Líkir íslenska fótboltaævintýrinu við sögur Southampton og Leicester Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. maí 2016 10:00 Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefur vakið mikla athygli um allan heim og er hér á landi þessa dagana staddur aragrúi af erlendum fjölmiðlamönnum. Einn þeirra er Englendingurinn Roger Bennett sem búið hefur í Bandaríkjunum í 30 ár. Bennett hluti af tvíeykinu Men in Blazers og er með sjónvarsþátt á NBC um ensku úrvalsdeildina. Hann er hér á landi að gera heimildaþátt um íslenska fótboltaævintýrið en hann er mjög hrifinn af sögum eins og þeirri íslensku. Hann gerði í fyrra mynd um upprisu Southampton og í ár reyndi hann að fá svör við velgengni Leicester. „Ég skil þetta ekki enn þá. Við erum alltaf að reyna að greina þessa sögu Leicester með sinn hóp af mönnum sem hafa spilað fyrir mörg lið eða verið kastað frá öðrum liðum,“ segir Bennett í viðtali við Vísi. „Svo er það rómantíkin með Ranieri, þjálfara sem var búið að hlægja að undanfarin en svo kemur hann til baka og stendur uppi sem meistari.“ „Leicester-liðið hefur þessa samheldni og baráttuanda sem einkennir íslenska landsliðið og rúmlega það. Þrátt fyrir að hafa gert heimildamynd um Leicester í ár og horft á hvern leik aftur og aftur hef ég aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir Bennett.Horfðu inn á við Southampton er lið sem fór úr C-deildinni á Englandi í Evrópubaráttu í ensku úrvalsdeildinni á fjórum árum og líkir Bennett Dýrlingunum einnig við Ísland. „Íslenska sagan er svipuð og Southampton. Það er félag sem horfði inn á við og áttaði sig á hvað það hafði. Það horfði svo á stóru liðin í kringum sig og reyndi að hugsa öðruvísi en þau og meira taktískt,“ segir Bennett. „Ég bý í Bandaríkjunum þar sem búa 320 milljónir manns en samt getur þjóðin ekki alið upp heimsklassa fótboltamenn og búið til liðið sem fólkinu finnst að það ætti að eiga. „Síðan kemur maður hingað til Íslands þar sem búa 320 þúsund manns með jafnmarga skráða fótboltaiðkenndur og búa í Rhode Island-ríki og sér hvað þið hafið gert,“ segir hann. „Þið voruð númer 131 á heimslistanum fyrir fjórum árum en þið settuð upp áætlun. Þið voruð að tapa fyrir Færeyjum og Möltu en þið settust niður og gerðuð áætlun. Þið voruð alltaf á því að þið mynduð verða mjög góð í fótbolta,“ segir Roger Bennett. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir „Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23 Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefur vakið mikla athygli um allan heim og er hér á landi þessa dagana staddur aragrúi af erlendum fjölmiðlamönnum. Einn þeirra er Englendingurinn Roger Bennett sem búið hefur í Bandaríkjunum í 30 ár. Bennett hluti af tvíeykinu Men in Blazers og er með sjónvarsþátt á NBC um ensku úrvalsdeildina. Hann er hér á landi að gera heimildaþátt um íslenska fótboltaævintýrið en hann er mjög hrifinn af sögum eins og þeirri íslensku. Hann gerði í fyrra mynd um upprisu Southampton og í ár reyndi hann að fá svör við velgengni Leicester. „Ég skil þetta ekki enn þá. Við erum alltaf að reyna að greina þessa sögu Leicester með sinn hóp af mönnum sem hafa spilað fyrir mörg lið eða verið kastað frá öðrum liðum,“ segir Bennett í viðtali við Vísi. „Svo er það rómantíkin með Ranieri, þjálfara sem var búið að hlægja að undanfarin en svo kemur hann til baka og stendur uppi sem meistari.“ „Leicester-liðið hefur þessa samheldni og baráttuanda sem einkennir íslenska landsliðið og rúmlega það. Þrátt fyrir að hafa gert heimildamynd um Leicester í ár og horft á hvern leik aftur og aftur hef ég aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir Bennett.Horfðu inn á við Southampton er lið sem fór úr C-deildinni á Englandi í Evrópubaráttu í ensku úrvalsdeildinni á fjórum árum og líkir Bennett Dýrlingunum einnig við Ísland. „Íslenska sagan er svipuð og Southampton. Það er félag sem horfði inn á við og áttaði sig á hvað það hafði. Það horfði svo á stóru liðin í kringum sig og reyndi að hugsa öðruvísi en þau og meira taktískt,“ segir Bennett. „Ég bý í Bandaríkjunum þar sem búa 320 milljónir manns en samt getur þjóðin ekki alið upp heimsklassa fótboltamenn og búið til liðið sem fólkinu finnst að það ætti að eiga. „Síðan kemur maður hingað til Íslands þar sem búa 320 þúsund manns með jafnmarga skráða fótboltaiðkenndur og búa í Rhode Island-ríki og sér hvað þið hafið gert,“ segir hann. „Þið voruð númer 131 á heimslistanum fyrir fjórum árum en þið settuð upp áætlun. Þið voruð að tapa fyrir Færeyjum og Möltu en þið settust niður og gerðuð áætlun. Þið voruð alltaf á því að þið mynduð verða mjög góð í fótbolta,“ segir Roger Bennett. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir „Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23 Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
„Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23