Reykjavíkur frá því í desember 2014. Endurskoðendurnir Margrét Guðjónsdóttir og Sigurþór Guðmundsson fengu níu mánaða skilorðsbundinn dóm til tveggja ára og voru svipt endurskoðendaréttindum sínum í sex mánuði. Höfðu þau bæði verið sýknuð í héraði. Sýknudómur var staðfestur yfir þriðja endurskoðandanum en allir endurskoðendurnir þrír störfuðu hjá KPMG. Ákærðu var gefið að sök að hafa mistnotað aðstöðu sína og valdið Milestone verulegu fjárhagstjóni með því að láta félagið fjármagna efndir á samningum sem voru félaginu óviðkomandi og bókhaldsbrot. Allir ákærðu neituðu sök. Málið snerist um greiðslur sem runnu út úr Milestone til Ingunnar Wernersdóttur, systur þeirra Karls og Steingríms, árin 2006 og 2007. Saksóknari taldi að Karl, Steingrímur og Guðmundur hefðu í sameiningu tekið ákvörðun um að greiða Ingunni um 4,8 milljarða og losa hana þannig undan eign sinni í Milestone. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að samningar Karls og Steingríms við Ingunni hefðu ekki lagt neinar skuldbindingar á Milestone heldur aðeins á þá. Þrátt fyrir það hefðu þeir látið Milestone efna samninga þeirra við Ingunni og greitt henni rúma 5 milljarða króna. Með þessu höfðu ákærðu msinotað aðstöðu sína hjá Milestone auk þess sem ekki er á það fallist að félagið hafi verið nægilega varið fyrir fjártjóni vegna þessara ráðstafana. Vegna þessa voru þeir Karl, Steingrímur og Guðmundur sakfelldir fyrir umboðssvik. Þremenningarnir voru jafnframt sakfelldir fyrir meiriháttar brot gegn lögum um bókhald með því að hafa ekki í tilteknum tilvikum hagað bókhaldi Milestone „á nægilega skýran, öruggan og aðgengilegan hátt á grundvelli áreiðanlegra og fullnægjandi gagna.“ Þá voru Karl, Steingrímur og Guðmundur einnig sakfelldir fyrir meiri háttar brot gegn lögum um ársreikninga „með því að hafa í störfum sínum í sameiningu rangfært efnahagsreikninga, sem hafi verið hluti af ársreikningum Milestone ehf. og samstæðureikningum fyrir samstæðu Milestone ehf. fyrir árin 2006 og 2007, og hagað gerð þeirra þannig að reikningsskilin hafi ekki gefið glögga mynd af rekstrarafkomu og eignabreytingum á umræddum reikningsárum,“ eins og segir í dómi Hæstaréttar. Dóminn úr Hæstarétti má lesa hér. Milestone-málið Dómsmál Tengdar fréttir Allir sýknaðir í Milestone-málinu Héraðsdómur sýknaði í dag fyrrverandi eigendur og stjórnendur Milestone og þrjá endurskoðendur af ákæru sérstaks saksóknara. 17. desember 2014 11:40 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir og Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone, voru dæmdir til fangelsisvistar í Hæstarétti í dag. Karl var dæmdur í 3,5 árs fangelsi, Guðmundur í þriggja ára fangelsi og Steingrímur í tveggja ára fangelsi. Sneri Hæstiréttur þannig við sýknudómi yfir öllum þremur úr Héraðsdómi Reykjavíkur frá því í desember 2014. Endurskoðendurnir Margrét Guðjónsdóttir og Sigurþór Guðmundsson fengu níu mánaða skilorðsbundinn dóm til tveggja ára og voru svipt endurskoðendaréttindum sínum í sex mánuði. Höfðu þau bæði verið sýknuð í héraði. Sýknudómur var staðfestur yfir þriðja endurskoðandanum en allir endurskoðendurnir þrír störfuðu hjá KPMG. Ákærðu var gefið að sök að hafa mistnotað aðstöðu sína og valdið Milestone verulegu fjárhagstjóni með því að láta félagið fjármagna efndir á samningum sem voru félaginu óviðkomandi og bókhaldsbrot. Allir ákærðu neituðu sök. Málið snerist um greiðslur sem runnu út úr Milestone til Ingunnar Wernersdóttur, systur þeirra Karls og Steingríms, árin 2006 og 2007. Saksóknari taldi að Karl, Steingrímur og Guðmundur hefðu í sameiningu tekið ákvörðun um að greiða Ingunni um 4,8 milljarða og losa hana þannig undan eign sinni í Milestone. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að samningar Karls og Steingríms við Ingunni hefðu ekki lagt neinar skuldbindingar á Milestone heldur aðeins á þá. Þrátt fyrir það hefðu þeir látið Milestone efna samninga þeirra við Ingunni og greitt henni rúma 5 milljarða króna. Með þessu höfðu ákærðu msinotað aðstöðu sína hjá Milestone auk þess sem ekki er á það fallist að félagið hafi verið nægilega varið fyrir fjártjóni vegna þessara ráðstafana. Vegna þessa voru þeir Karl, Steingrímur og Guðmundur sakfelldir fyrir umboðssvik. Þremenningarnir voru jafnframt sakfelldir fyrir meiriháttar brot gegn lögum um bókhald með því að hafa ekki í tilteknum tilvikum hagað bókhaldi Milestone „á nægilega skýran, öruggan og aðgengilegan hátt á grundvelli áreiðanlegra og fullnægjandi gagna.“ Þá voru Karl, Steingrímur og Guðmundur einnig sakfelldir fyrir meiri háttar brot gegn lögum um ársreikninga „með því að hafa í störfum sínum í sameiningu rangfært efnahagsreikninga, sem hafi verið hluti af ársreikningum Milestone ehf. og samstæðureikningum fyrir samstæðu Milestone ehf. fyrir árin 2006 og 2007, og hagað gerð þeirra þannig að reikningsskilin hafi ekki gefið glögga mynd af rekstrarafkomu og eignabreytingum á umræddum reikningsárum,“ eins og segir í dómi Hæstaréttar. Dóminn úr Hæstarétti má lesa hér.
Milestone-málið Dómsmál Tengdar fréttir Allir sýknaðir í Milestone-málinu Héraðsdómur sýknaði í dag fyrrverandi eigendur og stjórnendur Milestone og þrjá endurskoðendur af ákæru sérstaks saksóknara. 17. desember 2014 11:40 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Allir sýknaðir í Milestone-málinu Héraðsdómur sýknaði í dag fyrrverandi eigendur og stjórnendur Milestone og þrjá endurskoðendur af ákæru sérstaks saksóknara. 17. desember 2014 11:40
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent